Vikan


Vikan - 15.06.1978, Síða 38

Vikan - 15.06.1978, Síða 38
Ilnjturmn 21.m;irs 20.:i|iríl N.uiiirt 21. ipril 2l.ni:ii Tiihurarnir 22.mai 2l.júni Ytri aöstæður þvinga þig til aö taka mik.il- væga ákvöröun á vinnu- stað. Þér þýðir ekki aö skjóta þér undan þvi, og allt bendir til, að þér takist að velja besta Þú verður fyrir von- brigðum á vinnustað, en það dregur sáralitinn dilk á eftir sér. Á móti keniur. að fjölskyldulifið verður óvenjulega ánægjulegt þessa viku. Það er einhver uppreisn i þér þessa dagana, og öll sólarmerki benda til, að þér væri nær að hafa á þér hemil. Reyndu að beina huganum á hættulausarbrautir. kostinn. kr. Iihiiui 22. juni 2.V júli Tilfinningalifið verður fjölskrúðugt næstu daga. Vinur þinn veldur byltingu i lifi þinu með þvi að brcgðast algjör- lega á annan veg við vissu máli en þú hafðir búist við. Þú tekur mikilvæga ákvörðun næstu daga, sem á eftir að reynast þér happadrjúg. Hins vegar máttu vera á verði, þegar heilsan er annars vegar. Slciniít ilin 22. dcs. 20. jan. Nú er rétti tíminn til að dusta rykið af gömlum fyrirheitum og efna þau Þaugeturnáð góðum árangri, ef vilji er fyrir hendi. Helgin getur orðið bráðskemmtileg. I.joni'S 24. jii11 24. ;ii>ij*l Togstreita tveggja manna, sem eru þér nákomnir, valda þér miklu hugarangri. Næstu daga leysist það mál, svo að sæmilega má við una. Sunnu- dagurinn verður einkar ánægjulegur. SporAdrckinn 24.okl. 2.4.nót. Starfsframi þinn er i brennidepli næstu viku, og þér veitir ekki af því að helga þig þeim málum algjörlega. Félagsleg upplyfting verður að biða betri tima. Þú hefur um of reynt að skjóta þér undan þvi að taka afstöðu I erfiðu máli. Nú er rétti timinn til að horfast i augu við erfiðleikana og afgreiða þá með rothöggi!. Hoi<ni:iAurinn 24.nót. 2l.dcs. Þegar tilfinningalífið er t uppnámi, getur verið gott að sækja sér hugar- ró til náttúrunnar, dunda í garðinum. fara í gönguferðir eða eitthvað slikt. Athugaðu þetta! \:ilnshcrinn 2l.jan. I‘>.fchr. Þú átt við viss vanda- mál að striða i einka- lífinu, sem ekki verða leyst í bráð. Láttu það ekki buga þig, og mundu, að vinnan er besti læknirinn, þegar svona er ástatt. Fiskarnir 20.fchr. 20.m irs Ef einhver á skilið upplyftingu núna, þá ert það þú. Og það er næstum sama, hvað þér dytti i hug i þvi skyni, þaðhlýturaðtakastog . verða eftirminnilegt. niður I hann. Hún starði á glasið sitt og dreypti á því. „Þeir” — hún bandaði hendinni I átt til stigans — „þeir eru bara ruslaralýður. Það er óskemmti- leg tilhugsun, hvernig þeir hafa gengið frá svefnherbergjunum." Hún lyfti hendinni i mótmælaskyni, þegar Maggie ætlaði að risa á fætur. „Sestu niður. Við skulum ekki einu sinni ' lita á þau, fyrr en við erum búnar úr glösunum. Æ, þetta er allt svo flókið!” „Segðu mér frá þvi,” sagði Maggie. „Elskan min, ég myndi treysta þér fyrir lífi mínu, en þetta er ekki eins hættulegt og það lítur út fyrir að vera. Það er” — hún hikaði — „hálfgerður leikur, sem ég hef grætt svolitið á." „Og heilmikil vandræði." „Þetta er í fyrsta sinn, sem eitthvað gengur úrskeiðis.” „Ég skil þetta ekki." sagði Maggie. „Þú virðist ekkert hrædd við þessa náunga. Ekki svona í raun og veru.” Donna fékk sér drjúgan sopa úr glasinu sinu. „Eg var hrædd," viðurkenndi hún. „En ekki mikið. Ég átti að vera hrædd — svolitið hrædd. En ég er mikils virði fyrir þá, skilurðu, og þeir gera mér ekkert verulega illt. Þeir.... merkja mig ekki. Útlit mitt skiptir miklu máli.” „Þetta stendur þá i einhverju sam- bandi við fyrirsætustarf þitt?” „Nei, það gerir þaðekki.” „H vað þá? Og hvað m isheppnaðist?" „Það get ég ekki sagt þér, elsku