Vikan


Vikan - 09.02.1978, Blaðsíða 43

Vikan - 09.02.1978, Blaðsíða 43
Hann hélt henni fast upp að sér, og rödd hans var lág og þýð, þegar hann sagði: — Ebba Erlandson... hún elskar drenginn. Þú varst ekki sanngjörn gagnvart henni, þegar þú sagðir mér frá málavöxtum. Reiðiglampa brá fyrir í augum Júlíu, og hún vatt sér úr faðmi hans. — Víst elskar hún hann, sagði hún hörkulega. — Hin fórnfúsa móðir, sem tók barnið mitt frá mér. Hún, sem hafði hann á brjósti. Þó nú væri! Allt í einu breyttist radd- blærinn. — Þú skilur þetta ekki, Henrik. En eftir að ég sá hann, þá vildi ég ekki eiga hann. Hann vakti andúð mína, hann var ekki minn. En samtímis hataði ég hana. — Og nú vilt þú segja, að ég geti ekki gert neinar kröfur til þín, sagði Henrik stuttur í spuna. — Þú vilt vera frjáls og óháð og.... Það var barið lágt og hæversk- lega að dyrum, og hann þagnaði í miðri setningu. Hann gekk fram og opnaði. — Frú Erlandson! Hvað í ósköpunum.... EBBA VAR náföl í andliti og þreytuleg. Hve lengi hafði hún staðið utan dyra, hve mikið hafði hún heyrt? Ef hún hefur legið á hleri, heldur hún sjálfsagt, að nú geti hún ráðið gang mála, hugsaði Henrik ergilegur í bragði. En svo langt erum við ekki komin, að... Hann sagði hranalega: — Gangið þér inn, þér hafið varla hugsað yður að standa utan dyra. Hún gekk nokkur skref inn í herbergið, og hann tók fram stól handa henni. — Hvað viltu, hvers vegna kemurðu hingað? spurði Júlía snöggt. — Ég ætla bara að biðja ykkur að hugsa nánar um málið. Það er ekki okkur, sem það varðar, ekki mig eða Lúkas eða vilja okkar, og það er ekki heldur ykkur, sem það skiptir mestu. Ég ætla að biðja ykkur að hugsa um drenginn. — Eins og við höfum ekki gert það nú þegar. Þau sögðu þetta samtímis, Júlía með hárri skrækri röddu, Henrik djúpri harmþrunginni röddu. Hann snéri sér undan, hann þoldi ekki að horfa framan i Ebbu, vildi ekki sjá sársaukann i augum hennar. — Viljið þér kannski tjá yður greinilegar, frú Erlandson, sagði hann, og röddin var nú yfirveguð og róleg. — Ég var að hugsa um, að þar sem þið væruð á. ferðalögum út í heimi, þá væri varla þægilegt að vera með smábam. Hann þarfnast umhyggju, einhvers, sem alltaf hugsar um hann, hann þarf frið og ró. Ást og... hún þagnaði og horfði niður í kjöltu sína. — Og þú heldur sem sagt, að þú sért sú eina, sem getur gefið honum allt þetta? sagði Júlía hranalega. - Já. Hún sagði aðeins þetta eina orð. Það varð steinhljóð í herberginu. Júlía kastaði til höfðinu, hún var búin að gleyma því, sem hún hafði verið að segja við Henrik rétt áður en Ebba kom. En Henrik hafði ekki gleymt því, og hann sat og horfði á hana og hnyklaði brýmar hugsi. — Ef þið elskið hann, ef þið viljið honum allt hið besta, hélt Ebba áfram, svo lágt að varla varð greint. — Ef þið elskið hann, eins og ég geri, þá hugsið þið um, hvað honum verður fyrir bestu. Þið hugsið um, hvemig honum líði best núna, í uppvextinum og í framtíðinni. Sem sonur Lúkasar Erlandsonar er hann erfingi að einum elsta og stærsta herragarði landsins. Hann verður á allan hátt jafnrétthár okkar eigin bömum... — Ef þið eignist þá nokkur! greip Júlía fram í hatursfullum tón. — Þú veist vel, að ég er bamshafandi, sagði Ebba stillilega. — Já, en... — Þegiðu! Rödd Henriks var svo 6. TBL. VIKAN 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.