Vikan


Vikan - 28.12.1978, Side 42

Vikan - 28.12.1978, Side 42
— Já, og ég held aö lafði Grayle verði einnig varkár. Fröken MacNaughton gekk út úr salnum. Parker Pyne sá ekki lafði Grayle fyrr en við kvöldverðinn. Hún sat í borðsalnum og reykti og brenndi pappírssnepil í öskubakkanum. Hún lét sem hún sæi hann ekki, og hann gekk út frá þvi, að hún væri ennþá sármóðguð. En FTIR kvöldverð spilaði hann bridge við sir George, Pamelu og Basil. Ekkert þeirra virtist sérstaklega áhugasamt um spilamennskuna, þau hættuþvísnemma. Það var nokkuð liðið á nóttu, þegar Parker Pyne var vakinn harkalega af værum svefni. Mohammed stóð við rúm hans: — Lafðin er mjög slæm. Hjúkrunarkonan er óttaslegin. Ég reyni aðsækja lækni. Parker Pyne flýtti sér að klæða sig í buxur og slopp. Hann kom að klefa lafði Grayle samtímis Basil West. Sir George og Pamela voru þar fyrir. Elsie MacNaughton gerði allt, sem í hennar valdi stóð, fyrir sjúkling sinn. Um leið og Parker Pyne kom inn í klefann fóru krampaflog um líkama aumingja konunnar. Hún stífnaði upp og datt afturábak. Dauð. — Jú, víst hef ég heyrt um gegnsæjar blússur, en er þetta nú ekki fulllangt gengið? Parker Pyne dró Pamelu gætilega með sér út úr klefanum. — Hryllilegt, hikstaði unga stúlkan. — Guð, en hryllilegt. Er hún, er hún ...? ------Dáin? Já, ég er hræddur um það.já. Hann lét Basil um stúlkuna. Nú kom sir George líka út úr klefanum. Hann virtist alveg utan við sig, ráðvilltur og skelfingu lostinn. — Ég hafði ekki grun um, að hún væri raunverulega svona slæm, tautaði hann. — Datt ekki eitt augnablik i hug, að það væri alvara. Parker Pyne gekk aftur inn i klefann. Elsie MacNaughton var náföl og andlitið svipbrigðalaust. — Hefur nokkur sent eftir lækni? spurði hún. — Já, já. Hann þagnaði, en sagði eftir umhugsun: Striknín? — Já. það er enginn vafi. Ó. ég trúi þessu varla. Hún settist kjökrandi á stól. Hann lagði höndina á öxl hennar í huggunarskyni. Svo datt honum allt í einu nokkuð i hug; hann hráðaði sér út úr klefanum og gekk niður í borðsalinn. í öskubakka fann hann hálfbrenndan pappírssnepil, það voru bara fáein orð, sem voru læsileg: „Draumar. Benndu þetta!" — Humm, sagði Parker Pyne. — Þetta var athyglisvert. EnN, viku siðar sat herra Parker Pyne frammi fyrir háttsettum embættis- manni i Kairó. — Þú segir nokkuð, sagði hann —svo það er sannað. Hann virtist ekki sannfærður. — Já, og með gildum rökum. Maður- innhlýtur aðverafífl. — O, jæja. Ekki vil ég nú segja, að sir George sé fífl, en kannski ekkert gáfna- ljós. — Nei, það má nú segja! Lögreglumaðurinn fór yfir það sem hann vissi: — Lafði Grayle vill fá bolla af kjötseyði. Hjúkrunarkonan fer fram I eldhús eftir því. Næst vill hún endilega fá sérri. Sir George útvegar það. Tveimur timum síðar er lafði Grayle látin og allt bendir til þess, að það sé vegna eitrunar af striknini. í klefa sir George hefur fundist lítill pakki af þessu eitri, auk þess var hann með umslag i vasanum með eitrinu í. — Humm, vafalaust nákvæm rannsókn, sagði Parker Pyne. — Hvaðan kom annars eitrið? — Já, við erum i nokkrum vafa, hvað það varðar. Hjúkrunarkonan hafði litilsháttar með sér ef lafði Grayle skyldi fá fyrir hjartað. En hún er i mótsögn við sjálfa sig. Fyrst sagði hún, að það litla, sem hún tók meðferðis, hefði þegar verið notað, en nú segist hún sakna hluta af skammtinum, sem hún átti eftir. — Það er ekki líkt henni að vera ónákvæm i frásögn, sagði Pyne og nuddaði hökuna hugsi. — Ég held nú, að þau hafi verið bæði að verki, sir George og hjúkrunarkonana. Þau líta hvort annað hýru auga. — Má vera. En ef fröken MacNaughton hefði skipulagt morð, er ég viss um, að hún hefði ekki farið svona klaufalega að. — Hvað um það, ég hefi sagt þér, hvernig málin standa. Sir George sleppur ekki frá þessu, það á eftir að velgja honum betur undir uggum. — Við sjáum nú til, sagði Pyne. — Ég sé, hvað ég get gert. Enn aukin þjónusta! Ókeypis eyðublöð á afgreiðslunni: Bíll: Sölutilkynningar, tryggingabréf, víxlar, afsöl Lausafé: Kaupsamningar, víxlar. Húsnæði: Húsaleigusamningar. Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Dagblaðið afgreiðsla Þverholti 11 sími 27022 Miðstöð smáauglýsingaviðskiptanna Smáauglýsingaþjónustan. ÆMBIABW Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Afgreiðsla Þverholti 11, sími 27022 4XVIkan S2. tbl

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.