Vikan


Vikan - 28.12.1978, Blaðsíða 23

Vikan - 28.12.1978, Blaðsíða 23
Hér er nefnilega um vopnað rán að ræða. Sá sem gerir minnstu tilraun til að hreyfa sig, jafnvel þó það sé ekki annað en að blaka eyrunum, verður samstundis fylltur af blýi. Og hann lét ekki sitja við orðin tóm. Útibússtjórinn gerði sig liklegan til að grípa til aðvörunarbjöllu, en Karlo skaut tafarlaust að honum skoti sem straukst rétt við tærnar á honum. Eftir það þorði hann ekki að hreyfa sig. — í næsta skipti fær eftirlætis líkþornið þitt að fjúka, bróðir sæll, sagði Karlo, kalt og miskunnarlaust. Á meðan hafði Rimla- strákurinn aflæst dyrunum. Nú nálgaðist hann kassa 1 með gamlan, tóman kartöflupoka. — Reyndu svo að hósta upp svo sem 30 milljónum, meistari, sagði Karlo við gjaldkerann, og það í stórum seðlum. Rimlastrákurinn tróð seðlunum í pokann meðan Karlo skýldi honum með byssunni. Gjaldkerinn tæmdi skúffuna af lausafé og hendur hans skulfu. — Taktu heldur búntin, sagði Karlo. — Þá verður ekki eins mikið múður fyrir okkur að telja. Við förum strax og þú ert búinn að láta okkur fá 30 milljónir. Rimlastrákurinn tróð enn stærri haugum af peninga- seðlum í pokann. — Þá er það komið, sagði hann andartaki seinna. — Nú höfum við nákvæmlega 30 milljónir. Karlos gekk aftur á bak til dyranna. Hann gætti þess vandlega að beina byssunni stöðugt að hinu óttaslegna afgreiðslufólki. — Þið hreyfið ykkur ekki næstu tiu mínúturnar, sagði hann og gerði sig líklegan til að opna dyrnar. Rimlastrákurinn flýtti sér að rétta honum hjálparhönd. — Bíddu, sagði Karlo allt í einu. — Ég hafði næstum gleymt því mikilvægasta. Við kunnum sko að hegða okkur eins og siðmenntaðir þorparar. Hann stakk byssunni í lúkuna á Rimlastráknum. — Skýldu mér meðan ég geng frá þessu, sagði hann. Og svo skýldi Rimlastrákurinn Karlo . . . á meðan hann skrifaði nákvæma kvittun fyrir hinum ágætu skildingum og afhenti gjaldkeranum á kassa 1 hana. — Gjörið svo vel, meistari, sagði hann við gjaldkerann. — Nú stemmir uppgjörið að minnsta kosti. Og nú er vist best að koma sér af stað. Hann þaut að dyrunum með Rimlastrákinn á hælunum. Þeir flýttu sér út i bílinn sem beið þeirra. Rimlastrákurinn gaf all- hressilega í og þeir hurfu eins og þrumur og eldingar fyrir hornið. — Stígðu bara drusluna í botn, félagi, tautaði Karlo, um leið og hann leit óstyrkur aftur fyrir sig. Nú var um að gera að hafa hraðan á. Þorpararnir tveir voru komnir töluvert út fyrir bæinn, þegar Rimlastrákurinn snarbremsaði svo skyndilega, að Karlo skall með ennið á framrúðunni. — Fábjáni get ég verið, tautaði hann. — Við verðum að snúa við. Ég gleymdi nefnilega því allra mikilvægasta. Pokanum! NANCY HELGASON Allt umegg Notaðu aldrei ísköld egg f bakstur- inn, ekki heldur til að þeyta. Ef þú tekur þau beint út úr Isskápnum fyrir notkun settu þau þö I volgt vatn i svo sem fimm minútur, þá ná þau réttu hrtastigi. Ef þú missir egg á gólfið stráðu þá salti á það, láttu það liggja i fimm minútur og sópaðu þvi svo upp með kústi. Ef skurnflfs kemst f eggið þegar þú brýtur það, notaðu þá stœrri flfs til að ná henni upp. Ef þú átt færri egg en uppskriftin segir til um geturðu notað kartöflu- mjöl i staðinn, i hlutföllunum einn á móti þremur. Einnig geta tvær eggja- rauður komið I stað eins eggs i næstum hvaða uppskrift sem er. Ef eggin festast við umbúðirnar geturðu losað um þau án þess að brjóta þau með þvi að væta umbúð- irnar. Þegar þú aðskilur hvituna og rauðuna kemur oft fyrir að hluti af rauðunni fylgir hvítunni. Það er afar mikilvægt aö fjarlægja hana því að annars þeytist hvftan illa. Þú getur búið til „rauðusegul" með þvi aö væta hreinan klút. Siðan dýfirðu honum i hvituna og rauðan fylgir með. Ef eggið brotnar við suðu, settu þá annaðhvort 1 teskeið af salti, nokkra dropa af sitrónusafa eða ediki út i vatnið. Það kemur í veg fyrir að eggið leki. Ef þú uppgötvar að eggið er brotið áður en þú sýður það, vefðu það þá i álpappir og gættu þess að brjóta vel upp á endana. Eftir suðuna er egginu svo dýft í kalt vatn áður en það er tekiö úr álpappírnum. Annars gæti það haldið áfram að sjóöa. 52. tbl. Vikan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.