Vikan - 28.12.1978, Qupperneq 19
af því hvað þau vilja þessa og þessa
stundina. Þar af leiðandi geta börn orðið
óumræðilega hrædd ef tilfinningalegu
öryggi þeirra er ógnað. Þau geta neitað því
að nokkuð sé að, látið sem raunveruleikinn
sé allt annar en raun ber vitni og tilfinninga-
leg viðbrögð þeirra geta orðið gagnstæð því
sem barninu er eðlilegt. Ofangreind
viðbrögð hjálpa börnum yfirleitt ansi lítið
en þau geta gert þau að fórnarlömbum
atburðanna.
BÖRN ERU FRÁBRUGÐIN FULL-
ORÐNUM að því leyti að fullorðnir geta
haft jákvætt tilfinningalegt samband við
marga í einu bæði við óskylt fólk og ef til
vill við fólk sem er því ekki velviljað. Börn
skortir hæfileika til slíks. Þau geta að vísu
auðveldlega haft jákvæðar tilfinningar til
fleiri fullorðinna í einu en aðeins ef þessir
einstaklingar eru jákvæðir hver út í
annan. Ef það er ekki getur barnið lent í
alvarlegri tilfinningalegri kreppu út af því
með hverjum á það að halda og hver hefur
rétt fyrir sér. Þetta gerist oft í skilnaðar-
málum.
BÖRN ERU FRÁBRUGÐIN FULL-
ORÐNUM að því leyti að þau hafa enga
hugmynd um blóðskyldleika fyrr en seinna á
þróunarskeiði sínu. En flestum foreldrum
þykir alveg sjálfsagt að þeir eigi börn sín
vegna lífræðilegs skyldleika. Þetta er lika
lagaleg staðfest. Slíkar hugmyndir eru
fjarlægar börnum því þau skynja ekki
tilfinningalega hvað olli fæðingu þeirra.
Það sem hins vegar festist í hugum bama og
það sem bindur börn tilfinningalegum
samböndum við fólk, eru þau tengsl sem
þau mynda í daglegum samskiptum sínum
við þá sem sinna þeim. Það er sú umhyggja
sem hinir fullorðnu sýna börnunum sem
veldur tilfinningalegum tengslum, en ekki
líffræðilegur skyldleiki.
í STUTTU MÁLI: Börn eru ekki
smækkuð mynd af fullorðnum, þau eru
eitthvað í sjálfu sér. Sálrænir eiginleikar
barna eru frábrugðnir fullorðinna, gerðir
barna eru aðrar og þau skilja og bregðast
við atburðum ólíkt fullorðnu fólki. Og böm
gera skilyrðislausa kröfu til að foreldrarnir
sinni þeim og uppfylli mismunandi þarfir
þeirra — óháð líffræðilegum skyldleika.
Hver á börnin?
Em það bara foreldramir sem eiga bömin
eða er það líka samfélagið? Em rnin böm
líka þín börn og ber ég ekki bara ábyrgð á
mínum börnum heldur líka þínum? Þessar
spurningar geta hljómað einkennilega i
eyrum margra og sumum finnst efalaust
engin spuming um að „auðvitað eru mín
böm mín, en ekki þín.” En málið er flókið
og slíkar spurningar koma gjarnan upp
Fjölskyldan í fortíð og nútíð.
Hvernig verður hún í framtíð?
þegar rætt er um lífskjör barna af einhverri
alvöru. En yfirleitt verða einhverjir reiðir,
jjegar sagt er að börnin séu okkar allra, því
þeim finnst, að það sé verið að vanhelga
fjölskylduna og taka eignarrétt foreldra yfir
börnum sínum frá þeim. — Það er
hins vegar ekki tilgangurinn þegar þessi mál
ber á góma. Tilgangurinn er sá að fá fólk til
að ræða um skyldur samfélagsins gagnvart
börnum. Foreldrar eru háðir því að þeir
búa i ákveðnu samfélagi og að það
samfélag býður þeim upp á ákveðin
skilyrði. Flestallir foreldrar verða að vinna
úti, bæði af því að það er dýrt að lifa og
vegna þess að gerð er sú krafa að allir eigi
helst að eiga eigið húsnæði. Fólk verður þvi
að vinna mikið. Þar sem flestir eru háðir
efnahag sinum og vinnu sinni eru þeir líka
háðir því að láta aðra gæta barnanna fyrir
sig meðan þeir eru að vinna. Flestir þurfa
að bíða árum saman eftir dagheimilisplássi
og sumir fá það aldrei. Sumir þurfa að
hendast ár eftir ár með börn úr einni
pössun í aðra af þvi að annað er ekki til.
Öllum foreldrum stendur ógn af þróun
umferðarinnar og allir foreldrar eru háðir
því hvernig fjölmiðlar, skólar og neytenda-
samfélagið hefur áhrif á börn. Börnin eru
ekki bara mín börn ... eða hvað?
— Er hver
hlýðinn?
Áttu við
Sigurbjörn eða
hundinn?
52. tbl. Vikan 19