Vikan


Vikan - 15.06.1978, Síða 17

Vikan - 15.06.1978, Síða 17
Lánsfjaðrir skipta um föt hér úti i kirkjugarði, ertu snarvitlaus? — Komdu á bak við með mér. Þar er stór runni, sem skýlir ykkur við bak- dyrnar, sagði ég. — Þú ert ekki með réttu ráði, drengur, hvæsti hann milli samanbit- inna tannanna. — Við getum ekki notað forkirkjuna, sagði ég. Og Maggie slær hann i rot ef hann mætir i þessum skrúða, sem hann stendur í núna. — En hvað heldur þú, að Díana geri við mig, sagði hann, ef ég verð hand- tekinn á nærklæðunum einum fata í kirkjugarðinu. — Vertu ekki smeykur, ég held vörð. — Ekki til að tala um, góði vin, sagði hann og skálmaði stórstígur inn i kirkju tilsinnarkonu. Tveir svokallaðir vinir svöruðu á sömu lund. Ég varð að hvislast á við þá inni í kirkjunni, því nú var tíminn alveg að hlaupa frá okkur. Nú ók vagn upp að kirkjunni með brúðarmeyjamar, Penny og stúlku, sem Lára hét. Mér heppnaðist að kreista bros fram á varirnar og veifa snöggt til Pennyar og þaut svo til Péturs sem stóðog beið upp við runnann. — Það fæst enginn til að skipta, sagði ég. Þeir fást alls ekki til þess, þessi bannsettir þrjótar. Hann var kominn hálfa leið úr skrúðanum, áður en ég lauk máli mínu. Nú já, það var vist ekki um neitt að velja. Ég gat ekki slegist við hann, þegar hann var i þessu skapi. Og ekki vildi ég eiga á hættu að verða dregin fyrir lög og rétt fyrir óspektir i kirkjugarðinum. — Þú færð bara jakkan, sagði ég. Ég fer ekki úr buxunum. Ekki til að tala um. — Og vestið, sagði hann. Þrátt fyrir þessa voðalegu geðshræringu, sem maðurinn var kominn í, skildi hann, að ekki þýddi að tala um meira. Þetta var allt skelfilega neyðarlegt. Við urðum að þjóta inneftir kirkju- gólfinu, áður en vagninn með Maggie og pabba æki upp að kirkjudyrunum. 1 vasa Ioðfeldsins höfðum við verið svo heppnir að ftnna snærishönk og gátum bundið buxurnar upp um hann, svo að i rauninni leit hann ekki sem verst út eftir allt saman. Reyndar var hann ansi fyrir- ferðarmikill yfir brjóstið. En guð sé oss næstur, þið hefðuð átt að sjá útganginn á mér.. Það var ekki neitt lil að taka ofan fyrir. Vestið náði niður á hné, og jakkinn var líkastur trúðsjakka. Hún var dásamleg. Ég verð að viður- kenna það, þó hún sé systir mín, get ég ekki orða bundist. Engan gat grunað, að hún hefði lumbrað óþyrmilega á sinum heittelskaða bróður hér áður fyrr. Jæja, en áfram með smjörið. Það var þetta með hringana, sem vakti athygli hennar. Skiljið þið, hann var með þá á sér eða svo virtist. Þegar stundin rann upp, og presturinn lyfti augabrúnum til merkis um. að nú mætti draga upp hringana, stóð ég og rótaði i öllum vösum árangurslaust. — Þú ert með þá, hvíslaði ég til Péturs. Hann fálmaði eitthvað með höndunum, og svo byrjuðu buxurnar að siga. Fram að þessu hafði hann haldið handleggjunum þétt að siðunum til að buxurnar héldust örugglega á sínum stað. Og meðan fætur hans urðu hægt og hægt eins og harmonikkubelgur hvæsti hann til baka: — Ég er ekki með þá. Þeir eru ekki i vösunum. Og nú mundi ég, að hann hafði rétt fyrir sér. i öllu irafárinu hafði ég gleymt þeim á snyrtiborðinu, þar lágu þeir innan um smápeninga og annað lauslegt úr vösum minaum. En hann þurfti ekki að kenna mér um það. Þetta var allt honum að kenna, honum og þessari vitlausu öskju, sem hann hafði sjálfur dröslað heim. Hann fengi mig aldrei til að vera svaramaður aftur, aldrei I lifinu.. Ég sagði — og það getur vel verið, að augun hafi rúllað i kollinum á mér: - — Þeir eru heima á borði. En hringana má ekki vanta, einn var betri en ekki neinn. Fagmaðurinn þekkti reglurnar, og presturinn sveik ekki sitt kall: — Fáðu lánaðan hring. hvislaði hann. Ég læddist til mömmu. Hún var strax farin að tosa í hringinn sinn. — Ég get ekki náð honum af mér, stundi hún. — Hér, sagði einhver á bak við. Diana, kona Toms, rétti fram hringinn sinn. Ég hrifsaði hann til mín og flýtti mér aftur upp að altarinu. Ég varð að draga upp ermarnar til að geta afhent hringinn. Maggie stóð eins og dauða- dæmd. Andlit hennar var náfölt