Vikan


Vikan - 15.06.1978, Page 49

Vikan - 15.06.1978, Page 49
Hvítlaukur og tómatmauk gefa bragðið Gratíneruð kóteletta Karríkóteletta með beikoni og lauk Ein kóteletta - fimm hugmyndir Svona á að steikja kótelettuna: Ein kóteletta á mann steikt i smjöri eða smjörliki. krydduð með salti og pipar. Steikið kótelettuna í um 3 min. á hvorri hlið. kryddið. Sjóðið kraftinn af pönnunni með kjötsoði. vatni. vini eða rjóma. Kóteletta Cecilie Hrúgið bernaisesósu Ihægt að kaupa hana tilbúna) á hverja kótelettu. skreytið nteð grænum spergli (aspas) og tómatbátum. Með anans og sætsúrri sósu. Skerið 1/2 púrru I bita og sjóðið i 1/2 dl af teningasoði og soðinu af pönnunni i um 5 min. Bætið út i 2 dl af niðurskorn- um bambusskotum, 1 1/2 msk. af soja- sósu. 1/2 msk. af borðediki og I tsk. af sykri. Leggið 4 ananasskifur (jafnmargar kótelettunum) i sósuna og látið allt hitna vel. Leggið ananasskifu á hverja kótelettu og skiptið sósunni á þær. Berið hrisgrjón með. Með tómat og hvitlauk Blandið saman í potti 2 dl af kjötsoði, 2 dl af þurru hvitvini, 2 tsk. af hvítlauks- dufti. I dl af tómatmauki Ipuré). 1 dós af sveppum (225 gl og I búnti af steinselju. Látið suðuna koma upp og leyfið þessu að malla i nokkrar minútur. Færið upp steinseljubúntið og jafnið sósuna með maizenamjöli. Skiptið sósunni á 4 steiktar kótelettur og skreytið með saxaðri steinselju. Gratineruð kóteletta Steikið 4 kótelettur i 2 min. á hvorri hlið, raðið þeim í eldfast mót. Saxið 2 gula lauka i smátt, dreifið lauknum yfir kóteletturnar og þekið þær með rifnum osti. Blandið saman 4 dl af tómalsafa. I msk. af ediki. I tsk. af worcestersósu og 1 muldu lárviðarlaufi. Hellið sósunni yfir réttinn i mótinu og bakið við 250° hita i 15 min. Berið fram með hris- grjónum ogsalati. Karríkóteletta Steikið 4 kótelettur, færið þær upp og bætið I msk. af oliu og I msk. af smjöri á þönnuna. Steikið 2 brytjaðar magrar beikonsneiðar, 1 saxaðan gulan lauk og I brytjað epli á pönnunni. Stráið yfir 2-3 tsk. af karrii og hellið svolitlu kjötsoði saman við. Skiptið karriblöndunni á kóteletturnar. skreytið með banana- bitum. Bragðbætið soðin hrisgrjón með tómatmaukiog berið fram með. 24. TBL.VIKAN 49

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.