Vikan - 26.01.1978, Síða 45
f ,
Smásaga eftir
EINAR LOGA EINARSSON
öggæslan
á Löngueyri
Vandræðin á Löngueyri hófust, þegar
nýja fiskvinnslan tók til starfa.
Aðkomumennirnir heimtuðu böll i
landlegum, og þá leið ekki á löngu,
uns þörf varð fyrir lögregluþjón — og
svo annan — og annan — og enn einn.
Gústi i Koti hækkaði í tign með
hverjum deginum sem leið.
Það var fljótt að spyrjast út.
Litla, friðsæla þorpið Langaeyri var
ekki lítið og friðsælt lengur. Að vísu
hafði það ekki stækkað hvað fer-
kílómetra snerti. Það hafði stækkað
einhvem veginn ósýnilega. Eitt-
hvað hafði gerst, sem stækkaði það,
og íbúamir gerðu sér ekki fyllilega
grein fyrir. Á móti hinu varð ekki
mælt, að það var ekki að öllu leyti
friðsælt lengur. Og hvað hafði þá
gerst?
Segja má, að þetta hafi byrjað,
þegar nýja fiskvinnslan hóf starf-
semi sína. Þá hófu aðkomubátar að
landa þama. íbúamir höfðu verið
vanir að skemmta sér á hinum
árlegu Þorrablótum, árshátíðum
kvenfélagsins og ungmennafélags-
ins, og svo var auðvitað réttarballið
á haustin. Dansleikir þessir höfðu
farið tíðindalaust fram, og þegar
þeim lauk höfðu íbúamir farið hver
til síns heima, sáttir við hvem
annan og tilveruna. En í landlegum
heimtuðu aðkomumennimir ball, og
auðvitað fengu þeir ball. Það var
þá, sem ósköpin byrjuðu. Það urðu
slagsmál, meira að segja blæddi
sumum.
Engin löggæsla var á staðnum,
og menn máttu þakka sínu sæla
fyrir, að allt endaði ekki með
ósköpum. En hér þurfti eitthvað að
gera.
Daginn eftir fyrsta dansleikinn
kom hreppsnefndin saman ó fund,
til að ræða þetta nýja vandamál, og
hvemig bregðast ætti við því. Hvað
gerðu önnur þorp? Því var fljót-
svarað. Þau höfðu löggæslu. Á
fundinum var því samþykkt að
stofna nýtt embætti. Það var
embætti lögreglumanns.
Nokkrar uppástungur komu fram
um væntanlegan lögregluþjón, ogi
að lokum var samþykkt að bjóða
Gústa í Koti starfið. Hann var
þegar kallaður á fundinn, og
samþykkti þar að taka þetta að
sér. Var ekki laust við að honum
þætti upphefð í því, að vera fyrsti
og reyndar eini lögregluþjónn
staðarins.
Á næsta dansleik mætti svo
Gústi í nýja einkennisbúningnum
sinum og með derhúfu á höfðinu.
En þá skaut upp öðm vandamóli.
Gestir hússins sýndu Gústa ekki
næga virðingu. Þeir óttu það til að
læðast aftan að honum og ýta við
derhúfunni, þannig að hún annað
hvort datt á gólfið, eða rann fram
yfir augu hans og birgði útsýnið. Á
meðan Gústi var að finna húfuna,
eða koma henni í samt lag, hvarf
sökudólgurinn í mannþyrpinguna
og fannst ekki.
Næsta dag hélt Gústi á fund
hreppstjóra, sem var sjólfskipaður
lögreglustjóri, og bar sig aumlega.
,,Nú,” sagði hreppstjórinn, „við
fáum bara annan lögregluþjón. Þið
standið betur að vigi tveir en einn.”
Gústa leist vel á það. Þó var eitt,
sem lá honum ó hjarta. Hann
spurði, hvaða embættisheiti nýi
lögregluþjónninn ætti að fá.
,,Nú, hann verður lögregluþjónn
eins og þú.”
,,En, er það sanngjamt, hrepp-
stjóri, að hann standi mér jafnfætis
í metorðastiganum, þar sem ég hef
þó meiri starfsreynslu?”
Hreppstjórinn hugsaði sig um.
Hann samþykkti með sjálfum sér,
að nokkuð væri til í þessu. Svo
glaðnaði yfir honum, og hann sagði:
„Við látum hann heita aðstoðar-
lögregluþjón.”
Þetta gat Gústi sætt sig við, og
hélt glaður heim ó leið.
