Vikan - 28.12.1978, Page 5
bæði sjá hefðbundna rétti og óvenjulega.
Grænmetisréttir eru veikasta hliðin. Allt
annað er yfirleitt frábært og Guy
Mouilleron gerir sjaldan mistök.
Ég fékk mér fyrst humarsúpu (Soupe
au homard), siðan hörpuskelfiskfroðu
Imeð appelsinusósu (mousseline de
coquilles Saint-Jacques a l’orange) og
loks súkkulaðifroðu (mousse brulée).
Allt var þetta frábærlega gott.
Matreiðslan á hörpuskelfiskinum kom
skemmtilegast á óvart.
Með þessum ævintýramat drukkum
við flösku af Chablis Premier Cru á
£7,80, sem skiptist í þrjá staði. Eins og
annar góður Chablis var þessi ákaflega
hentugur með fiskréttum, ekki sist skel-
fiskréttum, enda svo skraufaþurr, að
lengra verður vart komist.
Meðal annarra rétta, sem mælt er
með á Ma Cuisine, er fisksúpan ,soupe
de poisson”, eggjarétturinn „oeuf vert
galant” og humarinn „langoustines a
, l’oseille”.
Meðalverð á matseðlinum eru sem
hér segir: Fastagjald 45 pens, forréttir
£2, aðalréttir £3,35, eftirréttir £1,10,
hálfflaskan £3,90 eða samtals um £11,
sem gera tæpar 7500 krónur á
ferðamannagengi.
Frábær matur leiddi til bónorðs
matinn, sem var svo góður á Ma
Cuisine, að hann leiddi til bónorðs yfir
borðið, án þess að slíkt hafi fyrirfram
verið ætlunin. Bónorðinu var að
sjálfsögðu tekið jafnóvænt og það var
sett fram.
Á Ma Cuisine koma ekki kaupsýslu-
menn til að tala um viðskipti án þess að
hafa hugmynd um, hvað þeir eru að
borða. Þar kemur aðeins fólk, sem hefur
feiknarlegan áhuga á góðum mat. 1
þeim hópi eru fjölmennir matsveinar
og veitingamenn annarra veitingahúsa.
Kannski eru það bestu meðmælin.
(Ma Cuisine, 113 Walton Street,
SW3, sími 01-584-7585, lokað laugar-
daga og sunnudaga, pantið með minnst
fjögurra vikna fyrirvara).
Jónas Kristjánsson
ínæstu viku:
Móselvín
Einkunn
Vikunnar:
Með grein þessarí lýkur að sinni
skrifum um eríend veitingahús. / nœsta
hlaði hefst síðan greinaflokkur um létt
vín. sem eru á boðstólum hjá ATVR.
Eiginleikum þeirra verður lýst og gefnar
einkunnir fyrír gœði. Meðai annars
verður bent á. í hvaða vínum eru góð
kaup og vond kaup. Greinafiokkurinn
hefst með samanburði á þeim sex Mósel-
vinum, sem hér eru á boðstólum.
Sögð hefur verið á prenti sagan um
— Og hér er skeyti frá Rannsóknardeild
fæöingardeildarinnar: Rannsóknar-
stofnunin biðst velvirðingar á mistókum,
sem orðið hafa. Þungunarprófiö var
neikvætt, endurtekið neikvætt!
— Mér er sagt að þeir séu ósparir á
karriiö á þessu veitingahúsi.
— Ég hef aldrei vitað nokkurn gera
annað eins veður út af suðutima eggja.
1AWEX
frískandi þurrkur
vættar spritti
á skrifstofuna
íbílinn
í feröalög
Heildsölubirgdir
Halldór Jónsson hf.
'j
52. tbl. Vikan f