Vikan


Vikan - 28.12.1978, Side 8

Vikan - 28.12.1978, Side 8
UNDARLEG ATVIK Framhald afbls. 7. Einhvern veginn fann Einar að þetta mundi vera sannleikurinn, en honum fannst sú tilhugsun að hverfa frá þessum stað óbærileg. Veran virtist alltaf lesa hugsanir hans og sagði nú við hann: „Sjáðu.” Þá sá Einar hóp af mönnum á ferðalagi um gróðurvana auðnir í náttmyrkri og hríð. Allir báru þeir byrðar, sumir stórar, aðrir minni. En allir voru með eitthvað og fannst Einari sumt af þvi sem þeir báru líkjast krosstré. Hann sá að sumir voju villtir á áttum og vissu ekki hvert stefna skyldi. Aðrir virtust örmagna af þreytu og vera að gefa upp alla von. Einn mann sá Einar þarna sem honum fannst vera að hníga niður undir krossi sínum og ætlaði að hraða sér til hans til þess að hjálpa honum, en þá hvarf sýnin. Einar sagðist hafa skilið hvað verið væri að segja honum á táknrænan hátt með þessari sýn og fannst jafnvel eins og blómin og trén umhverfis væru á einhver dulrænan hátt að svara hugrenningum hans. Að lokum héldu þeir samræðum sínum áfram, en um þær vildi Einar ekki tala nánar, því það væru sér helgar minningar. En allt í einu fannst honum að tæki að dimma og það greip hann ótti. En förunautur hans sagði við hann. „Vertu öruggur.” Þá hrökk Einar upp við einhvern hávaða og fann að hann var aftur staddur í rúmi sínu. Einhver hlutur hafði dottið af hillu í herbergi upp á lofti. Sagði hann síðar að þá hefði sér þótt verst að vakna á ævi sinni. Var hann eftir sig allan daginn því hann gerði sér ljóst að hann hafði vaknað of snögglega. Hann leit á klukkuna og var hún þá rúmlega 6 að morgni. Þessi frásögn af sálför Einars Lofts- sonar hefur vitanlega ekkert sönnunargildi. Það var ekki heldur tilgangurinn. Þessum þáttum mínum er ekki ætlað það hlutverk að sanna fyrir ykkur eitt eða neitt. Heldur skýra frá því sem hefur hent aðra og oft fleiri en flesta grunar. Einar Loftsson var ákveðinn efnishyggjumaður fram á fullorðinsár, en hann varð svo margs var bæði hjá sjálfum sér og öðrum að hann taldi sjálfsagt að rannsaka það eftir bestu getu til þess að kveða slíka vitleysu niður í huga sínum í eitt skipti fyrir öll. En það fór öðru vísi en hann ætlaði. Hann komst brátt að raun um að hann var sjálfur gæddur ýmsum sálrænum hæfileikum, hæfileikum sem að lokum leiddu hann til þeirrar sannfæringar að látið fólk hefði hvað eftir annað sannað líf sitt eftir svokallaðan Bee Gees fresta útgáfu LP-plötunnar Af ótta við að Bee Gees aðdá- endur hafi fengið nóg í bili, hafa Gibb-bræðurnir ákveðið að fresta útgáfu á nýjustu hljóm- plötu sinni um sinn. Vegna „Saturday Night Fever, Grease og Sgt. Pepper auk þess sem mörg vinsælustu lög þeirra hafa verið gefin út aftur á plötu fannst þeim réttast að bíða um stund. Það er mjög sennilegt að hljómþlatan komi út um sama léyti og UNICEF-hljómleikarnir verðahaldnir,en þeir eru sendir til allra sjónvarpsstöðva gegnum gervihnött. Davids Cassidy Hátt uppi í fjöllunum fyrir ofan Hollywood stendur Casa Coyote í undur- fögru landslagi, og þangað nær hvorki mengun né hávaði stórborgarinnar Los Angeles. Þarna hefur David Cassidy lifað hamingjusömu lífi siðan hann kvæntist leik- konunni Kay Lenz, 3. apríl 1977, en hana þekkjum við sennilega betur sem Kate í „Gæfa eða gjörvileiki”. , — Okkur finnst svo gott að geta lifað hér í friði, segir David. — Hérna höfum við fundið hina sönnu lifshamingju. Við Kay elskum bæði dýr og plöntur, og við gætum hvergi annars staðar sinnt þessum hugðar- efnum jafn vel. Kay kemur út á sólpallinn með stóran blómvönd í hendinni. — Ég er garðyrkjumaðurinn á þessum bæ, segir hún og hlær. Ég get ekki hugsað mér neitt betra en að fara snemma á fætur til að sinna grænmetisgarðinum mínum, gefa dýrunum og útbúa morgunverðinn handa David. — Við erum alveg eins og nýgift, seg’ir David, og litur ástúðlega á Kay. — Við erum bæði i fullu starfi, ég held hljómleika og Kay leikur i kvikmyndum alveg eins og áður. Hins vegar sleppum við við allt þetta innantóma samkvæmislíf borgarinnar. — Guði sé lof, bætir Kay við, um leið og hún kemur blómunum fyrir í stórum vasa. Hjónabandssæla Kay og David á eldháströppunum ásamt einum af fimm hundum, sem þau eiga. dauða. Þessi reynsla hans hafði djúp og varanleg áhrif á líf hans. Hann sneri algjörlega baki við efnishyggjunni og sneri sér af öllu afli að þjónustu og hjálp við meðbræður sína til æviloka. Hann hefur því vafalaust fengið að hverfa aftur til þeirra fögru og unaðslegu sviða, sem hann heimsótti í sinum andlega líkama og tók svo nærri sér að verða að kveðja, þegar hann neyddist til að hypja sig aftur í herbergiskytruna sína í sinn gamla líkama af því að tími hans var enn ekki kominn til þess að hverfa af jarðarsviðinu. 8 Vlkan jst. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.