Maggie. Það get ég ómögulega. En það er ekkert, sem þú þarft að hafa áhyggjur af. Gættu þín bara, elskan.” „Á ég að gæta min? Ó, já, ég skil. Nú þegar ég er búin að sjá þá, þá skal ég gera það." „Það er ekki málið. Þú sérð þá kannski aftur. Það skiptir engu máli.” „Hér?” „Nei. ekki endilega hér. Bara... einhvers staðar.” „Ég kalla á lögregluna. ef þeir koma aftur hingað." „Elsku Maggie, ekki gera það. Ég hleypti þeim inn. Þeir voru hér ekki í óleyfi.” „Jæja, ég hleypi þeim ekki inn.” „Nei, gerðu það ekki. En þeir koma sjálfsagt ekki heldur, meðan þú ert ein hérna. Það er það, sem að er — þú ert hér, og þú átt hálfa ibúðina. Núna vita þeir það.” Donna brosti breitt til systur sinnar, eins og hún vildi biðja hana að taka þessu sem gamanmáli. „Af hverju ætti það að skipta máli?” spurði Maggie. Henni var ekki skemmt. „Þetta nægir, elskan. Afgangurinn skiptir engu máli. Gleymdu þessu nú. Loks get ég spurt þig að því: „„Skemmt irðu þér vel með Steve?” „Dásamlega. Þakka þér fyrir lánið á sjalinu. Ekki svo að skilja, að þú hafir lánað mér það. Ég tók það bara. Er þér ekki sama?” Donna hló. „Auðvitað. Þetta er eins og i gamla daga." „Ég vonaði, að þú myndir taka því þannig.” Maggie tók sjalið af öxlum sér og stóð upp. Hún hafði sjalið yfir öðrum handleggnum. Donna staði á hana, hálft i hvoru vantrúuð, hálft I hvoru ánægð" „Hvaðer að?” spurði Maggie. „Hvar náðirðu i hana?” Maggie leit niður eftir sér, en mundi svo eftir nælunni og snerti við henni. „Þessa? Þú átt hana." „Ég veit, að ég á hana, en hvar náðirðu í hana?” spurði Donna. „Hún var föst í sængurfötunum, sem þú settir á rúmið mitt. Reyndar fór ég með hana inn til þín, áður en ég fór út I dag, en þú varst sofandi, og ég vildi ekki ónáða þig. Svo ég —” Maggie yppti öxlum.— „Ég setti hana í skúffu í her- berginu mínu. Svo þegar ég keypti þennan kjól , þá vantaði mig eitthvað til að skreyta hana með. Er þér ekki sama?” „Sama? Maggie, elskan mín. þú hefur alveg bjargað mér. Þetta er stórkostlega 'fyndið!! Nælan hefur sjálfsagt festst i sængurfötunum, þegar ég fór með þau inn til þín. Ég var með hana, þegar ég varí buxnadragtinni.” „Já,” sagði Maggie og furðaði sig á þvi, hvers vegna hún andmælti ekki þessari fullyrðingu. Donna skipti um föt löngu áður, og þegar Maggie fór inn til hennar, sá hún svipaða nælu i jakka- kraganum. Henni kom ekkert við, hvernig þessi næla hafði festst I sængur- fötum eða hvenær. Maggie tók næluna úr kjólnum, horfði á hana og snéri henni í lófa sér. „Hvers vegna ertu að skoða aftan á hana?” Það var hvass tónn í rödd Donnu. „Ég er að leita að tvíburamerkinu." „Hvernig vissirðu um það?” „Jules sagði mér það í morgun.” „Ég vissi ekki, að þið hefðuð hist.” „Guð minn góður — hvenær hefði ég svo átt að segja þér það? Við töluðumst aðeins við fáeinar mínútur. Ég leit við i búðinni, þegar ég fór í bæinn. Ég hitti líka Dick Evans. Veslings maðurinn." „Hræðilegt, finnst þér ekki?„ Donna hryllti sig. „En merkið hans er ekki á þessari nælu.” „Sagðirðu ekki, að hann hefði búið hana til?” „Jú. En hann er nýbyrjaður að merkja hlutina sína.” Maggie lagði næluna á kaffiborðið og ýtti henni i átt til Donnu. sem virtist' vera búin að missa allan áhuga á henni. Maggie grunaði, að hún væri að gera vitleysu, en hún gat samt ekki stillt sig um að segja: „Segðu mér, hvað er að.” „Hugsaðu um sjálfa þig, elskan,” sagði systir hennar bliðlega. „Velferð þín kemur mér við." „Nei, það gerir hún ekki. Réttindi þín snerta hálfa íbúðina, og ef þú vilt kaupa mig út, þá geturðu fengið hinn helminginn lika." 38 VIKAN 24. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.