Vikan - 26.01.1978, Síða 9
— Það er mín skoðun, að íslenska landsliðið eigi að geta unnið landslið
Danmerkur og Spánar í Heimsmeistarakeppninni, segir Jón H. Karlsson, fyrirliði
landsliðsins, í viðtali við Vik'una.
— Janus Cerwinsky, hinn pólski þjálfari okkar, hefur hins vegar óbilandi trú á, að
auðveldasti leikurinn verði á móti Rússum, en róðurinn verði erfiðastur gegn
Dönum. Mér virðist þannig, að ef við Janus leggjum saman, eigi ísland að vinna
alla þrjá leikina í riðlakeppninni. Við skulum bara vona, að þessi verði
niðurstaðan, segir Jón og brosir — sennilega af tilhlökkun.
Sextán bestu handknattleiksþjóðir í heimi
hefja í dag, 26. janúar, með sér úrslitaglímu um
hver þeirra sé í rauninni sterkust. Íslendingar
leika í riðli með Sovétmönnum, Spánverjum
og gestgjöfunum, Dönum. Vissulega allt erfiðir
andstæðingar, og í dag verður leikið gegn
„Birninum úr austri" — hinu sterka og vel
agaða liði Rússa.
Jón H. Karlsson, eða Ponni, eins og hann er
kallaður, er 29 ára gamall, varð það í fyrradag,
þann 24. janúar. Hann hefur leikið 65 landsleiki
fyrir islands hönd í handknattleik og verið
fyrirliði liðsins frá því í fyrravetur. Jón leikur
með Val og varð islandsmeistari með félagi
sínu bæði ihnanhúss og utan 1977. Jón hef-
ur viðskiptafræðimenntun og er framkvæmdá-
Stjóri hjá versluninni Teppalandi við Grensás-
veg. Jón er kvæntur Erlu Valsdóttur, og'eiga þau
þrjár dætur, Tinnu, Sif og Þóru Dögg.
Þetta eru nokkrar persónulegar upplýsingar
um kappann Jón Karlsson. Við settum okkur
niður dagstund fyrir nokkru og ætluðum okkur
að spjalla um heima og geima. Útkoman varð
reyndar sú, að handknattleikurinn kom alltaf
upp á yfirborðið aftur og aftur, enda ofarlega i
huga landsliðsfyrirliðans dagana áður en haldið
var utan. Við komum þó einnig annars staðar
við, en að sjálfsögðu verður að byrja að greina
frá handknattleiksferlinum.
— Ætli ég hafi ekki verið 10 ára þegar ég
byrjaði í handboltanum og þá með iR, segir
Jón Karlsson. — ég átti reyndar heima í
Víkingshverfinu, en félagi minn, Gunnar
Ólafsson, tók mig með sér á æfingar hjá ÍR á
gamla Hálogalandi. Við voru náttúrlega bara
smápollar og fengum lítið að vera með á
þessum æfingum, en kallar eins Þórarinn
Tyrfingsson læknir og Júlíus Hafstein,
gjaldkeri HSÍ, voru þá aðalmennirnir og litu
okkur hálfgerðu hornauga.
— Heimsmeistarakeppninárið1961 ogfrábær
árangur islands þar kveikti síðan bálið, og það
má segja, að ég hafi verið ofurseldur hand-
knattleiknum síðan þann vetur. í leikfimi hjá
Árna Njálssyni var mikill áhugi á handknatt-
leiknum, og á bekkjamótum skírðum við liðin
eftir sterkustu liðum í heimi í þá daga-
— Ég var bara einn vetur í IR, en við Gunnar
Ólafsson gengum þá í Val, og var það mest
fyrir tilstilli Kristjáns Karlssonar, heldur Jón
Rætt við Jón H.
Kar/sson fyrirliða
ís/enska iandsiiðsins í
handknatt/eik.
áfram. — Þá var Þórarinn Eyþórsson að byrja
sinn þjálfaraferil hjá Val, og hann hefur
margoft sagt mér, að honum hafi alls ekki litist
á blikuna, þegar þessir guttar mættu á fyrstu
æfinguna. Algjörlega skotóðir menn, að því er
Tóti hefur sagt, og hann byrjaði strax að reyna
að halda aftur af okkur. Ég hef verið svo
lánsamur að vera undir stjórn Þórarins að
einhverju leyti í öllum flokkum, og hann hefur
átt mikinn þátt í að gera þó þetta úr manni í
íþróttinni, en honum hefur alveg mistekist að
halda aftur af skotgræðginni, segir Ponni og
hlær.
ÞÁ VAR EKKI LENGUR SAMI LJÓMINN
YFIR ÞESSU - ALLT SVO SJÁLFSAGT
Jón Karlsson lék sinn fyrsta leik með
meistaraflokki Vals árið 1965, og var hann þá
16 ára gamall. Fór þessi leikur fram á
Hálogalandi, og ekki fór mikiö fyrir nýliðanum í
Valsliðinu. Nú hefur Jón rétt tæplega 300 leiki
með meistarflokki Vals að baki, og nokkrir
4. TBL. VIKAN 9