Vikan


Vikan - 28.12.1978, Page 4

Vikan - 28.12.1978, Page 4
Besta stofan er ekki dýr Besta veitingahúsið í London: Ma Cuisine Tvær alfranskar veitingastofur bítast um fremsta sætið í hugum mataráhuga- manna í London. Það eru Gavroche og Ma Cuisine, báðar í Chelsea, en eins ólíkar og slíkar stofur geta verið. Gavroche er fínn og rándýr staður með virðulegri þjónustu. Þar átt þú á hættu, að vindlareykur vel stæðra kaupsýslumanna spilli þefnæmi þínu á mat og drykk. Þar borgar þú líka um 15.000 krónur á mann, að vísu fyrir óaðfinnanlega máltíð. Ma Cuisine er hins vegar einfaldur og ekki tiltakanlega dýr matstaður. Þar má reikna með, að þríréttaður matur með víni og kaffi kosti um £11 eða 7.500 krónur. Glaðvært andrúmsloft ríkir hjá snöggum þjónunum. Það er ung og glæsileg kona, madame Mouilleron, sem gefur tóninn í veitingasalnum. Hún á þessa matstofu með manni sínum, sem ræður ríkjum i eldhúsinu. Með fjögurra vikna fyrirvara Ég var vel undirhúinn, hafði pantað borð með fjögurra vikna fyrirvara. Því miður fékk ég að vita, að daginn, sem ég ætlaði að koma, væri fyrst hægt að fá borð klukkan hálfellefu um kvöldið. Þannig hefur ástandið verið á Ma Cuisine nánast frá opnun hússins. Matstofan tekur ekki nema 30 manns í sæti og allir vilja fá að komast að. Þama er um að ræða lengsta biðlista í London. Það þýðir ekki að fá skyndilega hugdettu um að fara út að borða á Ma Cuisine. Menn verða að vita með miklum fyrirvara, hvaða daga þeir verða í London, og senda síðan borðpöntun í bréfi með sjálfdæmi um tímasetningu að kvöldinu. Þröngt var setið á Ma Cuisine, þegar við komum þangað seint um kvöld. Eitt borð var þó laust, eins og lofað hafði verið. Madame Mouilleron vísaði okkur til sætis. Þar tróðum við okkur niður í miklum þrenglsum. Borðdúkarnir voru köflóttir að frönskum hætti. Við borðin voru hjól- bakstólar. Koparpönnur héngu á striga- klæddum veggjum. 1 rauninni var þetta veitingahola fremur en veitingahús, lítil. látlaus og einföld i sniðum. Maturinn er alfa og ómega Auðvitað er það ekki útlitið né þjónustan, sem draga menn að Ma Cuisine. Þarna er maturinn alfa og ómega. Það er hans vegna, að barist er um hvert sæti í salnum. Guy Mouilleron, eigandi og yfirkokkur, er svo sem ekki nýr Bocuse né Guérard. Hann er ekki einn af hinum heimsfrægu uppfinningamönnum á sviði matargerðar. En hann er besti fulltrúi franskrar matargerðarlistar í London. íslendingar, sem hafa áhuga á að kynnast ekta frönskum mat og eiga stundum erindi til London, en aldrei til Parisar, ættu að efna til heimsóknar á MaCuisine. Guy Mouilleron matreiðir góða og einlæga franska rétti, létta og hugmyndarika. Hann er fulltrúi hinnar nýju, frönsku matargerðarlistar, einfaldrar og náttúrulegrar. Hann ber virðingu fyrir hráefnum, hefur sósurnar fisléttar og steikir nákvæmt. Bæði hefðbundið og óvenjulegt Matseðillinn er fremur stuttur og breytist lítið frá degi til dags. Þar má Frá KPS, stærstu heimilistækjaverksmiðju Noregs bjóöum við stórglæsnegt úrval eldavéla, gufugleypa, kæliskápa og uppþvottavéla á mjög hagstæðu verði. Góðir greiðsluskilmálar. Tískulitir: Karry gulur, Avocado grænn, Inka rauður, hvítur og það allra nviasta: svartur! EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Berg-taðastræti 10 A. Sími 16995. Sendið úrklippuna til okkar og vió póstieqgium bækiing strax. 4 Vikan 52. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.