Vikan - 28.12.1978, Page 14
Húsmóöirá 72°
íbúðarhúsið. Þarna er farið á snjósleðum á
milli húsa, og oft kom það fyrir er ég sá um
matseldina að Henrik þurfti að koma og
grafa mig út.
Sinn eigin læknir
Skip kom einu sinni á ári og færði okkur
vistir, en það var mest allt frystar matvörur
og dósamatur. Einnig gátum við pantað
vistir með herflugvélum og íslenskum flug-
vélum, og þótti okkur mikið nýnæmi í að fá
nýtt grænmeti, mjólk og skyr frá íslandi.
Yfirleitt stansa flugvélarnar aðeins um tvo
tíma í Meistaravík, en tveir íslenskir
flugmenn frá Norðurflugi, þeir Sigurður
Aðalsteinsson og Jónas Finnbogason
stöldruðu við hjá okkur í 8 daga, og
Sigurður meira að segja tvisvar.
Ég var vanfær að yngri drengnum okkar
fyrri veturinn. Þarna er ekki um neina
læknishjálp að ræða, við gátum bara leitað
ráða hjá lækninum í Scoresbysund í
gegnum talstöð. En við höfðum öli möguleg
lyf og sáum sjálf um að taka þvagprufur og
mæla blóðþrýstinginn á meðgöngu-
tímanum. Ég fór aðeins einu sinni i læknis-
skoðun til íslands. Ég fór síðan aftur
mánuði fyrir fæðingu, Ásgeir fæddist í
Reykjavík, og allt gekk eðlilega fyrir sig.
Seinni árin okkar vorum við svo eina
fjölskyldan á staðnum.
Fólk í ævintýraleit
Það var ákaflega gestkvæmt hjá okkur á
sumrin fyrir utan jarðfræðingana.
Foreldrar mínir komu tvisvar, og einnig eru
mér minnisstæðar tvær skipakomur, sem
enduðu ósköp hrapallega. Annað var stór
og falleg seglskúta, hitt mótorbátur. Á
honum var blaðamaður, sem hafði það að
atvinnu að skrifa blaðagreinar um alls kyns
svaðilfarir. Hann hafði siglt á bátnum frá
Svalbarða og yfir Scoresbysund. Á
seglskútunni voru norsk hjón, sem höfðu
ásamt fimm börnum á aldrinum 8-14 ára
siglt frá Noregi til íslands. Síðan voru
börnin send heim frá íslandi, en hjónin
héldu áfram til Grænlands ásamt þremur
mönnum, sem höfðu bæst í áhöfnina í
Reykjavík. Þetta fólk ætlaði að sigla um
firðina innan við Meistaravik, en á leiðinni
út var ísinn orðinn mjög slæmur. Stærra
skipið reyndi fjórum sinnum að komast út,
en það var mjög áhættusamt, þar sem að
verkfall loftskeytamanna stóð einmitt yfir á
þessu tímabili og enga aðstoð að fá. Að
lokum skildu þeir konuna eftir hjá okkur,
og var hún hjá okkur í viku. Leikar fóru
svo að bæði skipin fórust í ísnum, en
mannbjörg varð. Fyrra skipið fórst sama
daginn og loftskeytamenn afléttu verkfall-
Veflurtappt f kofa 70 km sunnan vifl
Meistaravik.
14 Vikan S2. tbl.