Vikan


Vikan - 15.06.1978, Síða 46

Vikan - 15.06.1978, Síða 46
Ástina sína fékk hann ekki og eymd. Hún heimsótti hann til New York, Morristown og Middlebrook. Hún var einnig viðstödd lokasigurinn. Meðan síðustu fallbyssuskotin riðu af í Newburgh, biðu Marta og George Þetta málverk af George Washington eftir Gilbert Stuart er eini hkiturinn i Hvíta húsinu frá veru fyrsta forsetans þar. óþolinmóð frétta af friðarráðstefnunni i Paris. 1783 kom hinn mikli boðskapur: Bretar hafa gefið eftir, Bandaríki Ameríku eru frjáls ogsjálfstæð. FYRSTA FORSETAFJÖL- SKYLDAN Þegar sigurinn var tryggður, snéru George og Marta aftur til Mount Vernon. Hershöfðinginn var staðráðinn i að eyða siðustu ævidögunum á stórbýli sínu. En þau fengu aðeins fáein ár fyrir sig. 1789 var George Washington valinn fyrsti forseti lýðveldisins. Hjónin á Mount Vernon urðu fyrstu forsetahjón Bandarikjanna. Höfuðborgin var þá New York, og enn urðu Washington og kona hans að yfirgefa heimili sitt. Það varð hlutverk Washingtons að móta forsetaembættið, og hann valdi einfaldan og virðulegan stíl — sem var fjarri hinu stifa yfir- bragði, sem rikti við evrópsku hirðirnar. Marta var fyrirmyndar forsetafrú. Hún var hlédræg, en það hæfði ágætlega látlausum veislum forsetans, þar sem hún var húsfreyja. Elskaði hann hana? Það fáum við aldrei að vita með vissu, en milli þeirra ríkti örugglega eindrægni og fullkomið traust. 14. desember 1799 andaðist George Washington, og með honum kvaddi átjánda öldin. Með honum var genginn mikill ágætismaður, farsæll hershöfðingi og djarfur maður. Hann hafði átt mikinn þátt i mótun nýrrar þjóðar og hans mun ætið minnst með virðingu. Hann var einn af merkustu mönnum átjándu aldarinnar og átti ríkan þátt í sköpun sögunnar á þeirri öld. í dag liggja þau hlið við hlið, Marta og George, í litlu grafhýsi á Mount Vernon við Potomacfljótið. ★ 46 VIKAN 24. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.