Vikan


Vikan - 27.10.1977, Page 15

Vikan - 27.10.1977, Page 15
að verafrœgur Viðtal við Steinunni Bjarnadóttur Það eru allir textar bara bui! í dag. — Byrjaðirðu þá strax að leika hér heima, eftir að skólanum lauk? — Ég byrjaði strax og Þjóðleik- húsið tók til starfa og lék m.a. í fyrstu verkefnunum, Nýársnótt- inni og íslandsklukkunni. Eftir það komst ég á B-samning og lék í Þjóðleikhúsinu í mörg ár og líka í Iðnó. Ég var alltaf sett í grín- hlutverk, en samt er eftirminni- legasta hlutverk, sem ég hef leikið, blökkustúlkan í Djúpt liggja rætur, en það var sýnt í Iðnó. — Varstu ekki líka mikið í revíum? — Jú, og þær áttu svo sannarlega vel við mig og striga- bassaröddina mína. Ég hætti í Þjóðleikhúsinu og sneri mér aðallega að revíunum, enda voru þær betur borgaðar og skemmti- legri. HÆ STINA STUÐ? — Svo hvarfstu af sjónarsviðinu í nokkur ár, fórst til útlanda, og það heyrðist lítið frá þér í langan tíma. — Já, ég fór til London og ætlaði mér að vinna þar. Ég byrjaði að vinna þar á spítala, en kynntist svo manninum mínum, sem vinnur við bókasafnið á Daily Telegraph. Nú er ég búin að vera gift og búsett í London í 11 ár, og heimili mitt hefur alltaf staðið islendingum opið. Ég hef hjálpað mörgum, þótt ég segi sjálf frá, og það kemur varla fyrir, að það sé ekki islendingur í mínu húsi. Það leigja til dæmis ung stúlka og piltur hjá mér núna. — Annars vinn ég i stóru veitingahúsi, Popular Restaurant á Earls Court, en þar eru haldnar margar frægar sýningar, t.d. bíla- sýningarog þess háttar.Ég byrjaði þarna fyrir átta árum og hef núna umsjón meö daglegum rekstri veitingahússins. Það eru rúmlega fjörutíu manns undir minni stjórn. — Þá komum við að Stínu Stuð. Hvað olli því, að þú tókst að þér hlutverk hennar? — Það var nú bara tilviljun. Strákarnir í Stuðmönnum voru í London og komu þá oft til mín. Einu sinni spurðu þeir mig svo að því, hvort ég vildi syngja á plötu með þeim. Ég var nú ekki til í það strax, en lét samt tilleiðast, þótt ég teldi mig ekki söngkonu. Enda var ég skíthrædd, þegar ég kom opinberlega fram með Stuðmönn- um, því ég hélt, að fólki þætti ég alltof gömul. En unga fólkið var allt á mínu bandi og er það enn. Ég held, að ég eigi fleiri aðdáendur meðal unga fólksins heldur en þeirra eldri. Egill sagði við mig, áður en við fórum inn á sviðið: „Steinka, hvernig líður þér? Líður þér ekki vel?" Það skrítna var, að ég fékk bara miklu meira klapp en strákarnir, og því hafði ég aldrei búist við. — Ég man eftir skemmtilegu atviki, sem gerðist skömmu eftir að ég söng inn á Stuðmanna- plötuna. Ég sat inni á Skála, og — Er ég svona ansk... kellingar/eg?

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.