Vikan - 27.10.1977, Qupperneq 18
2. HLUTI
Kverkar hennar voru þurrar,
þegar hún las: ..öllu er afmörkuð
stund og sérhver hlutur undir
himninum hefir sinn tíma. Að
fæðast hefur sinn tíma og að deyja
hefir sinn tíma." (Prédikarinn III:I)
Eini tíminn. sem handklæðið
hafði verið utan sjónmáls, var á
meðan hún var á gangi um garðinn.
Þegar hún skildi hvað það táknaði.
hljóp hún í blindni að aðaldyrunum.
Hún lokaði á eftir sér og hallaði
sér að hurðinni augnablik. Einhver
fylgdist með greinilega mjög náið
með henni.
Kannski var hann ennþá þarna
úti. Hvað ætti hún að gera? Alec
var illa við er hringt var í hann í
vinnuna og Mary, besta vinkona
hennar. var örugglega að kenna.
Istöðuleysið gerði hana reiða. Því
skyldi hún vera hrakin af sínu eigin
heimili? Hún ætlaði að iáta sem
ekkert hefði skorist. Það var
mánudagur, þvottadagur. Þá
skyldi verða þvegið.
Eftir hádegið sat hún og horfði á
kortið. Hún sótti þungan ösku-
bakka.sem hún setti kyrfilega ofan
á það. I þetta sinn skyldi Alec fá að
sjá það. Hún gekk yfir að
glugganum og hrökk ósjálfrátt við.
Hún var alveg viss um að þegar
lakið bærðist í golunni hafi hún séð
andlit í leynum milli tveggja
Cupressus trjáa.
Hún slengdi upp eldhúshurðinni
og stefndi beint í þá átt. sem hún
hafði séð andlitið. En það var farið.
Hún ýtti laufum trjánna til hliðar
og hallaði sér áfram, svo að hún
gæti séð yfir lága girðinguna.
Herra Turner birtist skyndilega
þar sem hann gekk í áttina að
húsvagni sínum.
Ö... herra Turner... hefurðu séð
einhvern á vappi i garðinum
þinum?"
,.Ég hef engan séð.”
..Þú lætur okkur kannski vita. ef
þú skyldir sjá einhvern?”
Sara gekk hægt eftir stignum hiá
bílskúrnum. Þetta var löng stein-
bygging. Fjærst og næst veginum
var litil geymsla sem venjulega var
læst.
Hún varð þvi hissa á að sjá
dyrnar opnar í hálfa gátt og strax á
eftir undruninni kom óttinn. Gæti
óþekkti gægirinn verið þar núna.
Hún færði sig eins hljóðlega og
mögulegt var í áttina að geymsl-
unni. Þegar hún var komin nógu
nálægt stóð Sara eitt augnablik og
safnaði kjarki. teygði sig síðan og
reif upp hurðina.
Með aðgætni kíkti Sara á bak við
hurðina. Hún sá enga hreyfingu.
Hún steig fram með nokkrum létti.
Hún stóð þarna um stund þar til
hún var þess fullviss að enginn væri
þar. Henni létti og hún sneri sér til
að fara aftur út. Um leið varð hún
vör við hreyfingu og hurðin
skelltist.
Sara stóð i niðamyrkri og barðist
við lamandi óttann. Svo næstum
hló hún af létti. Hún var ekki læst
inni. Læsingin opnaðist innan frá.
Hún gat gengið út. þegar hana
lysti. Hún ætlaði samt að biða til að
komast yfir óttann. Þvi að hún var
viss um að þetta hafði ekki verið
slysni.
Og hún varð ekki hið minnsta
undrandi þegar hún kom aftur til
eldhússins. og sá að öskubakkinn
var enn á borðinu, en kortið var
horfið...
Sara var ekki alveg með sjálfri sér
aftur fyrr en rétt áður en Alec var
væntanlegur heim. Hún var ennþá
nokkuð róleg. Þótt atburðir morg-
unsins hefði valdið henni ótta höfðu
þeir þó gefið henni nokkru fullvissu
um að sá, sem léki hana svo grátt,
ætlaði sér ekki að meiða hana
líkamlega. Næg tækifæri höfðu
verið til þess.
Eftir atvikið í geymslunni hafði
hún ákveðið að ef þetta átti að verða
taugastrið, þá ætlaði hún sér að
vinna það. Hún komst samt fljótt
að því að auðveldara var að taka
þessa ákvörðun heldur en að standa
við hana og það sem eftir var
dagsins notaði hún til að hugsa
málið.
En af hverju skyldi einhver vilja
hræða hana? Hver svo sém þessi
manneskja var, virtist hún hafa
eitthvert innsæi í hugsanir Söru.
