Vikan


Vikan - 27.10.1977, Page 40

Vikan - 27.10.1977, Page 40
STJÖHMJSRl llruiurinn 2l.mars 20.a iril Smáferðalag, sem þú hefur skipulagt, fer á allt annan veg en þú hafðir gert ráð fyrir. Láttu ekki skyld- menni þín skipta sér af einkamálum þin- um, það fer best að annast þau sjálfur. Naulirt 2l.april il.mai Ástarævintýri, sem þú hefur staðið i, virðist vera að kom- ast á alvarlegt stig. Athugaðu vel, hvort það sé það, sem þú óskar eftir, og láttu skynsemina verða tilfinningunum yfir- sterkari. Tuhurdrnir 22.mai 2l.júni Einhver reynir að freista þín að kaupa eitthvað, sem þú hefur ekki ráð á og hefur auk þess engin not fyrir. Láttu ekki innantómt hjál hafa áhrif á ákvarðanir þínar. kr;'hhinn 22. juni 2.V júli Vertu kátur og glað- ur, og gættu þess að særa ekki tilfinning- ar ákveðinnar per- sónu. Sem betur fer geturðu verið blíð- lyndur, ef þú vilt það við hafa. Heillatala er 4. Ljónirt 24.JÚIÍ 24. iijúsl Þú ættir að reyna að vera meira úti við, ef veður leyfir, svo heilsa þín komist í samt lag aftur. Það getur verið, að þú þurfir að taka mikið tillit til óska fjöl- skyldu þinnar. Nú færðu tækifæri til að eignast lang- þráðan hlut. Ef þú hefur lokið skyldu- störfum þinum, skaltu slappa af og njóta lifsins í ríkum mæli. Happalitur er brúnn. \<»i*in 24.\cpi. 2.Vnki. Þetta er góður timi fyrir þá, sem vinna andleg störf. Ráða- gerð, sem þú hefur á prjónunum, mun mistakast og valda þér miklum von- brigðum. Farðu út að skemmta þér um helgina. Slcingcilin 22.dc>. 20. jan. Það fer heldur að birta yfir umhverfi þinu í þessari viku, og eitthvað, sem þú hefur lengi hlakkað til, kemur fram í dagsljósið. Þú ættir að gefa þér meiri tíma til hvíldar. SpnrAdrckinn 24.okl. !.Mnói. Einhver þér yngri virðist heldur á- hyggjufullur þessa dagana og þarfnast hjálpar þinnar. Þú ættir að gefa þér tíma til að sinna þessari persónu — þú munt fá það endurgoldið um siðir. \aln\bcrinn 2l.jan. lO.fehi. Þessi vika verður fremur góð og lífleg. Þó fer ákveðin per- sóna í taugamar á þér, vegna þess hve stórt hún litur á sig. Þú þarft á skapstili- ingu að halda heima fyrir. KoiimaAurinn 24.nói. 21.dcs. Þú ættir að fara í fjölskylduheimsókn í þessari viku, það yrði vinsælt. Þú færð bréf með leiðin- legum fréttum, en síðar færðu upplýs- ingar, sem hjálpa þér út úr ógöngunum. Fiskarnir 20.fchr. 20. mars Til að koma málum þinum í framkvæmd, ættirðu að þiggja samvinnu, sem þér býðst.Það mun auð- velda þér hlutina að mun. Síðari hluti vikunnar verður við- burðaríkur. Þau bíða mín: Mama, Papa, systirin Cassandra og Stepiianos bróðir. Ég bíð þess, að þau bjóði mig velkomna, og ég sé vanþóknun í augnaráði þeirra. ,,Þú sagðist ætla að koma með sterklega eiginkonu frá eyjunni, Josef, einhverja, sem myndi taka við störfum minum í eldhúsinu” virðist augnaráð Mama segja. ,,Þú sagðist ætla að finna greindarlega eiginkonu, Josef, reiðubúna að taka við afgreiðslu- störfunum við peningakassann af mér,” virðist Cassandra systir segja. ,,Þú sagðist ætla að finna fallega stúlku, sem myndi draga að fjölda viðskiptavina í veitingasöluna okk- ar til að borða og drekka,” virðist Stephanos bróðir segja. Ég er ekkert af þessu. En hafi þau verið dregin á tálar, hvað eiginleika mína snertir, hefur Josef ekki siður dregið mig á tálar. Þetta er ekkert glæsihótel, sem ég er komin til, heldur leiguhúsnæði og veitingasala. Þrátt fyrir að ég sé ekki sterkleg, eða greindarleg, eða falleg, get ég þó lesið, og ég hef komið auga á nafnið fyrir ofan dyrnar. Aðeins Papa kemur á móti mér. „Svona, réttu mér þetta.” Pinkill minn