Á næsta dansleik fór allt á sömu
leið. Hreppsnefndinni skildist, að
tveir lögregluþjónar vom ekki nóg,
svo samþykkt var að ráða þann
þriðja. En þá vom það stöðuheitin,
sem þurfti að taka til meðferðar.
Að lokum var samþykkt, að Gústi
skildi vera yfirlögregluþjónn, að-
stoðarlögregluþjónninn lögreglu-
þjónn, og nýi maðurinn aðstoðar-
lögregluþjónn.
Þrátt fyrir þetta reyndist það
þorpinu ekki meira en svo nóg að
hafa þrjá lögregluþjóna, og enn á ný
var manni bætt við. Gústi var
áfram yfirlögregluþjónn, lögreglu-
þjónninn var gerður að aðstoðar-
yfirlögregluþjóni, aðstoðarlögreglu-
þjónninn að lögregluþjóni og nýi
maðurinn var gerður að aðstoðar-
lögregluþjóni. Undu svo allir glaðir
við sitt. Reyndist það þorpinu nóg
um hríð að hafa fjóra lögregluþjóna,
með yfirlögregluþjóninn i broddi
fylkingar. Á dansleikjunum héldu
þeir líka ávallt hópinn, og ekki þótti
árennilegt að reita þá til reiði, þar
sem þeir gengu valdsmannslega
um, fjórir saman.
En brátt kom að því, að all-alvar-
legur hlutur gerðist í þorpinu. Hann
var það alvarlegur, að íbúamir
vissu fyrst ekki hvemig þeir óttu að
snúast gegn honum. Það var eina
nóttina brótist inn í litla kaupfélag-
skömm í hattinn auk dóms og
sektar.
Gústi hugsaði sitt mál. Hann
hafði staðið dyggilega við hlið
yfirrannsóknarlögreglumannsins í
þessu máli, og fór því fram á að
verða hækkaður í tign. Það var
samþykkt að Gústi yrði gerður að
aðstoðaryfirrannsóknarlögreglu- 1
þjóni. Leiddi þá af sjálfu sér að
aðstoðarrannsóknarlögregluþjónn-
inn varð rannsóknarlögregluþjónn,
yfirlögregluþjónninn aðstoðar-
rannsóknarlögregluþjónn, aðstoðtu--
yfirlögregluþjónninn yfirlögreglu-
þjónn, lögregluþjónninn aðstoðar-
yfirlögregluþjónn, aðstoðarlög-
regluþjónninn lögregluþjónn og nýr
aðstoðarlögregluþjónn ráðinn.
Leið svo tíminn, og alltaf fjölgaði
málum, sem þurfti að rannsaka, og
kom að því að yfirrannsóknar-
lögregluþjónninn óskaði eftir aukn-
um starfskrafti. Hreppsnefndiri
þurfti ekki að kanna málið, svo
mikla virðingu bar hún fyrir
hæfileikum og þekkingu þessa
snjalla lögreglumanns að sunnan,
sem hafði tekist að leysa hvert
málið á fætur öðm.
Nýr aðstoðarlögregluþjónn var
ráðinn, aðstoðarlögregluþjónninn
gerður að lögregluþjóni, lögreglu-
þjónninn að aðstoðaryfirlögreglu-
þjóni, aðstoðaryfirlögregluþjónninn
að yfirlögregluþjóni, 'yfirlögreglu-
þjónninn að aðstoðarrannsóknar-
lögregluþjóni, aðstoðarrannsóknar-
lögregluþjónninn að rannsóknar-
lögregluþjóni og rannsóknarlög-
regluþjónninn gerður að aðstoðar-
yfirrannsóknarlögregluþjóni.
En þá kom babb í bátinn. Nú
vom aðstoðaryfirrannsóknarlög-
regluþjónarnir orðnir tveir, og auð-
vitað þótti Gústa í Koti súrt í brotið
að vera ekki einu starfsheiti ofar en
hinn aðstoðaryfirrannsóknarlög-
regluþjónninn, þar sem hann hafði
meiri starfsreynslu, en næsta þrep
fyrir ofan var yfirrannsóknarlög-
regluþjónninn að sunnan, og hann
sýndi engan lit ó að segja starfi sínu
lausu, eða fara fram á stöðuhækk-
un.
Gústi braut lengi heilann um
þetta, og fyrir áeggjan konu sinnar,
sem var ekki síður en hann sólgin í
stöðuheiti, fór hann á fund hrepps-
stjórans. Hún beið í ofvæni eftir
honum, til að vita hvemig erindið
hefði gengið, og loks fékk hún laun
erfiðis síns. Þegar Gústi kom aftur
spurði hún spennt:
„Og hvemig gekk?”
