Vikan


Vikan - 28.12.1978, Side 40

Vikan - 28.12.1978, Side 40
Dauðinn í Egyptalandi Hér birtum við eina af fyrstu smásögum Agöthu Christie. Leynilögreglumaðurinn heitir Parker Pyne og segist vera sérfræðingur í hjartasorgum, en hann getur líka leyst morðgátur. FÐI Grayle var taugaspennt. Frá þeirri stundu, sem hún steig um borð í litla lúxusgufuskipið Fayoum, hafði hún kvartað yfir öllu. Henni líkaði ekki við klefann. Hún þoldi ekki árdegis- sólina, hún þoldi ekki síðdegissólina. Pamela Grayle, frænka mannsins hennar, skipti við hana á klefa — kannski féll henni betur að vera þeim megin i skipinu? Án þess að sýna minnsta þakklætisvott flutti lafði Grayle i klefann. Hún var orðljót við hjúkrunarkonuna sína og skammaðist yfir því, að sjalið, sem hún hafði lagt fram fyrir hana, hentaði engan veginn við þessar aðstæður. Hún var ekki síður önug við eiginmann sinn, sir George, af því að hann hafði keypt aldeilis ómögulega hálsfesti handa henni. En hún réðst ekki á Basil West, einkaritara manns sins, enginn gat reiðst Basil. Einn morguninn kom lafði Grayle auga á ókunnugan mann, sem sat i einum körfustólnum. Nú var reiði hennar takmarkalaus. — Þeir fullyrtu á skrifstofunni að við yrðum einu farþegarnir! æpti hún. Ferðamannatímabilið er á enda, og engir aðrir áttu að vera með. — Það er alveg rétt, frú, sagði Mohammed, innfæddi þjónninn, stillilega. — Aðeins þér og fylgdarlið yðar og einn herra að auki, það er allt og sumt. Alveg rétt. — En mér var sagt, að engir yrðu auk okkar! — Það verður allt í lagi, frú. — Þetta eru svik, ekkert annað en svik, ég endurtek það! —Það verður allt í lagi, frú. Hann er mjög hæglátur, mjög svo hæglátur. — Þú ert þorskur. Þú skilur ekkert. Fröken MacNaughton, hvar eruð þér? Hu, þarna eruð þér loksins. Fylgið mér til klefans og gefið mér asperín. Og gætið þess, að þessi Mohammed komi ekki í námunda við mig. Hann japlast bara á því sama aftur og aftur: „Það verður allt i lagi frú,” alveg sama hvers ég spyr, alltaf sama svarið. Fröken MacNaughton hjálpaði henni upp úr stólnum án þess að svara nokkru. Hún var há og grönn kona á að giska þrjátíu og fimm ára, dökk yfirlitum og falleg á sérstæðan hátt. Lafði Grayle var tæplega fimmtug. Frá sextán ára aldri hafði hún haft allt of mikið fé milli handa. Hún hafði gifst fátækum aðalsmanni, sir George Grayle. Hún var hávaxin kona og nokkuð þrekvaxin. Hún var ekki ófrið, en svipur hennar var alltaf skapvonskulegur og fýldur. Fröken MacNaughton sat þolinmóð undir nöldri hennar, andlitið var svip- brigðalaust og kom ekki upp um hana. Nýi farþeginn, sem valdið hafði lafði Grayle svo mikilli gremju, sat í körfustól á þilfarinu og horfði á Nilarfljótið og hina gullnu sandbakka þess. Fröken MacNaughton gaut til hans augum, þegar hún gekk fram hjá honum á leið til sir Georgs. Lafði Grayle hafði beðið hjúkrunarkonuna þess að biðja hann að losa þau við þennan nýja farþega. Sir George gapti: — Hvernig í ósköpunum á ég að fara að því? Rödd hjúkrunarkonunnar var róleg og vingjarnleg, þegar hún svaraði: — Segið bara, að það getið þér ekki.' Það verður i lagi. Hún er bara illa stemmd núna. — Haldið þér að hún sé raunverulega slæm? — Hjúkrunarkonan varð alvarleg og hikaði aðeins áður en hún svaraði. Þegar hún svaraði, var rödd hennar einhvern veginn breytt. — Já, mér líst ekki nógu vel á líðan hennar núna. En þér megið ekki taka það nærri yður, sir George, alls ekki. Hún brosti vingjarnlega til hans og gekk út. AMELA kom inn í salinn, sæt og úthvíld, klædd í hvitan kjól, sem fór einkar vel. — Halló