Vikan


Vikan - 26.01.1978, Síða 3

Vikan - 26.01.1978, Síða 3
Það var einkennileg tilfinning að lenda á Gran Canaria í 19 stiga hita um miðja nótt, eftir að hafa barist gegn storminum út að flugvélinni á Keflavíkurflugvelli, og mátt hafa sig allan við að fótbrotna ekki í hálkunni. Það væri hreint ekki svo vitlaust að setja upp pelsaleigu á Keflavíkurvelli, því það var fremur óþægilegt að burðast með hlýjar yfirhafnir, peysu og annað slíkt með sér. Að sjálfsögðu hékk þetta svo inni í skáp, þar til haldið var heim að nýju — en þá kom það líka svo sannarlega að góðum notum! ALLT FYRIR FERÐAMANNINN Kanaríeyjar eru sjö eyjar, sem L liggja á milli 27. og 29. gráðu norðlægrar breiddar og 13. og 18. gráðu vestlægrar lengdar. Vestur- eyjarnar eru Tenerife, La Palma, Gomera og Hierro, en austur- eyjarnar eru Lanzarote, Fuerte- ventura og Gran Canaria, en til þeirrar eyju beina Samvinnuferðir ferðum sínum. Árlega streymir fjöldi ferða- manna til Gran Canaria. Flestar þjóðir kjósa að heimsækja eyjuna að vetri til, s.s. Svíar, Norðmenn, Hollendingar, Englendingar, Þjóð- verjar — að ógleymdum Islending- um, en Frakkar kjósa heldur að heimsækja eyjuna að vori til. Fjölmargir ferðamannabæir hafa skotið upp kollinum á Gran Canaria á undanförnum árum. Allt er gert til að líf ferðamannsins sé sem þægilegast, hvarvetna má sjá nýtískuleg hótel, og verslunar- hverfin eru ekki síðri en í París eða London. Verð á vörum er að vísu fremur hátt, enda reiknað með því, að fólk hafi nægilegt fé handanna á milli í sumarleyfum! Lítið annað er hægt að hafast að í ferðamannabæjunum en að sóla sig, enda sennilega tilgangur Einkennandi fyrir ferðamannastaði Gran Canaria: Gamall maöur með asnann sinn bíður brosandi við áætiunarbifreiðirnarí von um að vinna sér inn nokkra peseta. Mariuhkneskið / Teror. Ekki fékkst leyfi til að mynda Hkneskið nær, en ef vel tekst ti/með prentunina, má sjá glampann frá dýrgripunum, sem prýða líkneskið. Veggir kirkjunnar eru úr tré og mynstur allt handskorið. flestra með Kanaríeyjaferð að hvílast og fá lit á fölan kroppinn. Þó eru þarna að sjálfsögðu tennis- vellirog milli strandanna Playa del Inglés og Maspalomas eru tveir átján holu golfvellir. Mörg góð söfn eru í höfuðborginni, Las Palmas, en auk þess eru þar fjölmargar fallegar kirkjur, sem gaman er að skoða, fallegir skemmtigarðar og margt fleira. Auðvelt er að komast til höfuð- borgarinnar með strætisvögnum, sem ganga á 15 mín. fresti frá strandbæjunum. „HUNDAEYJAR" Lítið er vitað um, hvenær eyjarnar byggðust, en margir telja þær eiga uppruna sinn að rekja til goðsagnaeyjunnar Atlantis. Aðrir telja, að þær hafi eitt sinn verið hluti af meginlandi Afríku, en flestir hallast að því, að þær hafi myndast eftir neðansjávargos. Þó er vitað með vissu, að árið 1314 fann rannsóknarleiðangur frá Portúgal fjórar eyjar, Fuerteven- tura, Hierro, La Palma og Gran Canaria. Ekki virðist þeim hafa litist vel á eyjarnar, , a.m.k. námu þeirekki I land þar. Nafn eyjanna — w

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.