er í höndum hans. ,,Þú ert þreytt." Hann fer með mig í lítið þakherbergi, sem ég mun halda til í, þar til éggiftist Josef. ,,Þú verður hamingjusöm hjá okkur,” segir hann og lítur niður á inniskóna sína, því hann kemur sér ekki til að líta í andlit mitt og sjá sannleikann, sem hann gerir sér þegar grein fyrir. Hamingjusöm? Josef er farinn að fá sér í glas með félögunum. Hann spyr mig ekki, hvort ég vilji, að hann verði hér hjá mér fyrsta kvödlið mitt á ókunnugum stað. Ég er einföld sveitastúlka, og því er ég ekki verð þess, að tekið sé tillit til tilfinninga minna. í skápnum er hvítt silki, sem verður notað í brúðarklæðnað. Hvítt fyrir hreina mey. En ég missti minn meydóm í kofa hátt uppi í fjöllunum, og aftur finn ég fyrir hræðslu. Tíminn fram að brúðkaupi okkar liður. Stór kirkjuklukka hringir frá kirkju í nágrenninu, og mér verður hugsað til annarra klukkna, hljóms- ins frá geitabjöllunum í fjöllunum langt héðan. Hvítt fyrir hreina mey. Hendur mínar grípa um silkipilsið á brúðarkjólnum mínum. í garðinum fyrir aftan veitingasöluna eru vintunnur. Þar er bæði ouzo og mikið af retsina. Josef er hrifinn af retsina og er mjög hamingju- samur. Hvítt fyrir heina mey. Ég þarf ekkert að óttast. Josef hefur drukkið svo mikið retsina, að hann veit ekkert, hvað hann er að gera. „Vertu varkúr við hana,” biður Papa hann. Vertu varkár. Ég tek þessa viðvörun til mín. Neglur minar rífa hörundið á öðrum fætinum þar til fingur mínir verða löðrandi. Um morguninn er talsvert blóð i brúðarlökunum okkar. Ég er sveita- stúlka og ég veit við hverju er búist. Hvernig get ég geðjast þessari fjölskyldu, sem ég hef tengst? Mama vill ekki aðstoð mina i eldhúsinu. Ég skil ekki.hvernig hún meðhöndlar matinn — hún hirðir leyfarnar af diskum viðskiptavin- anna og ber þær fram handa útlendingunum. Hún segir þeim, að þessi réttur sé dæmigerður fyrir þetta hérað, en það er ekki satt. Cassandra vill ekki láta mig hjálpa sér við peningakassann, hún segir, að ég skilji ekki, hvernig skipta skal erlendum peningum og muni því gefa rangt til baka, en ég veit að hún gerir það einmitt sjálf. Stephanos vill ekki láta mig bera fram, því hann segir að ég hafi tvær vinstri hendur. Hvemig get ég gert þeim til geðs? Morguninn sem ég sagði þeim, að ég héldi, að ég ætti von á barni, reigði Josef sig eins og ungur hani i miðjum hænsnahópi. „Ég er mikill maður,” sagði hann montinn. „Bráðlega eignast ég son.” „Það verður ef til vill ekki sonur. Kannski er það ekki lifandi,” sagði Cassanra ónotalega. En ég veit, að barnið mitt verður sonur, og ég veit, að það er á lífi, því það er nú þegar farið að sparka. „Hún er svo grönn og fingerð, hún getur aldrei haldið þvi þessa níu mánuði,” bætir Mama við. Vetrarregnið kemur og fælir ferðamennina á brott og skilur okkur eftir skjálfandi við arininn. En vorið kemur á ný. Það kemur mjög snögglega til min. Svefnherbergið virðist troðfullt af kvenfólki. Þær öskra til mín og segja mér, hvað ég á að gera. Ég hlusta ekki á þær. Ég hef séð dýrin í fjöllunum eignast afkvæmi. Ég hef séð fæðingarhríðir þeirra og stund- um hef ég hjálpað þeim. Fæðingin stendur ekki lengi yfir. Ég er sveitastúlka og sterk. Óp kvennanna eru svo hávær, að ég fæ varla greint fyrstu gráthljóð bamsins mins. „Það er drengur. Drengur,” hrópa þær. „Jósef er orðinn faðir, og það er sonur.” Þær þvo barnið og leggja hann í fang mitt. Þau em nú þegar farin að fagna niðri. Ég heyri rödd Josefs: „Samgleðjist mér, vinir mínir. Ég hef eignast son.” 40VIKAN 43. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.