Vikan - 28.12.1978, Side 39
Náðum ekki til ömmu
Kæri draumráðandi.
Mig dreymdi draum fyrir svo sem 5-
6 árum og get ekki gleymt honum.
Amma var þá nýdáin, en ég var mjög
hænd að henni. Draumurinn var
svona: Mér fannst ég og afi labba eftir
löngum gangi. Ég man ekki hvort fleiri
voru með okkur. Amma stóð við enda
gangsins, mjögfalleg í hvítum kjól, og
stafaði frá henni yndisleg birta. Stóð í
kringum hana fólk, eða konur, sem
voru áltka ömmu í klœðaburði, en
stafaði minni birta frá þeim. Amma
virtist vera höfuðpersónan þarna, og til
hennar ætluðum við. Á ieiðinni var afi
alltafað hálfdetta eða hrasa, en ég
studdi hann eftir því, sem ég hafði
krafta til. Þetta virtist vera langur
gangur í einhverjum hiöðnum kjaliara.
Ég og afi þráðum svo að komast til
ömmu, en við náðum ekki, því ég
vaknaði. Hvað merkir að dreyma að
verið sé að elta mann? Mérflnnst
alltaf eins og ég komist ekkert áfram,
og sé toguð á milli af einhverjum
öflum. Mig hefur oft dreymt þetta.
Mig hefur tvisvar dreymt dáinn
frænda minn, en okkur kom mjög vel
saman. Það er eins og hann sé að
reyna að ná sambandi við mig. Á ég
að fara á miðilsfund og reyna að tala
við hann þar?
Eru miðilsfundir bara
blöff?
B.B.
Fyrsti draumurinn boðar þér öryggi. Þér
er óhætt að halda stefnu þinni áfram
óhikað, og þin bíður ánægja og gleði.
Hvíti kjóllinn og kjallarinn eru hvort
tveggja fyrirboði veikinda, sem þú átt
eftir að stríða við, en mikil gæfa bíður
afa þíns. Birtan, sem stafaði frá ömmu
þinni, boðar þér ástsæld, auðæfi og
farsæld í hjónabandi þínu. Það er
heldur erfitt að ráða eltingardraumana,
slíkir draumar stafa yfirleitt af tauga-
spennu og ekki hægt að ráða þá, nema
önnur tákn í draumnum fylgi með.
Draumarnir um látinn frænda þinn
boða þér að þú munir afla þér
virðingar, en sennilega mun þó einhver
vinur þinn svíkja þig og valda þér
miklum vonbrigðum. Draumráðandi sér
aðeins um að ráða drauma, ekki að
ráðleggja fólki hvort það eigi að fara á
miðilsfundi.
Míg
dreymdi
Stór og kolsvört mús
Kæri draumráðandi
Ég vona að þú ráðir þennan draum
fyrir mig, því hann var mjög skýr. Mér
fannst ég vera heima, en ég á heima
úti á landi, og voru nokkrar vinkonur
mínar úr bœnum þar líka. Mér fannst
við vera að fara á ball, og við vorum
alveg tilbúnar. Þœr fóru niður á neðri
hæðina og voru að gera eitthvað, sem
ég mátti ekki vita um. (Við höfðum
líka keypt flösku). Ég var uppi á
meðan. Þá kom stærðar mús
hlaupandi út á gólf, og ég varð
skíthrædd og setti stól upp á annan
stól og lagðist þar upp á. Músin hljóp
þarna um og ég man að hún var stór
og feit og kolsvört og ógeðsleg. Þá
kom yngri bróðir minn hlaupandi upp.
Ég sagði honum að taka (eða drepa, ég
man ekki hvort) músina, og hann tók
snœri og krœkti því utan um hana, og
kramdi hana. En þá vaknaði ég og þá
fannst mér svo vænt um bróður minn
fyrir að hafa drepið músina. Með
fyrirfram þökk fyrir birtinguna.
Gunna
Þú mátt eiga von á bættum kjörum,
gleði, heilbrigði og góðu hjónabandi, og
innan tíðar muntu gera veigamikinn
samning, sem valda mun miklum
breytingum í lifi þínu. Samningur þessi
verður á ýmsan hátt afar sérkennilegur.
Bróðir þinn mun flækjast í mál, sem
hætt er við að verði honum til skaða, og
von bráðar mun hann fara sínar eigin
leiðir í sérstöku tilfelli.
Barnsfæðing
Kæri draumráðandi.
Mig langar til að biðja þig að ráða
fyrir mig draum, sem mig dreymdi
ekki ails fyrir löngu. Hann er svona:
Mér fannst ég vera ófrísk og að því
komin að fæða, en enginn læknir var
nálægur. Fannst mér faðir minn og
móðir vera hjá mér, og mamma spurði
pabba, hvort hann gæti ekki tekið á
móti barninu. Hann sagðist geta reynt,
og ég var lögð í hjónarúmið mitt. Þar
fékk ég heiftarlega hríðarverki, og
fannst mér sem barnið væri að koma,
en það gekk svo hrœðiiega illa. Þetta
var svo vont, að ég var farin að há-
gráta. Pabbi reyndi að hugga mig og
sagði, að allt yrði I lagi, en mamma
stóð álengdar og horfði bara á. Eftir
þó nokkra stund hættu allir verkir, og
mér leið miklu betur. Ég hafði fætt af
mér lítinn strák. Mér fannst mamma
hafa klætt hann, þvíhann var íIjós-
bláum fötum. Ég horfði hreykin á
hann, strauk yfir hann og sagði:
„Þetta var ekki svo erfltt, ég gæti vel
hugsað mér að eiga fleiri". Ég vaknaði
við það. Ég vil taka það fram, að við
fæðinguna var ekkert blóð og að ég á
engin börn, en er trúlofuð, ef það
skyldi breyta einhverju. Svo vona ég
bara, að þú getir ráðið þennan draum
fyrir mig, því ég er búin að hugsa
mikið um hann ogþætti vænt um að
vita, hvort hann táknar eitthvað sér-
stakt. Með fyrirfram þökk fyrir ráðn-
inguna.
Ein fáfróð um drauma.
Þessi draumur er þér að öllu leyti fyrir-
boði mikillar hamingju. Þú átt óvenju
hamingjusamt líf fyrir höndum, og öll
áform þín munu heppnast vel. Þín bíður
óvæntur og mikill hagnaður, og þú
munt njóta mikillar heimilishamingju.
Rúmið boðar þér giftingu, efnilegan erf-
ingja eða einhverja breytingu, allt eftir
því hvernig núverandi aðstæður þínar
eru. Þó finnst draumráðanda líklegast,
að þú verðir barnshafandi innan
skamms.
52. tbl. Vikan 39