Vikan


Vikan - 26.01.1978, Side 41

Vikan - 26.01.1978, Side 41
úr handskjólinu og stakk henni inn í hanskann hans, stakk höndinni inn í lófa hans og hvíldi hana þar. Jú, hún vissi, nú, hvemig honum leið. — Ég vil gera breytingar á húsinu heima, sagði hann allt í einu. — Mig langar til að hefjast handa, sem fyrst. T.d. að byggja þak yfir stéttina utan við borðstofuna og gera svalir þar ofan á. Og svo getum við innréttað okkur stórt svefnherbergi uppi í kvistinum. Gamla svefnherbergið okkar og barnaherbergið geta verið barna- herbergi. Sara-Kajsa gœti sofið þar hjá börnunum, þá verðum við eltki fyrir ónœði að óþörfu. Ég vil, að húsið verði eins og nýtt með þér. Ebba fann roðann hlaupa fram í kinnarnar. Hún minntist fyrstu næturinnar, þá hafði hún legið og hugsað um það, að þetta hefði líka verið svefnherbergi Lúkasar og fyrri konunnar hans. En hún hafði ekki viljað segja neitt. Hún lét sér líka nægja að kinka kolli núna. — Við skulum fara og taka mál strax á morgun, sagði Lúkas ákafur. — Mattías vill fá eigið herbergi eftir nokkur ár, og systkini hans eiga ekki heldur að þurfa að búa eins og í kanínubúri. Kannski að við þurfum að byggja álmu við húsið. Ebba andvarpaði létt. Henni varð hugsað heim. Það var lítið hús í garðinum, bak við bjarkirnar milli rósa- og blómarunna. Amalía bjó þar með fóstmnni sinni. Hvemig skyldi Amalíu líða — myndi henni nokkum tíma batna? Þau urðu að reyna að gera henni lífið eins auðvelt og bjart og þeim var unnt. En hún vildi ekki tala um litlu stúlkuna við Lúkas núna. — Jæja, elskan mín, sagði Lúkas og sveigði upp að tröppunum á Steinum. Steinarnir spyrntust und- an hófum hestanna og þeir frýsuðu hátt. — Nú emm við komin heim aftur. Við snémm heim saman. Hann hoppaði niður úr vagninum og lyfti henni niður, áður en nokkur hafði opnað dymar. Það var orðið skuggsýnt, en birtan frá gluggum hússins virtist bjóða þau velkomin. Dymar opnuðust, og jómfrú Gréta kom hröðum skrefum til móts við þau. — Guði sé lof, að húsbændumir komu heim i kvöld, sagði hún og var mikið niðri fyrir. — Við höfum átt i miklum erfiðleikum hér í dag. Fröken Aberg kom með ókunnugan herra í fylgd með sér um hádegis- bilið, og hann sagði, að þau myndu ekki hreyfa sig burtu, fyrr en húsbændurnir kæmu heim. Hann hefur verið reglulega ókurteis, og Sara-Kajsa hefur ekki fengið nokk- urn frið með Mattías litla fyrir honum. Ég skil hvorki upp né niður... og ég vissi ekki, hvað til bragðs skyldi taka. Viljið þér, herra, vera svo góðir og tala við þau, þau sitja inni i bókasafninu. Ebba var náföl, og Lúkas tók tröppurnar í nokkmm skrefum. En áður en hann náði alla leið, vom dymar opnaðar í fulla gátt, og þvert yfir anddyrið starði hann beint inn í dimmt, æst andlit. Á sama hátt og hann hafði séð ættarmót með Ebbu og systkinum hennar, sá hann nú ættarmót með hinum ókunna manni og syni sínum. EBBA stóð eins og lömuð neðan við tröppumar. Henni fannst ísköld hönd nísta hjarta sitt, og tilfinning vonleysis og ótta greip hana heljartökum. En svo vann hún bug á angistinni, og styrkur og þróttur forfeðranna efldist. Hún gekk rólegum skrefum upp tröppumar og staðnæmdist við hlið eiginmanns síns. Framhald í næsta blaði. þettageríég fyrirþig Aðstoða við að orða auglýsingu þína, ef þú óskar. Svara í síma fyrir þig. Veiti fyrirspyrjendum upplýsingar um það sem þú auglýsir og tek við tilboðum sem berast. Njóttu góðrar þjónustu ókeypis. Opið til kl. 10 í kvöld. WIAÐW Dagblaðið, smáauglýsingaþjónusta. Afgreiðsla Þverholti 11, simi 27022 Mi : : HB : . ■ • Wmm Wm m 4. TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.