Vikan


Vikan - 09.03.1978, Blaðsíða 41

Vikan - 09.03.1978, Blaðsíða 41
„Tim.” „Ég veit. Whiteshire segir, að um leið og það fréttist, að Hakners hjónin hafi keypt myndirnar mínar, þá gætu sérfræðingar hérna farið að fá áhuga á mér. Hver veit. Allt sem ég veit, er að Whiteshire verðlagði hverja mynd á tvö hundruð gíneur, og Cyrus X. deplaði ekki einu sinni auga. Elsku Lucy mín. Til að ég missi nú ekki alveg glóruna, þá skulum við tala um eitthvað annað. Hvernig hefur þér liðið?” „Mjög vel.” Hún ætlaði svo sannarlega ekki að fara að eyðileggja þennan merkilegasta dag í lífi Tims með einhverri bjánalegri sögu um flækingsræfil, sem hafði stolið einni vinflöskunni hans Alecs, eða þeirri óhugnanlegu tilfinningu, sem hún var gripin við það, að einhver ókunnugur maður starði á hana. „Það kom bréf frá Robin. Hann er búinn að ákveða, að hann langar í hjólið í afmælisgjöf.” „Hann skal svo sannarlega fá það. Og þú, Lucy, hugsaðu þér, hvað ég kem til með að geta keypt handa þér, þegar ég hef peninga á miili handanna. Ég hef að vísu ekkert á móti því að vera fátækur alla mína ævi, en það veldur hverjum manni sársauka, sem ekki getur séð fyrir konunni sinni.” „En ástin min, þú gerir það.” Hann hristi höfuðið. „Lucy, veistu yfir hverju ég verð hamingju- samastur, ef samningarnir við Hakners hjónin takast? Að geta sannaðþaðfyrirföðurþinum, jafnvel þó að hann sé dáinn, að ég geti séð fyrir dóttur hans, og sanna það svo rækilega fyrir henni, að hún komi aldrei til með að sjá eftir því að hafa gifst mér. Það er mér þúsund sinnum dýrmætara en þó ég fengi mynd eftir mig hengda upp í Tate listasafninu.” Hin mikla eftirvænting, sem þau voru gripin allan þennan dag, hafði þau áhrif á þau, að þau fylltust takmarkalausri ró og þeirri fullvissu, að þau stæðu á timamótum. Annað hvort færu þau niður eða upp, ekkert yrði eins og áður. Eftir kvöldmat eyddi Tim þremur klukkustundum úti i vinnustofunni, og þegar hann kom inn aftur, brostu þau til hvors annars þvert yfir herbergið með slíkri tilfinningu, að engin orð megnuðu að lýsa því. Það var ekkert frost þessa nótt, en rétt fyrir dögun kom norð-austan stormur, sem æddi um og hrakti trén til og frá í villtum dansi, og svo hvein i steinveggjum hússins, að kveðjuorð Tims drukknuðu næst- um því í ýlfri óveðursins, er hann barðist á móti gráu regninu í átt að bilskúrnum. Hann gerði ráð fyrir því að komast heim um kvöldið, líklegast um sexleytið, og ætlaði að geyma bUinn á lestarstöðinni til að Lucy þyrfti ekki að aka tvisvar sinnum fram og til baka. Næstu klukkustundir liðu svo óendanlega hægt, að er hún leit á klukkuna, virtust vísar hennar hafa stansað. Án þess að hafa nokkurt vald á hugsunum sínum, reyndi Lucy að gera allt, sem henni datt í hug. Gerði við litin lög og olnboga á peysu af rI’im og fylgdist allan tímann með regninu, þvi einhvern tíma fyrir myrkur varð hún að fara út til að skera upp siðustu rósa- kálhöfuðin. Storminn lægði, er hún var úti, og þegar hún hljóp til baka að húsinu var hún rennandi vot í lekum stigvélunum. Hún sparkaði þeim af sér i forstofunni og fór inn í eldhúsið til þess að hreinsa kálið og sjóða það, áður en hún fengi sér tebolla. Hún var á leiðinni með tebollann að arineldinum í setustofunni. þrtta geri ég fyrirþig Aðstoða við að orða auglýsingu þína, ef þú óskar. Svara í síma fyrir þig. Veiti fyrirspyrjendum upplýsingar um það sem þú auglýsir og tek við tilboðum sem berast. Njóttu góðrar þjónustu ókeypis. Opið til kl. 10 í kvöld. BIAÐIÐ Dagblaðið, smáauglýsingaþjónusta. Afgreiðsla Þverholti 11, sími 27022 10. TBL.VIKAN 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.