Vikan


Vikan - 27.10.1977, Page 36

Vikan - 27.10.1977, Page 36
mE/T um FÓLK Þeir stóru styðja þá smáu KENNEDYÆTTIN, eins og hún leggursig, er alltaf jafnvinsælt umtalsefni, og má nærri geta, að það er talsvert álag, einkum fyrir yngri kynslóðina, að mega ekki taka sér eitt eða neitt fyrir hendur. Forsetafjölskyldan árið 1962. án þess að fylgst sé með því. En stundum getur líka frægðin látið gott af sér leiða, og það notfæra Kennedyarnir sér oft, Til dæmis er árlega haldin mikil góðgerðahátíð í nafni Roberts Kennedy, og allur ágóði af henni rennurtil munaðarlausra barna. Er þaö enginn smáskildingur, sem safnast með þessum hætti, enda frægar persónur notaöar sem aðdráttarafl. Mesta aðdráttaraflið hafa þó Kennedyarnir sjálfir, og af þeim eru það Caroline og John-John, að ógleymdri móður þeirra, sem alltaf vekja mesta athygli. Frá því þau í bernsku léku sér í skrifstofu pabba síns í Hvíta húsinu hefur heimurinn fylgst með hverju þeirra skrefi, alltaf með jafn mikilli forvitni. Nú eru þau orðin fullvaxin og glæsileg, farin að leita að sinni réttu hillu í lífinu, líta hitt kynið hýru auga og þar fram eftir götunum. Allt þetta gerir þau meira spennandi en nokkru sinni fyrr, og víst er um það, að þau voru stöðugt í sviðsljósinu á síðustu góðgerðahátíðinni. Caroline er nú orðin 21 árs og stefnir markvisst að því að gera Ijósmyndun að ævistarfi. Fetar hún þar með að nokkru í fótspor móður sinnar, sem var starfandi blaðaljósmyndari, þegar hún kynntist John Kennedy öldungadeildarþingmanni. Þessa dagana er stóri draumurinn að komast sem fréttaljósmyndari á næstu Ólympíuleika, sem haldnir verða í Moskvu. Caroline þykir engin tildurrófa, og á góðgerða- hátíðinni gekk hún um í gallabuxum og skyrtubol, en um kvöldið bjó hún sig upp á í svartan gagnsæjan kjól og kom til kvöldfagnaðar í Rockefeller Center í fylgd með vini sínum Mark, sem er málverkasali að atvinnu. 36VIKAN 43. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.