..Að fæðast hefir sinn tíma og að
deyja hefir sinn tima." Orðin
ómuðu i huga hennar og hún lagði
handleggina ástúðlega um þaninn
kvið sinn. Ekkert, alls ekkert,
skyldi verða barninu hennar að
meini. Hún skyldi koma i veg fyrir
það!
Henni var einnig mjög illa við að
hafa það á tilfinningunni að hennar
væri gætt. Þegar hún fór upp til að
skipta um föt áður en hún færi að
undirbúa kvöldmatinn, dró hún
meira að segja fyrir gluggann í
svefnherberginu, svo sterk var
tilfinning hennar um að einhvers
staðar væri þessi ósýnilegi áhorf-
andi að læðast um.
Áður en hún fór niður fann hún
sig knúna til að líta út um gluggann
einu sinni enn með það i huga að
hún kæmi auga á gæginn. Bara að
það væri eins saklaust og það leit
út fyrir að vera. Sara andvarpaði,
lét gluggatjöldin falla og fór niður
að undirbúa kvöldmatinn.
Hún var að afhýða kartöflurnar
Hatursfull kortin
voru nógu
hræðileg en núna
vissi Sara að sá,
sem sendi þau,
hafði verið inni á
heimili hennar á
meðan hún svaf.
Hræðsla hennar
óx... Öttinn hafði
jafnvel lagt undir
sig hennar eigið
yndislega heimili.
þegar hljóðið í vörubíl herra
Turners varð henni uinhugsunar-
efni. Hvað ef það væri herra Turner
sem væri að reyna að hræða hana?
Því meira, sem hún hugsaði um
atburðina, því rökréttara virtist
það vera. Hann hafði betra tækifri
til að fylgjast með henni en nokkur
annar. Það hefði verið hægðarleikur
fyrir hann að koma kortunum fyrir,
það hefði auðveldlega getað verið
hans andlit, sem hún sá bak við
Cupressus-runnann, hann hefði vel
getað farið inn í geymsluna á undan
henni. Timinn hafði verið nægur.
Eina vandamálið var að hún gat
enn ekki séð neina mögulega
ástæðu fyrir þvi að hann langaði til
að hræða hana. En einhvern veginn
var hinn kunnugi herra Turner ekki
eins ógnvekjandi og óskiljanlegar
hótanir ókunnugs manns án and-
lits.
Um kvöldið minntist hún á þetta
vð Alec yfir kaffibolla. Hún vildi
siður spilla afslöppuðu og friðsam-
legu andrúmsloftinu en vissi að hún
mátti til. Eaunverulegur friður var
ekki fyrren þau höfðu náð einhverj-
um skilningi á þessu, svo að hún
andaði djúpt og tók til máls
,,Alec? Manstu eftir kortinu, sem
ég fann á föstudaginn? Ég fékk
annað í dag.” Rödd hennar titraði
af áreynslunni við að halda sér
rólegri, að vera í jafnvægi.
Hann horfði á hana, vantrúaður.
..Segðu mér.”
Hún sagði honum í fljótu bragði
frá atburðum dagsins og á meðan
hún talaði fann hún, hvernig
mótspyrna hans minnkaði, hvernig
viðhorf hans breyttist. „Seinna
þegar ég fór aftur inn i eldhús var
kortið farið,” lauk hún við.
Strax aftur á varðbergi. „Farið?
Aftur?”
Það sem fólst í þessu „Aftur?”
var óbærilegt. „En skilurðu ekki,
Alec, það mátti búast við því. Ég
býst við að það sé ástæðan fyrir því
að ég var lokuð inni i geymslunni —
svo að hann gæti fundið kortið og
fjarlægt það."
„En þvi skyldi hann vilja það?”
, ,Til að hræða mig og rugla ennþá
meir, auðvitað. Til að gera mér
erfiðara fyrir, til að tryggja á
þennan hátt að ég hafi ekkert
sönnunargagn að sýna þér. Gerðu
þaö Alec, reyndu að sjá? Þú leikur
eftir hans höfði.”
Alec var ergilegur: „Það er
ekkert vit i þessu. Því skyldi þessi
maður — ef hann er til — vilja
hræða þig?"
„Hvað meinarðu — ef hann er
til?”
Hún stóð upp mjög snögglega.
„Þú trúir mér ekki, er það? Þú trúir
engu af þessu. Hvers vegna? Er ég
vön að ljúga?”
Þegar Alec hristi höfuðið missti
hún alveg stjórn á sér og öskraði á
hann: „Því ætti ég þá að vera að
þvi núna? Ég veit ekki af hverju
þetta er að gerast, en það bara er að