Vikan - 28.12.1978, Blaðsíða 13
^rið 1971 kom ungur Dani, Henrik Friis að nafni, tii Reykjavíkur
og bjó að Hótel Loftleiðum í hálfan mánuð. Hann var í danskri
sleðaherdeild á Grænlandi, en hafði fengið frí til að fara til
tannlæknis á íslandi. Engum hefur nokkru sinni dottið í hug að
binda rómantík við tannlæknaferðir, en hins vegar sá ung og
Ijóshærð stúlka í gestamóttökunni um það, að þessi ferð yrði
taun áhrifaríkari fyrir hinn unga Dana en tannviðgerðirnar gáfu
tilefni til. Hún heitir Karen Jónsdóttir og hafði alveg óvenjulegan
ihuga á Grænlandi. Eins og allir vita gefst fólki, sem vinnur fyrir
■ugfélögin, góður kostur á að ferðast ódýrt um allan heiminn, en
^aren hafði fimm sinnum valið að fara til Grænlands. Þau áttu því
Oóg af sameiginlegum áhugamálum og það varð til þess að
héldu bréfasambandi sín á milli í heilt ár, uns þau gengu í
Itjónaband 1973. Og 1975 gerist hún húsmóðir á norðurhjar
^eraldar, eða í Meistaravík í Grænlandi. Þar bjuggu þau í 3 ár, en
&ru nú flutt til Danmerkur ásamt tveimur stæltum sonum, Bjarka
41/2 árs, og Ásgeiri 21/2 árs.
— Henrik er fæddur og uppalinn á
Grænlandi til 12 ára aldurs, en þá var hann
sendur í skóla til Danmerkur. Faðir hans
var nýlendustjóri Dana á vesturströndinni,
en þar bjuggu þau hjón í samfellt 35 ár.
Hugur Henriks var alltaf mjög bundinn við
Grænland, og að námi loknu gekk hann í
sleðaherdeildina, og var þar í 5 ár. Síðan
vann hann í 2 1/2 ár við að þjálfa nýliða í
Danmörku. Tveimur árum eftir að við
gengum í hjónaband var auglýst staða hjá
Nordmine í Meistaravík. Hann langaði til
að ég deildi með sér reynslu sinni af að búa á
Grænlandi, og hann þurfti ekki að tala
lengi um fyrir mér, þar sem ég hafði áður
komið til Grænlands og hrifist mjög af
náttúrufegurð landsins. Hann sótti því um
stöðuna og fékk hana. Hann átti að hafa
þar yfirumsjón með aðalbækistöð
jarðfræðinga, sem vinna þar á sumrin fyrir
Nordmine. Húsin höfðu verið flutt til
Meistaravíkur frá gömlum námubæ. Þau
voru ekki fullfrágengin, og Henrik, sem er
húsasmiður að mennt, átti að sjá um
innréttingar og viðhald á þeim.
Snjóaði inni við matseldina
Þegar við Henrik komum til Meistara-
víkur ásamt Bjarka, sem þá var 15 mánaða
gamall, vorum við i allt þarna 36 manns,
konur og börn ásamt jarðfræðingum. En
mánuði síðar vorum við ein eftir ásamt
annarri fjölskyldu, sem átti 9 ára gamlan
son. Eina mannabyggðin í nágrenni við
okkur var flugvöllur í 5 kílómetra fjarlægð.
Þetta er nokkurs konar neyðarflugvöllur,
sem á að haldast opinn allt árið og þar
vinna eingöngu karlmenn. Þeir eiga líka að
sjá um að senda út veður sex sinnum á dag.
Grænlendingar bjuggu í 280 km fjarlægð
frá okkur í Scoresbysund og við kynntumst
þeim ekki öðruvísi en þegar einhverjir
þeirra þurftu að fljúga i gegnum
Meistaravík á leið sinni til vesturstrandar-
innar eða Danmerkur. Svo koma þeir einu
sinni á vetrinum á hundasleðum til að
sækja jólapóstinn sinn, það er venjulega í
endaðan nóvember eða byrjun desember.
Mér virtust þeir Grænlendingar er égi
kynntist bæði ákaflega geðugt og hreinlegt
fólk.
Fyrsta veturinn okkar snjóaði óvenju
mikið, og það má eiginlega segja að við
höfum orðið að grafa okkur út úr húsunum
á hverjum degi. Við húsmæðurnar tvær
skiptumst á að búa til matinn sina vikuna
hvor, en eldhúsið var ekki áfast við
■