Vikan


Vikan - 15.06.1978, Page 39

Vikan - 15.06.1978, Page 39
„Þakka þér fyrir. en ég hef ekki efni á þvi.” „Seljum hana þá." „íbúðina, sem pabbi keypti hana okkur? Siðustu gjöf hans til okkar?” Þetta komst il skila. Donna fölnaði, en svaraði: „Hvers vegna ekki?” Maggie fann sársaukasting, þegar henni datt i hug býlið þeirra Ross. sem þau myndu yfirgefa. ef hún færi til Am- sterdam, og selja. ef hún gerði það ekki og ef þau skildu, og hún sagði: „Ekki selja hana — ekki enn. Ég.... ég þarfnast hennar kannski....um stund." „Það er þá eitthvað að hjá ykkur Ross! Hvers vegna ferðu ekki frá honum?” „Það er ekkert léttúðarmál að rifta hjúskap,” svaraði Maggie hvasst. Það var löng þögn, sem Donna rauf loks með stunu. „Fyrirgefðu. Það ert þú, sem átt i erfiðleikum. Ég verð því miður aðfara burt aftur.” „En við höfum varla hist!" andmælti Maggie. „Því miður. en ég var að fá Ijósmyndaverkefni i Flórens. Þú ættir eiginlega að fara til Ross. Þú verður einmana hérna.” Maggie fékk það ónotalega á tilfinninguna, að systir hennar vildi losna við hana, og hún sagði hressilega: „Nei, það geri ég ekki. Það er heilmargt hægt að gera i London." Hún hikaði og langaði að rabba meira, en Donna sagði: „Ég þarf að Bláa rtcelan leggja snemma af stað í fyrramálið. svo ég ætla að fara að sjá. hvað gerðist þarna uppi.” Þær fóru upp saman, og útlitið var verra en þær hefðu getað gert sér í hugarlund. Það var engin skúffa á sinum stað, engin flik. sem hékk uppi. Þær voru í þrjá klukkutima að koma öllu í röð og reglu. og að því loknu fór Maggie að gráta. Ég þoli þetta ekki, ég þoli þetta ekki.” kjökraði hún. „Ekki, elskan." sagði Donna. „Við erum búnar að laga til, og þeir koma ekki aftur. Því lofa ég þér." „Hvernig geturðu vitað það með vissu?" „Trúðu mér, það er mjög ólíklegt. En ég ætla ekki að segja þér meira en það.” „En hvernig geturðu búið við þetta?" „Ég er ekki eins viðkvæm og þú heldur, Maggie.” „Hvað eigum við þá að gera núna? Fara að hátta eins og ekkert hafi i skorist?" „Er þaðekki best? Viltu tebolla?” „Nei, þakka þér fyrir. Ég kæmi engu niður. Ætlarðu að kveðja mig, áður en þú ferðá morgun?” „Já. auðvitað." Donna brosti. „Mér þykir það leitt, hvað þetta er leiðinleg heimsókn." MAGGIE svaf óvært, og klukkan var næstum orðin átta, þegar hún vaknaði. Hún fór þegar í stað á fætur, en Donna var farin, án þess að kveðja. Á borðinu var miði. þar sem stóð: „Ég kom upp með te, en þú svafst svo vært, að ég tímdi ekki að vekja þig. Kem aftur 'Snemma í næstu viku. Notaðumiðana,ef þú getur, og vertu með þetta — það fer vel við kjólinn þinn.” „Þetta” var nælan, sem lá enn á borðinu, og miðarnir tveir voru á ballet- sýningu þá um kvöldið. Donna var hrifnari af ballet en nokkru öðru, svo það var greinilegt. að hún hafði ekki átt von á þvi að þurfa að fara burt. Nú gerði Maggie sér grein fyrir því, hversu mjög þær hefðu fjarlægst. Ef til vill vissi Jules eitthvað meira. En þegar hún spurði hann siðar um morguninn, þá vissi hann ekki, hvert Donna hefði farið. Hann varð svo reiður, að Maggie trúði honum. „Sagðirðu henni ekki, að ég kom í búðina til þín i gær?” „Nei, það held ég ekki,” svaraði Jules. „Af hverju?” Maggie yppti öxlum. „Ég var að gá að tvíburamerkinu á nælunni hennar og fann það ekki. Hún virtist undrandi á þvi, að ég vissi um það, svo ég sagði henni, að þú hefðir sagt mér það.” „Liklega eitt af fyrri verkum Dicks." Jules yppti öxlum. „Já, þaö sagði Donna. Veistu ekki hverjir umboðsmenn hennareru?” „Hef ekki hugmynd um það. Hún er búin að vinna fyrir fleiri en einn.” Jules virtist óþolinmóður. „Hún hefði átt að tala við mig, áður en hún rauk svona af stað." Jules tók sig á og spurði: „Gaf hún þér miðana á balletsýninguna?” „Hún skildi þá eftir á borðinu handa mér. Ætlaðir þú að fara með henni?” Hann hristi höfuðið. „Ég náði i miðana handa ykkur tveim.” „Þakka þér fyrir. Það var fallega gert. En viltu ekki heldur, að ég skili þeim aftur?” „Auðvitað ekki. Þú getur fengið einhvern vin þinn með þér. Sagði Donna eitthvað um það, hvenær hún kæmi aftur?” „Fyrri hluta næstu viku.” „Veistu, hvert hún fór?” „Flórens, sagði hún." Jules virtist brugðið. Hann snéri sér hálft í hvoru við, þegar hann heyrði lágt hljóð að baki sér. Maggie horfði i átt til dyranna á bakherberginu, svo hún þurfti ekki að snúa sér við til að sjá Dick Evans. Evans flýtti sér burt i hjóla- stólnum, og hurð lokaðist. „Mér kemur þetta ekkert við,” sagði Maggie. „en er eitthvað að hjá ykkur Donnu?" „Okkur varð svolitið sundurorða í gær,” svaraði Jules annars hugar, „en hún hefði samt ekki þurft að þjóta til Flórens — án þess að kveðja.” Hann hikaði eilitið, áður en hann sagði CilNNI & PINNI JÆJA KALLINN! SVO AÐ ÞO STALST BLABERJA- KOKUNNI MINNt! BÖK 1 BLAÐFORMI © 1488 síður af fjölbreyttu lesefni fyrir aöeins 7.000,- kr. á ári. Já. IJrval er bók í blaðformi. 24. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.