Vikan - 28.12.1978, Page 15
Tveir islenskir ferðalanger á Grœnlendi.
Keren og synir I heimsökn hjá foreldmm hennar
á Seltjarnarnesi, Jóni Gunnlaugssyni, lækni, og
Selmu Kaldalóns.
inu, svo að þeim barst hjálp, og þyrlur
komu frá Scoresbysund. Hitt skipið náði
sambandi við íslenskt skip, sem hafði svo
samband við Ísafjarðarradíó. Það var
flugvél frá varnarliðinu sem fann þá í
ísnum.
í sumar kom svo enskur ævintýramaður,
sem ætlaði sér að fara í kringum Grænland.
Hann ætlaði á hundasleða frá Thule til
Scoresbysund. Síðan ætlaði hann að sigla á
konubáti frá Scoresbysund til Jakobshavn
og aftur á hundasleða til Thule. Þetta
misheppnaðist allt meira og minna hjá
honum, en hann komst til okkar. Hann var
hjá okkur í heilan mánuð og konan hans
fékk að heimsækja hann. Hún hafði
eignast barn á meðan hann var í burtu, sem
hann langaði ákaflega til að sjá.
í Meistaravík kemst frostið allt niður í 47
stig, en annars er þar ákaflega staðviðra-
samt og mikið logn. Sól sér ekki frá 8.
nóvember til 8. febrúar, og ljósin eru á
allan daginn. Það er því mikið um dýrðir er
sólin birtist á ný, allir hlaupa út með
myndavélarnar sínar og haldin er heilmikil
sólárveisla.
Á þessu svæði er mikill snjór á veturna,
allt upp í tveggja metra jafnfallinn snjó. í
maí er að vísu mikið farið að hitna, en
snjóa leysir fyrst í lok júní. 1 júlílok er svo
hægt að fara að sigla um á fjörðunum og
fram í miðjan seplember.
Við fórum fljótt að hugsa okkur til
hreyfings eftir að við vorum orðin ein.
Vinir okkar á flugvellinum litu eftir
stöðinni á meðan. Við fórum í fyrstu löngu
ferðina okkar, þegar Ásgeir var ellefu
mánaða gamall. Áfangastaður var Ellaö,
sem er rómuð fyrir náttúrufegurð og ég
mundi kalla Paradís á jörðu hvað það
snertir. Þetta var i maí, en firðir ennþá
ísi lagðir. Tengdamóðir mín var þá í
heimsókn hjá okkur, mikill ferðagarpur og
lét sig ekki muna um að aka sjálf snjósleða,
þótt hún væri orðin 65 ára gömul. í svona
ferðum má búast við öllu, sleði getur alltaf
bilað, og eins er alltaf von á því að mæta
ísbirni. Þess vegna er um að gera að vera
nógu vel útbúinn, með tjöld og svefnpoka,
vikuforða af mat, talstöð, riffil og skíði.
Veðrið var ljómandi gott, og við komum til
Ellaö eftir fimm tíma akstur. Á Ellaö er
gömul jarðfræðingastöð, og húsunum er
vel við haldið því að sleðaherdeildin notar;
hana sem bækistöð á sumrin. Við komum
okkur þvi notalega fyrir, og Henrik sagði
að nú vantaði bara ísbjörninn til að ferða-
lagið væri fullkomið. Og honum varð svo
sannarlega að ósk sinni, því tveimur tímum
seinna sáum við til ferða ísbjarnar. Eftir að
hafa rölt um staðinn og rótað dálítið um
kom hann að húsinu okkar og stóð u.þ.b.
metra frá glugganum. Henrik var önnum
kafinn við að taka myndir af fyrirbærinu
þar til mamma hans spurði hvort hann yrði
ekki að fara að gera eitthvað i málinu.
Henrik greip þá skammbyssuna, og það
skipti engum togum, því björninn var nú
kominn alveg að húsinu. Hann skaut allt í
kringum hann, en bangsi varð þó ekki
hræddari en svo að hann stoppaði í u.þ.b.
50 metra fjarlægð frá húsinu til að líta í
kringum sig og athuga hvað væri eiginlega
að gerast. Henrik greip þá til Ijósabyssu,
sem notuð er til að skjóta neyðarblysum,
og við allan þann Ijósagang hvarf björninn.
Henrik svaf svo með skammbyssuna í
svefnpokanum hjá sér um nóttina, þvi
birnir eiga það til að koma aftur, þó þeir
hafi verið hræddir burtu. Það er óskaplegur
kraftur í þessum dýrum, þeir fara léttilega
gegnum glugga og hurðir og leggja jafnvel
niður veggi.
Ein með börnin og skammbyssu
í hönd
Við áttum eftir að lenda i öðru ævintýri
á Ellaö, en það var í hvítasunnuferð ári
seinna. Við ætluðum að vera þar yfir
hátíðina, en urðum veðurteppt í 6 daga.
Við spiluðum mikið og lásum, því ekki var
komandi út. Við vorum í talstöðvar-
sambandi tvisvar á dag við MVG og
Daneborg til að fregna af veðrinu, og
sjöunda daginn gátum við svo lagt af stað. 1
þessari ferð voru tveir af flugvallarstarfs-
mönnunum með okkur. Veðrið var mjög
fagurt, sól og heiðskírt. Eftir um 30 km
akstur bilaði einn snjósleðinn, og urðum
við að skilja hann eftir. Annar piltanna
fékk skíði hjá Henrik, og átti hann að láta
einn snjósleðann draga sig. Hann var ekki í
mikilli þjálfun, svo það gekk ekki lengi.
Henrik skipti því við hann og fór sjálfur á
skíðin. Þegar við áttum eftir 45 km heim
stoppuðum við til að athuga ný bjarnar-
spor. Eftir það neitaði okkar sleði að starta,
en heppnin var með okkur, því við vorum
bara í u.þ.b. 3 km fjarlægð frá gömlum
veiðimannakofa. Þangað voru ég og
drengirnir flutt. En þar hafði björn verið á
ferðinni á undan okkur, því allt var á tjá og
tundri í kofanum, glugginn í burtu og
hurðin brotin. Henrik stakk því
skammbyssu í höndina á mér, kenndi mér á
hana í skyndi, og síðan var ég skilin eftir
með börnin á meðan þeir bjástruðu við
snjósleðann úti á ísnum. Veðrið versnaði
stöðugt, svo það ráð var tekið að við yrðum
eftir í kofanum, meðan piltarnir ækju
heim eftir hjálp. Við reyndum að koma
okkur fyrir í kofanum með drengina, en
hann var um 4 m2 að stærð, með einum
52. tbl. Vikan xs