Gústi brosti drýgindalega, um
leið og hann svaraði:
„Hér eftir, góða mín, geturðu
kallað þig yfiraðstoðaryfirrann-
sóknarlögregluþjónsfrú!! ”
Endir
ið á staðnum. Auðvitað var
aðkomumanni kennt um, því land-
lega var, en þar sem ekki var hægt
að benda á neinn sérstakan, var
Gústa fengin rannsókn málsins í
hendur. Ekki tókst þó betur til en
svo, að Gústi komst ekki að því,
hver hinn seki var, og hefur hann
ekki fundist enn í dag. Það var þó
lán í óláni, að litlu var stolið.
En þetta hafði komið nýrri
hugmynd inn í kollinn á Gústa.
Hann hélt á fund hreppstjóra, og
bar upp erindi sitt.
„Mér datt nú svona í hug,
hreppstjóri,” sagði hann, „að ef
fleiri slík innbrot og þjófnaðir koma
til með að eiga hér stað, hvort ekki
væri réttast að gera mig að
rannsóknarlögregluþjóni. Þó er ég
alltaf tiltækur til að rannsaka öll
slík mál, svo og önnur, sem upp
kunna að koma.”
Hreppstjóri hugsaði málið, og
leist vel á hugmyndina. Hrepps-
nefndarfundur var boðaður í
skyndi, og þar var samþykkt, að
Gústi skyldi héreftir bera starfs-
heitið ránnsóknarlögregluþjónn.
Leiddi þá af sjálfu sér að aðstoðar-
yfirlögregluþjónninn var gerður að
yfirlögregluþjóni, lögregluþjónninn
að aðstoðaryfirlögregluþjóni,
aðstoðarlögregluþjónninn að lög-
regluþjóni, og síðan var nýr aðstoð-
arlögregluþjónn ráðinn. Hélst
ástandið svo um hríð.
Ekki varð mikið um þjófnaði um
tíma. Samt var einu reiðhjóli stolið,
sem fannst að vísu bak við eitt fisk-
verkunarhúsið, og af tilviljun
komst upp um þjófinn. En þetta
varð til þess, að Gústi gekk enn á
ný á fund hreppstjóra. Kvaðst hann
hafa eytt mikilli vinnu og tíma í
mjög svo giftusamlega lausn þess
máls, en kvað það nauðsynlegt að fá
aðstoðarmann. Gat hann með
rökum og málsnilld, hváðan sem
hún var nú fengin, sýnt hreppstjóra
fram ó nauðsyn þessa. Eftir fund
var þetta því samþykkt.
Gústi var áfram rannsóknar-
lögregluþjónn, yfirlögregluþjónn-
inn var gerður að aðstoðarrann-
sóknarlögregluþjóni, aðstoðaryfir-
lögregluþjónninn varð yfirlögreglu-
þjónn, lögregluþjónninn aðstoðar-
yfirlögregluþjónn, aðstoðarlög-
regluþjónninn lögregluþjónn, og
nýr aðstoðarlögregluþjónn ráðinn.
Og aftur undu allir glaðir við sitt.
Auðvitað hafði þetta allt tekið
sinn tíma, og á meðan stækkaði
þorpið í eiginlegum skilningi. Og þá
dundi reiðarslagið yfir. Það varð
eldsvoði. Það kviknaði í geymslu-
húsi , við hlið fiskverkunarhússins.
Ekki var hægt að kenna um, að
kviknað hefði í út frá rafmagni,
þar sem ekkert rafmagn var í
geymsluhúsinu, sem var gamalt
timburhús. Hér var úr vöndu að
ráða. Menn hölluðust helst að því,
að um íkveikju hefði verið að ræða.
En hver gat haft hag af því, að
brenna þetta gamla geymsluhús?
Þetta verkefni varð rannsóknar-
lögreglunni ofviða, svo fenginn var
sérfræðingur að sunnan. Og það
sem meira var, honum var boðin
staða sem yfirrannsóknarlögreglu-
þjónn, sem hann tók. Hófst hann nú
handa við lausn málsins, og naut
þar dyggilega stuðnings Gústa.
Ekki var yfirrannsóknarlögreglu-
þjónninn nýi lengi að komast að
hinu sanna. í ljós kom, að gamla
geymsluhúsið hafði verið vel
tryggt, og stjórnandi fiskverk-
smiðjunnar kveikti í því. Hlaut yfir-
rannsóknarlögregluþjónninn óspart
lof íbúa þorpsins fyrir frammistöðu
sína, en fiskverksmiðjustjórinn