Vikan


Vikan - 15.06.1978, Qupperneq 23

Vikan - 15.06.1978, Qupperneq 23
ofurmenni, sem engum reglum þurfa að fylgja.” „Okkar maður trúir þvi að hann sé ofurmenni." „Einmitt. Við höfum um þrennt að ræða, ef hætta steðjar að, Angeli. Flótta, raunhæft samkomulag eða árás. Okkar maður kýs árás." „Þannig að hann er brjálaður.” „Nei. Slikt fólk drepur yfirleitt aldrei. Einbeitingarsvið þess er ofboðslega stutt. Við eigum við að etja mann, sem er miklu flóknari. Hann gæti verið sómatískur, hýpófrenískur, kleifhugi, hringhugi — eða einhver blanda af þessu. Við gætum átt i höggi við fúgu — tímabundið minnisleysi með undanfar- andi órökréttum athöfnum. En málið er það, að öllum virðist útlit hans og hegðun fullkomlega eðlileg." „Þannig að við höfum ekkert til að byggja á.” „Þér skjátlast. Við höfum heilmikið til að byggja á. Ég get gefið þér útlits- lýsingu af honum,” sagði Judd. Hann pírði augun og einbeitti sér. „Don Vinton er meira en i meðallagi Jiá- vaxinn, vel byggður og með stæltan líkama. Hann er snyrtilegur í útlitiog ná- kvæmur i öllum sínum athöfnum. Hann hefur enga listræna hæfileika. Hann málar hvorki, né skrifar, né leikur á pianó." Angeli starði á hann með opinn munninn. Judd hélt áfram. Hann talaði hraðar — hitaði sig upp. Hann er ekki í neinum klúbbum eða félagssamtökum. Ekki nema hann stjórni þeim. Hann er maður, sem verður að ráða. Hann er miskunnarlaus og óþolinmóður. Hann hugsar stórt. Hann myndi til að mynda aldrei taka þátt í neinum smáþjófn- uðum. Ef hann væri á sakaskrá, þá væri það fyrir bankarán, mannrán eða morð.” Ákafi Judd jókst. Myndin varð skýrari í huga hans. „Þegar þið náið honum, munuð þið komast að því, að annað hvort foreldri hans vísaði honum ábugþegar hann var barn.”. Angeli greip frammi fyrir honum. „Læknir, ég vil ekki skjóta blöðruna þína niður, en það gæti verið um að ræða brjálaðan og illa farin eiturlyfja- neytanda, sem —”, „Nei. Maðurinn, sem við erum að leita að notar ekki fíkniefni.” Rödd Judds var örugg. „Ég skal segja þér fleira um hann. Hann tók þátt í keppnis- greinum í skóla. Fótbolta eða hokkii. Hann hefur engan áhuga á skák, orða- leikjumeðagátum." Angeli horfði vantrúaður á hann. „Mennimir voru fleiri en einn,” mót- mælti hann. „Þaðsagðirðusjálfur.” „Ég er að lýsa Don Vinton fyrir þér," sagði Judd. „Heilanum á bak við þetta allt. Ég skal segja þér enn fleira um hann. Hann er af latnesku kyni.” „Hvers vegna heldurðu það?” „Vegna aðferðanna, sem hann notaði við morðin. Hnífur — sýra — sprengja. Hann er suður-ameriskur, italskur eða spænskur." Hann dró djúpt andann. „Þarna hefurðu lýsinguna þína. Þetta er maðurinn, sem framdi morðin þrjú og er áð reyna að drepa m ig.” Angeli kingdi. „Hvernig veistu þetta allt?” Judd settist niður og hallaði sér í átt til Angeli. „Þaðerstarf mitt.” „Andlega hliðin, mikið rétt. En hvernig geturðu gefið útlitslýsingu af manni, sem þú hefur aldrei séð?” „Ég byggi á líkum. Læknir, sem hét Kretschmer komst að því, að áttatíu og fimm af hundraði fólks, sem þjáðisl af ossóknarbrjálæði er vel vaxið og með stæltan líkama. Okkar maður er greinilega ofsóknarmaður. Hann hefur stórmennskuhugmyndir. Hann hefur mikilmennskubrjálæði og telur sig' ofar lögunum.” „Hvers vegna er þá ekki löngu búið að loka hann inni?” Vegna þess að hann notar grimu.” „Hann hvað?” Umhverfis jöróina á30dögum meó einkaþjón ef þú óskar Og að sjálfsögðu býður þú með þér gesti á kostnað Dagblaðsins.Slík eru sigurlaunin í áskrifendaleiknum núna. Gistar verða nokkrar helstu stórborgir heims, þar sem dvalið verður á lúxushótelum og má þar nefna Royal Cliff Hotel í Bangkok, sem taliðereittglæsilegasta hótel jarðarinnar. Ferðaskrifstofan Sunna sér um ferðina. Því fyrr sem þú gerist áskrifandi og' þar með þátttakandi í áskrifendaleiknum, því fleiri möguleika hefur þú til að hreppa hnossið. Njóttu þeirrar eftirvæntingar og spennu sem fylgir því að vera með í áskrifendaleiknum okkar. BIABIB Áskrifendasími 27022 24. TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.