Vikan


Vikan - 15.06.1978, Síða 26

Vikan - 15.06.1978, Síða 26
i mom VJKU Spakmæli vikunnar.. • Sársauki og dauði er ekki það versta sem getur hent þig. Verstur er einmanaleikinn og næstverst, þegarfólk hættirað taka mark áþér. • Efþú lifir ekki erfiða daga, þú muntu ekki minnast góðra daga. • Erfiðasta hlutverk, sem hugsast getur, er að vera þrestsfrú og starfa um leið t verslun sem selur kvenskð! Helst að gömul Ijón gerist mannætur Ljón eru yfirleitt rólynd og friðelsk og eru reynd- ar eina dýrið af kattar- tegundinni, sem lifir hóplifi — allt að 35 í flokki. Ef ljón yfirgefur hópinn í lengri eða skemmri tíma er því fagnað þegar það birtist á ný, á þann hátt að ljónin leggja kinn við kinn. Hóplífið er yfirleitt ákaflega friðsælt, enda verja ljón um 20 klukku- stundum á sólarhring í svefn eða hvíld. Ljón drepa vissulega önnur dýr, en ekki nema af nauðsyn — þegar hungur sverfur að, og aldrei nema eitt dýr í einu. Fullorðið ljón getur tekið hraustlega til matar síns, borðað allt að 75 pund af kjöti i eina máltíð. Snjöll en einföld lausn Börn eiga ekki að vera í framsætum bifreiða, en það er samt þægilegri staður þegar móðirin situr undir stýri. Fyrirtækið General Motors hefur nú látið hanna körfu, sem hægt er að setja í framsætið og spenna niður með bilbelti. Þegar móðirin fer úr bílnum til að versla, þá setur hún körfuna einfaldlega i létta grind, og þá er kominn hinn ágætasti barna- vagn. Einföld og snjöll lausn. Ljón eru ótrúlega sterk. Þau geta borið tvöfalda eigin þyngd: — karldýrin eru oftast 350 — 400 pund á þyngd, en kvendýrin 250 til 300 pund. Ljón getur auðveldlega lagt að velli uxa, sem er tvöfalt stærri en það, og ljón hafa sést drepa hina hræðilegu krókódíla. Algengasta bráð ljónanna eru sebra- dýr, antilópur og buffalóar en þau hafa einnig sést éta fisk, skjaldbökur og fugla. Þegar aldur færist yfir ljónið og það getur ekki lengur klófest fótfrá dýr, er fyrst hætta á að það gerist mannæta. Talið er að ljón eitt í Tanganyika hafi drepið 300 manns. Þegar kemur að fengi- tímanum, þá stendur samband milli karldýrs og kvendýrs í tvær vikur. Ljónynjan gengur með í 108 daga og gýtur tveimur til sex hvolpum. Yfirleitt ná tveir eða þrír einhverjum þroska. Hér áður fyrr voru ljón í allri Afríku, i Austurlöndum nær og fjær og jafnvel á nokkrum stöðum í Evrópu. Nú er ljón að finna mestan part í austur- og miðhluta Afríku og eru flest í þjóðgörðum. Um 200 ljón lifa enn í Indlandi. 26 VIKAN 24. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.