Vikan - 26.01.1978, Qupperneq 47
o
Jólaball Vikunnar er árviss
viðburður, sem alltaf hefur
bótt með hinum ágætustu
skemmtunum, og svo var
enn 7. janúar síðastliðinn.
Skemmtunin fór fram á
hefðbundinn hátt með dansi
og sprelli, kókþambi og
prinspólóáti, jólasveinahasar
og gottipoka í nesti. Þarna
varfrítt og mikið lið
sölubarna, og starfmenn
fjölmenntu með börnin sín.
Krakkarnir kepptu í
spurningaleik og kókdrykkju,
þau fengu að syngja við
undirleik hljómsveitarinnar,
sem Friðrik Theódórsson
stjórnaði, og þau voru
sérstaklega dugleg að dansa,
bæði hina hefðbundnu
jóladansa og einnig
nýtískulegri dansa inn á milli,
eins og la bostella, konga og
rokk, og allt féll þetta vel í
kramið, að því er best varð
séð og heyrt. Hápunkturinn
var, þegar jólasveinarnir
birtust, en þeirvoru hinir
skemmtilegustu og harla
nýstárlegir, sumir í gamla
þjóðlega stílnum, aðrir í
alþjóðlegum sanktakláusstíl,
og svo var einn, sem kom á
vélhjóli með hjálm á höfði og
kvaðst heita jógúrtgámur, því
nú væru ekki lengur neinir
askar til að sleikja, svo hann
yrði bara að vera í takt við
tímann. Þarna kom líka hún
Leiðindaskjóða, og meira að
segja Grýla gamla leit þarna
inn og taldi ekki eftir sér að
rokka svolítið í kringum
jólatréð viðstöddum til
rnikillaránægju.
Við birtum hér nokkrar
svipmyndirfrá
skemmtuninni.
Hinn kunni rithöfundur Charles Dickens, sem andaðist
árið 1870, var frægasti rithöfundur síns tíma og mjög
dáður. Enn þann dag i dag skemmta milljónir lesenda
sér með Pickwick og gráta með David Copperfield og
Oliver Twist. En hinn vinsæli og dáði Charles Dickens
var í rauninni einmana, þegar hann lést, lifið og ástin
hafði leikið hann hart. Stúlkan, sem hann elskaði af
heilum hug, sveik hann — en hún gerði hann lika að
rithöfundi. 1 næsta blaði má lesa um æskuást Charles
Dickens.
DICKENS
ÁRAMÖTI ÞÓRSMÖRK
Áramót kalla á eitthvað sérstakt, þá finnst öllum þeir
verða að gera sér einhvern dagamun. Flestir eyða
nóttinni í félagsskap kunningja heima hjó sér eða þeim
en svo eru aðrir, sem láta sér það ekki nægja, heldur
takast á hendur ferð um óbyggðir til að halda upp á
þessi merku tímamót. í næstu Viku birtast nokkrar
myndir og frásögn af ferð Ferðafélags Islands i
Þórsmörk, þar sem haldið var upp á áramótin með
voldugu báli, söng og gleðskap fram eftir nóttu.
VIKAN. Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaðamenn: Aðalsteinn Ásb. aigurðsson,
Anna Kristine Magnúsdóttir, Sigurjón Jóhannsson. Útlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari:
Jim Snvart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjóm og auglýsingar i Síðumúla 12. Simar
35320—35323. Afgreiðsla og dreifing i Þverholti 11. Sími 36720. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 400.
Áskriftarverð kr. 1500 pr. mánuð, kr. 4500 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, eða kr. 8460 fyrir 26 tölubl.
hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: Nóvember, febrúar, mai, ágúst.
4. TBL. VIKAN 47
I NÆSTU VIKU
SPILVERKIÐ -
HLJÖMSVEIT ÁRSINS
Eins og fram kemur í þessu blaði, þá hefur vinsældaval
Vikunnar og Dagblaðsins skorið mjög ákveðið úr um
ógæti Spilverks þjóðanna. Hljómsveit ársins, vin-
sælasta platan, vinsælasta lag ársins, vinsælasta
söngkonan, allt þetta skrifast á Spilverkið, auk þess
sem hópurinn hlaut góða útkomu í valinu um besta
lagasmið og textasmið, og Egill Ölafsson varð semidúx
í söngvarahópnum. Þetta er glæsilegur vitnisburður,
sem þátttakendur í vinsældavalinu eru áreiðanlega ekki
einirum að vilja gefa þeim. í næsta blaði ræðir Vikan
við þetta frækna lið — Spilverk þjóðanna.
RÆTT VIÐ PÁLÍNU
JÖNMUNDSDÖTTUR
íslendingar virðast ákaflega gefnir fyrir sýningar af
öllu tagi, það sannar reynsla síðustu ára. I sambandi
við vörusýningarnar í Laugardalshöllinni hafa verið
haldnar meiri háttar tískusýningar, sem vakið hafa
mikla athygli. Þar hafa margir lagt hönd að verki, en
drjúgan þátt má skrifa á reikning Pálinu Jónmunds-
dóttur, sem mörgum er kunn. Vikan heimsótti Pálínu
og rabbaði við hana um sitt af hverju, en aðallega um
tískufatnað, hönnun og sýningar. Viðtalið birtist í
næstu Viku.
ÆSKUÁST CHARLES