Vikan


Vikan - 28.12.1978, Qupperneq 18

Vikan - 28.12.1978, Qupperneq 18
Hvernig ala fullorðnir börn upp? Margir hugsa lítið sem ekkert út í hvernig þeir ala börn sín upp, því að börn alast bara upp af sjálfu sér — eða hvað? Fólki hefur heldur ekki verið kennt annað en að allir geti alið upp börn án þess að þurfa að kynna sér málin sér- staklega. En ekkert lærist af sjálfu sér. Það er vissulega einkennilegt að álitið sé nauðsynlegt í nútíma þjóðfélagi að hafa þekkingu á öllum sköpuðum hlutum, nema á því hvernig maður sjálfur er og hvernig maður verður. Flestir ganga í skóla minnst níu ár, sumir miklu lengur, án þess að hafa lesið eða lært nokkuð sérstaklega um börn og það sem þeim viðkemur. Það liggur þó fyrir flestum, jafnt körlum sem konum, að verða foreldrar. Flestum finnst erfitt að vera foreldri og það koma fyrir ótal atvik hjá öllum foreldrum þar sem grundvallar- þekking á börnum og vandamálum varðandi börn gæti verið til hjálpar. Byrjendabók í sálfræði ætti að gera að skyldunámsefni í hverjum einasta skóla, þannig að hægt væri að læra eitthvað um sjálfan sig áður en lærdómur um fjarlægari hluti hefst. Hvað gera foreldrar þegar þeir ala upp börn? Þegar um barnauppeldi er að ræða er hægt að nefna nokkur atriði sem eru sameiginleg fyrir flesta foreldra. Það er kannski réttara að segja, að búist sé við ákveðnum hlutum af fólki þegar það eignast börn og vissir þættir séu mikilvægir fyrir alla sem umgangast börn. A) ÞYKJA VÆNT UM Það er eiginlega gert ráð fyrir því í samfélaginu, að þeim sem umgangast börn þyki vænt um þau. Þetta á sérstaklega við um foreldra og má segja að það sé nokkurs konar þegjandi samkomulag milli fólks að foreldrum þyki vænt um börnin sín. Það er hins vegar spuming hvað það er að þykja vænt um. Ást kemur ekki af sjálfu sér og hún getur breyst. En það er óhætt að segja að það að þykja vænt um einhvern er líka að geta sett sig inn í aðstæður annarra og skilja að aðrir geti hugsað á annan hátt en maður sjálfur. B) ÖRVA BARNIÐ Maður örvar barnið, þegar maður gerir eitthvað fyrir það talar við barnið, hjálpar því, huggar það, hlustar á það, segir þvi frá einhverju, lætur það fá viðfangsefni, skilur það, gleðst með því, leiðréttir það, kemur til móts við hugmyndir barnsins og sýnir því blíðu. O HAFA GÆTUR Á BARNINU Það er að verja barnið gegn hættum og óþægindum, að sjá fyrir óæskileg viðbrögð og reyna að stöðva bamið þegar það reynir að framkvæma eitthvað sem getur valdið því skaða. Það er að kenna barninu hvaða afleiðingar gerðir þess geta haft, gefa því góð ráð og launa því fyrir æskilega framkomu. D) KOMA TIL MÓTS VIÐ BARNIÐ Það er að tala um ágreiningsatriði við barnið, útskýra fyrir þvi og hjálpa því að skilja hvað gerðir þess geta haft í för með sér, eða ekki haft í för með sér. Það er að reyna að gefa athöfnum barnsins einhvern tilgang. E) VEITA BARNINU STUÐNING Það er að taka tillit til óska barnsins og þess sem barnið sjálft álítur. Það er að hlutast til um gerðir barnsins ef nauðsyn krefur en gera það ekki ef barnið getur bjargað sér sjálft. Það er að bera virðingu fyrir hugmyndum barnsins og reyna að hegna barninu ekki þótt hugmyndir þess séu andstæðar hugmyndum fullorðna fólksins. Listin að ala upp börn er að finna jafnvægi á milli þessara þátta. Sú jafnvægisþraut á bæði við inni á heimilum og í stofnunum samfélagsins {t.d. dagheimilum og skóla). Það eru þessir þættir sem oft er reynt að vinna með þegar barn og fjölskylda eða barn og starfsfólk á stofnunum lenda í vandræðum hvort við annað. Jafnvægislistin er oft háð því að hinir fullorðnu skilji, að börn eru ekki litlir fullorðnir, heldur sjálfstæðar verur með eigin vilja og eigin skoðanir um lífið og tilveruna. Hvernig eru börn f rábrugðin fullorðnum? Börn og fullorðnir eru frábrugðin að mörgu leyti en það er hægt að draga fram vissa þætti umfram aðra sem sýna fram á, í hverju þessi mismunur kemur aðallega fram. BÖRN ERU FRÁBRUGÐIN FULL- ORÐNUM að því leyti, að þau breytast stöðugt frá einu aldursskeiði til annars á meðan sálrænir eiginleikar fullorðinna eru miklu varanlegri. Börn breytast með tilliti til þess hvernig þau skilja atburði og hvern- ig þau þola mótlæti. Þörf barna fyrir umhyggju hinna fullorðnu, stuðning þeirra, örvun, ráð og takmarkanir breytist líka. Þessar kröfur breytast eftir því sem barnið þroskast og þarf á meira sjálfstæði að halda. BÖRN ERU FRÁBRUGÐIN FULL- ORÐNUM að því leyti að þau skynja tíma allt öðruvísi en fullorðnir. Fullorðnir fylgjast með tímanum með klukku og daga- tali en börn hafa innbyggt sérstakt tímaskyn. Það er háð þörfum þeirra hér og nú. Þess vegna eiga börn erfiðara en fullorðnir með að bíða eftir að þörfum þeirra sé fullnægt og þau þola mótlæti verr. Þar sem tímaskyn barna er svo mjög háð tilfinningalegum þörfum þeirra, geta börn skynjað stuttan aðskilnað frá foreldrum sem heila eilífð og hugsanlega ímyndað sér að foreldrarnir hafi algjörlega yfirgefið það. BÖRN ERU FRÁBRUGÐIN FULL- ORÐNUM að því leyti, að þau skynja hlutina á sinn eigin sjálfmiðaða hátt, þ.e.a.s. þau miða allt við sína eigin litlu persónu. Þannig geta þau t.d. skynjað, að fæðing nýs systkinis sé hefndarráðstöfun foreldranna gagnvart sér. Veikindi foreldra geta þau skynjað sem höfnun eða afneitun foreldranna og dauða foreldra geta þau skynjað sem meðvitaða og skipulagða ráðstöfun foreldranna til að komast í burtu frá sér. BÖRN ERU FRÁBRUGÐIN FULL- ORÐNUM að því leyti, að fullorðnir geta yfirleitt frekar en börn tekist á við vandamál lífsins með skilningi og ígrund- unum. Börn láta hins vegar mikið stjórnast iSVlkan 52. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.