Vikan - 28.12.1978, Síða 22
INI-KRIMMINN
Hann hafði setið i samtals átta ár í
friði og ró á bak við rimlana og
þaulhugsað málið. Hann hafði ekki
gleymt einu einasta smáatriöi.
Þegar hann slapp út, hafði hann
tafarlaust samband við gamlan
félaga sinn, Rimlastrákinn, sem
útvegaöi skotvopn og tóman
kartöflupoka. Og svo steyptu þeir
sér út i stórkostlegasta bankarán
allra tíma.
Geti maður bara setið í friði
og ró og þróað vissa hugmynd
— snúið henni og velt á allar
hliðar og tekið öll hugsanleg
sjónarmið til greina, fær maður
líka oftast miklu meira út úr
henni heldur en ef maður
hleypur til og framkvæmir hana
að óyfirlögðu ráði.
Tökum til dæmis Karlo. —
Hann hafði vissulega nóg af friði
og ró til að þaulhugsa málið.
Hann sat i átta ár á bak við
rimlana, þar sem hann skreytti
rugguhesta og setti saman
þvottaklemmur. Og þegar hin
þunga, járnslegna fangelsishurð
opnaðist fyrir honum og hann
gekk út undir bláan himin
Drottins vors sem frjáls maður,
var áætlunin tilbúin.
— Mig vantar bara skotvopn,
Thorvald, sagði hann nokkrum
dögum siðar, er þeir félagar sátu
á veitingahúsi við Vester-
brogötu og ræddu hina stór-
kostlegu áætlun. Thorvald, sem
á meðal vina sinna gekk undir
nafninu Rimlastrákurinn, var
gamall félagi Karlos. Hann hafði
verið látinn laus til reynslu og
brann nú í skinninu eftir að
komast í eitthvað feitt.
— Skotvopn, endurtók hann,
um leið og hann laumaði
einhverju þungu í vasa
Karlosar.
— Og gamlan kartöflupoka,
hélt Karlo áfram.
Þvi miður hafði Rimla-
strákurinn engan slíkan poka á
sér, en áleit að sér yrði ekki
skotaskuld úr þvi að útvega slíka
nauðsynjavöru.
WILLY
BREINHOLST
Svo skoluðu þeir niður
brennivíninu og stóðu á fætur.
Andartaki síðar sigldu þeir út,
og engan gat grunað þar færu
tilvonandi milljónamæringar.
Ef allt gengi að óskum.
Þýð. Jóhanna Þráinsdóttir.
Klukkustund siðar brugðu
þeir sér inn í stærsta bankaúti-
búið í hverfinu. Þar var enginn
viðskiptavinur nema ein gömul
kona, sem var að láta reikna út
vexti á bókina sína. Strax og hún
var farin, nálgaðist Karlo kassa 1.
Hann dró byssuna upp úr vas-
anum og beindi henni að
óttaslegnum gjaldkeranum.
— Reyndu svo að rétta upp
krumlurnar, hrópaði hann. —
SIÐMENNTAÐIR ÞORPARAR
2Z Vlkan sz. tbl.