frændi, hvað ertu með þarna? Nei, en fallegt! — Það er ánægjulegt, að þér finnst það. Heldurðu, að frænka þin verði sama sinnis? — Nei, henni líkar ekkert. Ekki get ég skilið, hvers vegna þú giftist þessari manneskju, frændi. Sir George svaraði ekki. Fyrir hugskotssjónum sinum sá hann ruglingslega mynd af óreiðustandi, skuldunautum og laglegri, stjórnsamri konu, sem bjargaði honum út úr ógöngunum. — Aumingja þú, sagði Pamela. — Þú hefur ekki átt annars úrkosti. En hún er ekki beint ánægjuleg, eða hvað segirðu? — Eftir að hún veiktist, hóf sir George máls. En Pamela greip fram í. — Hún er ekki veik! Ekki raunverulega. Hún gerir allt, sem hana langar til. Þegar þú varst uppi við Assuan, var hún eins og fugl á kvisti. Ég þori að veðja, að fröken MacNaughton veit, að hún gerir sér veikindin upp. — Ég veit ekki, hvað við hefðum gert án fröken MacNaughton, sagði George og andvarpaði þungan. — Hum. Hún er dugleg, já, það er satt, viðurkenndi Pamela. — En ég treysti henni ekki eins vel og þú virðist gera, frændi. En hún annast reyndar þessa gömlu nöldurskjóðu betur en nokkur annar. — Heyrðu nú Pat, svona máttu ekki tala um frænku þína. Hún er þrátt fyrir allt góð við þig. — Já, já. Borgar reikningana okkar, ekki satt? En það er ekki skemmtilegt að vera nálægt henni, svo mikið er vist. Sir George breytti um umræðuefni. — Hvað eigum við að gera við þennan náunga, sem er nýkominn um borð? Frænka þín vill, að við höfum skipið alveg út af fyrir okkur. — Já, en það fær hún ekki, sagði Pamela kuldalega. — Þetta er hugguleg- ur maður. Hann heitir Parker Pyne. Mér kæmi ekki á óvart, að hann ynni í utanríkisþjónustunni. Skrýtið, en mér finnst ég hafa heyrt nafnið áður. Basil! Einkaritarinn kom inn í salinn í þessu. — Hvar get ég hafa séð nafnið Parker Pyne? — 1 Times. í auglýsingadálkunum, sagði ungi maðurinn án hiks. Hann hélt áfram: „Eruð þér hamingjusöm? Ef ekki, hafið samband við Parker Pyne.” — En skemmtilegt! Við getum tjáð honum öll okkar vandamál og hann leysir þau áður en við komum til Kairó! — Ég hefi engin vandamál fyrir mitt leyti, sagði Basil West. — Við ætlum að sigla niður hina gullnu Níl og skoða musteri — hann leit snöggt á sir George, sem sat niðursokkinn yfir dagblaði — saman... Siðasta orðið var lágt hvísl og aðeins Pamela heyrði það. Þau litu djúpt í augu hvors annars. — Þú hefur á réttu að standa, Basil, sagði hún í léttum tón — það er gott að vera til og.... Sir George stóð upp og gekk út. ^PARKER Pyne þerraði svitann af enninu. Hann var rétt kominn úr smáferð til Dendereas musterisins. Hann hafði korúist að því, að reiðtúr á asna var ekki við hans hæfi. Hann ætlaði að fara að hneppa frá sér skyrtunni, þegar hann kom auga á bréf á náttborðinu. Hann opnaði það. „Kæri herra Pyne. Það myndi gleðja mig mikið, ef þér létuð vera að heimsækja Abydos must- erið, þar sem ég hefi áhuga á að ráðfæra mig við yður hér um borð í skipinu. Kær kveðja, AriadneGrayle.” Parker Pyne brosti íbygginn á svip. Hann tók fram bréfsefni og skrifaði eftirfarandi svar: „Kæra lafði Grayle. Því miður verð ég að valda yður vonbrigðum, en ég er i frii, ekki að störfum sem stendur.” Hann undirritaði bréfið og bað einn af þjónunum að bera lafði Grayle það. Það leið ekki á löngu, þar til þjónninn kom til baka með nýtt bréf frá lafði Grayle: „Kæri herra Parker Pyne. Mér er fullkomlega ljóst, að þér eruð í fríi, en ég er reiðubúin að gjalda ráðgjöf yðar með hundrað pundum. Kær kveðja, Adriadne Grayle.” 40 Vikan 52. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.