Vikan - 28.12.1978, Blaðsíða 17
Jarðfræðingastöðin i Meistaravík,
Bjartasta tímabilið á dimmasta degi ársins.
Horft til hafs.
að læsa bömin inni og skilja þau eftir í
svarta myrkri, því ekki dugði að skilja þau
eftir með logandi olíulampa. En sem betur
fer kom aldrei til sliks.
Hitt áhyggjuefnið voru strákarnir mínir,
en þeir voru mjög duglegir við að vera úti,
jafnvel í miklu frosti. Bækistöðin lá við sjó,
og ég var hrædd um að þeir leituðu niður
að höfn eða týndust, ef ég liti af þeim. Enda
tókst Bjarka einu sinni að laumast burtu frá
húsunum, einmitt þegar pabbi hans var
ekki heima. Hann var úti að leika sér við
hundana. Við áttum alltaf tvo fullorðna
hunda og fjóra hvolpa, og voru þeir
ómetanlegur félagsskapur fyrir börnin. Mér
fannst skyndilega heldur hljótt þarna úti
og hljóp út til að gá að honum, en sá hann
hvergi. Mér fannst þetta heldur óhugnan-
legt, flýtti mér að búa mig betur og læsti
þann litla inni. Úti var snjór og frost, en
bjart veður. Þrátt fyrir mikla leit fann ég
ekki einu sinni spor eftir hann, en þar sem
harðfennið var mikið var ekki svo mikið að
marka það. Eftir að hafa leitað í öllum
húsunum reyndi ég talstöðina, en hún var
biluð. Ég hljóp því út á veginn, sem liggur
að flugvellinum, og eftir tveggja kílómetra
göngu kom ég auga á nokkrar litlar þústir á
hreyfingu. Þar var Bjarki á ferð ásamt
þremur af hvolpunum, sagðist ætla til
pabba, sem var uppi á flugvelli. Ég þarf víst
ekki að lýsa því nánar hversu mjög mér
létti við að finna hann heilan á húfi.
Ævintýraleg reynsla
Annars gekk daglega lífið sinn gang
þarna eins og annars staðar, þó við ólíkar
aðstæður væri. Ég þurfti t.d. að baka mjög
mikið, sérstaklega á sumrin þegar gesta-
gangur var hvað mestur, og brauð var
bakað daglega, þar sem við höfðum ekkert
bakarí upp á að hlaupa. Henrik bakaði
alltaf rúgbrauðið, því það er svo erfitt að
hnoða það. Við erfðum súrdeig frá
manninum, sem var þarna á undan okkur.
Við eigum það ennþá og höfum hugsað
okkur að halda áfram að nota það.
Jólahald var þarna ósköp svipað og hér.
Við fengum jólapóst, jólatré og greinar
með herflugvél — meira að segja jóla-
skreytingar. Við reyndum að gera sem mest
úr jólunum, þar sem ekki var alltof mikið
um tilbreytingu yfirleitt.
Margir hafa spurt mig, hvort það sé ekki
undarlegt að búa við slíka einangrun í
lengri tíma. Satt að segja hugsaði ég ekki svo
mikið um það. Myrka tímabilið er að
vísu nokkuð langt, og maður saknar þess
að sjá ekki sólina. Að öðru leyti flýgur
tíminn áfram, þar eins og annars staðar. Og
þegar birtir er náttúrufegurðin svo stór-
fengleg allt í kring, sá sem kann að meta
hana lætur sér ekki leiðast á svona stað, þó
einangraður sé. Margir ráða sig til starfa á
Grænlandi vegna hinna háu tekna, sem í
boði eru, og flestir reyna að halda dvölina
út í tvö ár, en þá eru þeir skattfrjálsir. Ég
mundi ekki ráðleggja neinum að fara
þangað bara vegna peninganna. En sé
maður duglegur við að fara i ferðir og
notfæra sér hina einstæðu náttúrufegurð
landsins, verður dvölin þama ævintýri
líkust. Ég mundi ekki hika við að flytja
þangað aftur, ef til þess kæmi.
J.Þ.
52. tbl. Vikan 17