Vikan - 28.12.1978, Side 38
„Látum þvívinir..
Svona brugga þeir koníak í
Frakklandi.
Bleika Sól-
heima-María
Tómatavín sem er ekki lengi að ná bestu
gæðum
10 kg rauðir tómatar
3 teskeiðar rohament „P”
6 teskeiðar pektolas-hvati
2 matskeiðar vínsýra
2 teskeiðar gernæring
6 campten-töflur
5 kg af sykri
1 Larsens-gerbréf.
Tómatar þvegnir, kramdir og saxaðir
niður. 5 lítrum af sjóðandi vatni hellt yfir
og þegar það er orðið 40 gráða heitt er
campten-töflunum, pektolas-hvatanum og
rohament „P” blandað saman við. Látið
standa í sólarhring. Þá er 3 kg af sykri bætt
út í ásamt gernæringunni og vinsýrunni.
Rúmmál aukið í 22 lítra og gerið sett út í.
Látiðgerjaí 8-10daga.
Hratið síað frá og 2 kg af sykri bætt við.
Rúmmál aukið í 25 lítra. Látið gerja út í
íláti með vatnslás.
Fleytt yfir í annað ilát og 6 campten-
töflum og 1 matskeið af bentonit-leir bætt
við. Látið standa í 2 sólarhringa og þá fleytt
aftur. Nú eru felliefnin sett út í og
látið standa og umfleytt þar til orðið tært.
Sett á flösur og geymt.
R.I.B.S.
Rifsberjavín
Rauður, indæll berjasafi
12 kg rifsber (vel þroskuð)
4 teskeiðar pektolas-hvati
2 teskeiðar gernæring
1 matskeið kalk
6 campten-töflur
1 gerbréf (Larsens)
5 kg sykur
Berin þvegin og stilkar teknir frá. Berin
kramin (ekki má sprengja kjarnana). 5
lítrum af sjóðandi vatni hellt yfir. Þegar
hitinn er orðinn 40 gráður er efnunum
blandað út í; pektolas-hvatanum,
gernæringunni, kalkinu, camptentöflúnum
og 3 kg af sykri. Rúmmál vökvans aukið í
22 lítra, kjörhiti er 27 gráður. Þá er gerið
sett út i og blandan látin gerjast í 5-10 daga,
eftir því hversu mikið rifsberjabragð á að
vera að víninu.
Hratið sigtað úr og 2 kg af sykri bætt út
i. Rúmmál aukið í 25 lítra og vínið látið
gerja út í lokuðu íláti með vatnslás.
Vínið fleytt yfir og 6 campten-töflum
bætt út í ásamt felliefnum. Látið standa og
umfleytt þar til vinið er orðið tært. Sett á
flöskur með korktappa og geymt. Eftir
fjóra mánuði er þetta orðið huggulegt vín.
Sámsstaðaöl
Þetta er alíslenskt öl, lagað eftir fornri hefð
5 kg af góðu byggkorni (helst frá Sámsstöð-
um)
1 kg sykur (eða hreint maltextrakt)
1 teskeið gernæring
1 bréf hreinræktað ölger.
Kornið skolað og bleytt upp í volgu vatni
Síðan breitt á bakka í hlýju herbergi og
látið spíra. Er það gert með því að breiða
rakan klút yfir kornið og plast þar ofan á til
einangrunar. Kornið látið spíra þarna í 3-5
daga. Spírunin prófuð með því að tyggja
nokkur korn af og til. Þegar kornið er orðið
lint og sætt er það malað í maltgraut og 10
lítrum af sjóðandi vatni hellt yfir. Þegar
hitinn er kominn niður í 27 gráður er
gernæringin og ölgerið sett út í og enn bætt
við 10 lítrum af sjóðandi vatni. Látið gerja i
2 sólarhringa.
Kornhratið síað frá og 1 kg af sykri bætt
út í. Rúmmálið aukið með vatni upp í 25
lítra. Látið gerja út. Ölið látið standa á
köldum stað og falla út, þá fleytt yfir og
felliefni sett í. Látið standa og umfleytt þar
til orðið nánast tært. Nú fleytt yfir í síðasta
sinn og í það bætt 130 gr af sykri. Tappað á
flöskur og látið þroskast á sama hátt og
heimalagaður bjór.
E.J.
38 Vikan 52. tbl.