Vikan


Vikan - 28.12.1978, Page 51

Vikan - 28.12.1978, Page 51
Danlel Stefánsson blandar verðlaunadrykk sinn, Dancki'. !_______________________________________________ fl im/! ' 1 Ragnar Pátursson fákk 3. verðlaun fyrir sinn kokktsii. QaunttoL Barþjónaklúbbur íslands hefur haldið árlega keppni í blöndun áfengra drykkja síðan 1963. Fer hún fram í þremur áföngum, þannig að eitt árið er keppt i blöndun sætra kokkteila, annað árið long drinks og það þriðja þurra kokkteila. Verðlaunahafi hvers drykks fyrir sig tekur síðan þátt í alþjóðakeppni, og verður sú næsta í Júgóslavíu 1979. íslendingar hafa staðið sig mjög vel í þessari keppni og unnið til verðlauna á erlendri grund. íslenskir barþjónar gera því víðreist í sambandi við þessa keppni, 1971 lögðu þeir Daníel Stefánsson á Sögu og Bjarni Guðjónsson á Loftleiðum upp í 6 vikna hnattferð vegna slíkrar keppni í Tokyo. Til gamans má geta þess, að árið sem Boris Spasský keppir við Fischer um heims- meistaratitilinn í skák á íslandi, vinnur Daníel 1. verðlaun fyrir kokkteil, sem hann skírir í höfuðið á hinum fræga Rússa. 1973 vinnur hann svo 2. verðlaun fyrir sama kokkteil í alþjóðakeppni í Feneyjum, en þá var heldur farið að halla undan fæti hjá skákkappanum. Mátti þá lesa eftirfarandi fyrirsögn í Visi: Spasský stendur sig vel í Feneyjakokkteil, en illa í skákinni. Þau nöfn, er íslendingar kannast hvað best við í sambandi við blöndun gómsætra kokkteila, eru vafalaust Símon í Naustinu, Daníel á Sögu og Bjarni á Loftleiðum, enda hafa þeir félagar unnið til margra verðlauna. En í þeirri keppni, sem nýlega var haldin í blöndun þurra kokkteila, bættist nýtt nafn við í hópinn, Ragnar Pétursson, Veitingahúsinu Snorrabæ. Leikar þar fóru svo, að Bjarni vann 1. verðlaun fyrir kokkteilinn Glacier Sun (Jöklasól), Daníel 2. verðlaun fyrir Dancin’ og Ragnar 3. verðlaun fyrir Gauntlet. Uppskriftirnar birtum við einmitt í þessu blaði. Uppskriftirnar að þessum drykkjum eru annars algjört ríkisleyndarmál, þar til eftir verðlaunaafhendingu, en lúmskan grun höfum við um, að þeir félagar hafi leitað álits eiginkvenna sinna áður en til leiks var gengið, en Daníel hefur þar sérfræðing sér við hlið, sem er eiginkona hans, Karen Kristjánsdóttir, barþjónn á Loftleiðum. Þau hjón kynntust á sínum tíma í Lídó, unnu síðan saman á Sögu, en Karen vinnur nú undir stjórn Bjarna Guðjónssonar á Loftleiðum. Þeir félagar voru sammála um, að keppni þessi hefði lagt sitt af mörkum til að bæta vínmenningu á íslandi. Eftirspurn eftir kokkteilum hefur aukist mjög, þá sér- staklega long drinks, en það bendir til þess, að fólk drekki fremur bragðsins vegna en áhrifanna. Einnig töldu þeir, að yngra fólkið, sem hefur alist upp við bari sem sjálfsagða hluti, kunni tiltölulega betur með vín að fara en eldra fólkið. Þeir kunna allir ákaflega vel við starf sitt og viðurkenna, að það sé sitthvað til í því, að barþjónum sé trúað fyrir fleiri hjartans málum en nokkurri annarri stétt og algengt, að barstóllinn breytist í skriftastól. Vikan óskar þeim til hamingju með sigurinn og þakkar þeim meðfylgjandi uppskriftir að gómsætum áramóta- kokkteilum. JÞ 52. tbl. Vikan 51

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.