og svip- brigðalaust. Hún hafði komist að öllu saman. Þarf ég í rauninni að segja nokkuð meira? Er ekki óþarfi að minnast á það, hvernig hann þvældist i buxna- skálmunum, þegar hann kraup við altarið, að ég nefni nú ekki ósköpin, þegar hann átti að standa aftur á fætur. Presturinn varð að rétta honum hjálparhönd. Og ég held, að við sláum alveg striki yfir marsinn út úr kirkjunni. Og líklega hefur hanh tapað glórunni alveg, þegar hann skellti á sig hattinum á kirkjutröppunum. Hann náði niður fyrir augu. Við höfðum gleymt að skipta á höttum. i veislunni féll engin athugasemd. Þrátt fyrir brúðkaupsbrosið á vörum Maggiar, var auðséð, að það náði ekki til augnanna. Ég hafði undirbúið stór- snjalla ræðu, en hún stóð alveg föst í hálsinum á mér. Ég las bara upp skeytin, sem borist höfðu, og settist. Mamma var jafn svipþung og Maggie, og það var Jenny líka. Hún var alltaf að reyna að ná mér afsíðis, en ég komst alltaf undan. Við stóðum og veifuðum, þegar þau óku á brott með skó og potta dansandi í snæri aftan i bilnum. Hann var búinn að skipta um föt, en áður en hún kastaði brúðarvendinum, keyrði hún hann í höfuðið á honum. Hánn átti eftir að sjá það svartara. Það var hans mál. Ég átti nóg með mig. Fólkið var farið að týnast burtu, og það þýddi, að nú var erfiðara að komast undan og fela sig. Penny náði i mig á undan mömmu. Hún sagði: — Reyndu ekki neinar kúnstir, ég þarf að tala við þig. Við gengum útfyrir. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði ég ekkert haft á móti því að vera einn með Penny. En einmitt núna var ég ekki spenntur. Þegar við komum út í garðinn, sagði hún: — Nú! Mætti ég fá skýrtngu á þessum skripaleik? — Hann fékk ranga öskju, byrjaði ég. — O, haltu þér saman, sagði hún, eða ég kyrki þig. Svona er það. Hún heimtar skýringu og vill svo ekki hlusta á hana. Það er ekki sanngjamt. En hún hafði nú samt heyrt, hvað ég sagði: — Fifl getið þið verið — hvers vegna hringduð þið ekki á lögregluna? — Hann hefði aldrei látið gifta sig í lögregluþjónsbúningi, sagði ég. — Þorskhaus, sagði hún. Þeir hefðu fundið út úr þessum misskilningi. Þeir hefðu haft upp á þei- , sem fékk öskjuna hans Péturs. Gerir þú þér grein fyrir, hvað þið hafið gert? Eyðilegt stærsta dag i lifi ungrar stúlku! Aumingja Maggie! O, ég gæti lamið þig. Og þessi bjáni! Hún var greinilega ekki hrifin af bróður sínum núna. Ég reyndi að tauta eitthvað og bera i bætifláka fyrir okkur: — Það er einmitt af svonalöguðu, sem hægt er að hafa gaman eftir á — eftir 30 ár verður hlegið að þessu. — Það er nú býsna langt þangað til, vinurinn, þið eigið nú báðir eftir að komast að því, hvar Davið keypti ölið, áðuren þarað kemur. — Heldurðu, að hún komist aldrei yfir þetta? Mér var farið að detta i hug, að ég hefði bókstaflega lagt líf systur minnarí rúst. Penny brosti dauft. — O, ætli það ekki. Maggie er ekki langrækin. En hún lætur hann fá það óþvegið, skal ég segja þér. — Það verða þokkalegir hveitibrauðs- dagar, sagði ég. — Hveitibrauðsdagarnir eru ekki það sama og langt hjónaband, sagði Penny. Hún elskar hann. Ekki skil ég hvers vegna. Þetta bjargast allt saman. Heyrðu, er ekki mamma þin að kalla, spurði hún og snéri sér að húsinu. — Jú, jú, sagði ég. Ég þekki hljóðin. Þetta er sami tónninn og þegar ég kveikti i garðskúrnum forðum. Penny brosti: — Ég skal styðja þig, þetta var nú ekki allt þér að kenna. Og þetta var alls ekki mér að kenna. — Má ég kyssa þig? spurði ég auðmjúkur. — Nei, sagði hún. Alls ekki i þessum grímubúningi. En hún stakk hendinni i handarkrika minn, og við gengum yfir grasflötina til yfirheyrslu hjá mömmu. Allt I einu skellti hún upp úr. Hún hló skærum, dillandi hlátri. Ég stansaði og tók utan um hana. — Hvað er svona sniðugt? spurði ég. Mig langaði til að hlæja með henni. — Stóri jakkainn. sagði hún, sá, sem hefur fengið öskjuna hans Péturs, hvernig heldur þú, að hann hafi litið út? Mér þætti gaman að vita, hvernig hveiti- brauðsdagarnir verða hjá honum! Endir 24. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.