Vikan - 28.12.1978, Page 62
POSTIRIW
Enn um Rfí
Hún Fífí gerir það ekki enda-
sleppt. Eins og þeir, sem lásu
greinina „Hundalíf’ í 43. tölu-
blaði muna, var hún fyrst talin
af kyninu cocker spaniel og
síðan af blönduðu kyni. En
samkvæmt bréfi, sem eigendum
hennar, Snæbirni Ásgeirssyni og
fjölskyldu, Seltjarnarnesi, hefur
nýlega borist frá sérfræðingi í
þessum málum, er Fífí af
hreinræktuðu kyni og mikil
aðalsfrú:
„Herra Snæbjörn Ásgeirsson
og fjölskylda.
Þar sem ég las viðtal við þig
í sambandi við Fífi í Vikunni,
þar sem því er haldið fram, að
hún sé af blönduðu kyni,
langar mig að segja þér, að þar
hefur þú rangt fyrir þér. Fífí er
hreinræktuð, og þessi
hundategund kom til íslands
fyrir um það bil 12-15 árum frá
USA með Brúarfossi. Tegundin
er alveg sérstök og heitir
Harondell Lowchens. Þetta veit
ég mjög vel, þvi ég á nákvæm-
lega eins tík. Hún er nú fimm
ára, og það yrði erfitt að
þekkja þær Fífí í sundur, svo
líkar eru þær. Eins hef ég séð
tvo hunda búsetta í Reykjavík
af sama kyni. Þeir eru 7 og 9
ára gamlir.”
Vikunni þykir heiður að því
að hafa þannig óafvitandi orðið
til þess að skera úr um hinn
óljósa uppruna Fífíar, sérstak-
lega þar sem komið hefur í ljós,
að hún er af mun göfugri ættum
en talið hefur verið, og þakkar
bréfritara athugasemd hans.
Viðtöl víð
fótboltagæja
Sæll Póstur minn!
Ég sá í síðustu Viku, að þú
fékkst bréf frá stelpu, sem telur
sig vita eitthvað um ABBA. En
gaman þætti mér að vita, hvort
þessi stelpa veit eins mikið og
hún gefur í skyn. Alla vega
virðist hún ekki vita, að
Agneta og Benny eru gift og
Fríða og Björn búa saman,
heldur víxlar hún því. Ég held,
að þessi stelpa ætti að líta í
gamlar blaðagreinar um ABBA,
fyrst hún er svo fáfróð, að það
þurfi að leiðrétta hana og segja
henni til. Mér fnnst Vikan
alltaf að verða betri og núna sé
efni hennar mjög gott.
Framhaldssögurnar eru
langbestar að mínum dómi. Þið
mættuð gjarnan vera meira
með viðtöl við fólk, þó helst
fótboltagæjana. Hvenær
kemur viðtalið við Ásgeir
Sigurvinsson? Ég sá í gömlu
Vikublaði, að í þarnæsta blaði
kœmi viðtal við Sigurð
Dagsson. Það var í 27. tbl. 27.
árg. 3. júlí 75. Hvar get ég
náð í þetta blað? Hvernig er
best að snúa sér, þegar maður
ætlar að gerast áskrifandi og
býr úti á landi? Geturðu gefið
mér upp nafn á blaði í Kanada,
sem tekur á móti óskum um
pennavini?
Með von um að Helga sé ekki
svöng. Bless, bless.
Fröken Snjáldra.
Öll gömul blöð Vikunnar getur
þú fengið með því að hafa
samband við blaðadreifinguna í
Þverholti 11. Viljir þú gerast
áskrifandi, getur þú bæði hringt
eða bara skrifað Vikunni og þá
ættir þú að taka fram, frá hvaða
tíma þú vilt gerast áskrifandi.
Beiðni um viðtal við Ásgeir
Sigurvinsson kom Pósturinn á
framfæri við rétta aðila.
Pennavini í Kanada ættir þú að
geta fengið með því að skrifa til
Lögberg-Heimskringla,
1400/191 Lomgard Ave,
Winnipeg, Kanada.
Át tvo tertubotna á
einum degi
Kæri Póstur!
Ég á við vandamál að stríða, sem ég hugsa að nokkrir
aðrir hafi líka. Ég er spikfeit og með óteljandi bólur í
andlitinu, og sumar eru svo stórar, grænar og rauðar, að
það er ógeðslegt að líta á mig. Ég hef oft farið til
húðsjúkdómalæknis, oghann læturmigfá hylki ogsýru, en
ég er með þurra og viðkvæma húð, þannig að ég skrælna
og fagna. Nú er ég orðin alveg hryllileg og veit alls ekki
hvað ég á að gera. Ég er búin að vera með bó/ur í 5 1/2 ár
og þeim fœkkar aldrei nema í tvö skipti. Þá fóru þær alveg,
en komu aftur og urðu verri. Ég er 166smá hæð, en 65
kg, sem sagt 9 kg of þung. Ég er búin að reyna oft að fara í
megrunarkúr, en það tekst í mesta lagi í 1-2 vikur. Ég hef
líka prófað Ayds, en verð bara svengri af því, en mamma er
alveg á móti Línunni. Ég borða ekki mikið af sælgœti, en
það er alltaf til nóg af brauði, kexi, bönunum o.f. hérna og
ég er alltaf svöng. Ef égfœ mér eina brauðsneið eða eina
kexköku, liggur við, að ég klári allan pakkann, og einn
daginn var ég svo dugleg, að ég át tvo tertubotna á einum
degi. Ég er alltafað skamma mig og mömmu, en það þýðir
ekki neitt, mamma segir bara, að unglingar verði að borða.
Mér myndi þykja mjög vænt um, ef Vikan gæti og vildi
birta strangan en hollan megrunarlista fyrir unglinga, hvað
maður ætti að borða upp á hvern einasta dag. Hvað á ég
að gera til að standast freistingar?
Með þökk fyrirfram.
Ein í vandrœðum.
P.S. Elsku Póstur, ég vona að þú getir birt þetta fyrir 7.
des., því égfœ að kaupa Vikuna þangað til, en annars er
hún orðin ansi dýr.
Ef satt skal segja, gat Pósturinn varla varist hlátri, þegar hann
las bréfíð þitt. Tveir tertubotnar — minna má nú gagn gera! Á
skólaárum Póstsins var einmitt ein skólasystirin nákvæmlega
eins og þú lýsir sjálfri þér. Hún var reyndar skapbesta stelpan í
bekknum og átti allra hylli þrátt fyrir nokkrar bólur og auka-
kíló. En mörgum árum síðar, þegar Pósturinn hitti hana á
götu, ætlaði hann varla að þekkja hana. Hún hafði farið í
Línuna og lést um ein tuttugu kíló og allar bólur auðvitað
löngu horfnar. Því ættir þú bara að ræða málið við mömmu
þína og fá hana til að segja þér, hvað hún hefur á móti
Línunni. Þar gætir þú örugglega fengið einhvern góðan
megrunarkúr fyrir unglinga, sem er til þess gerður, að
unglinginn skorti þó engin efni, á meðan hann er að vaxa.
Magn matarins segir sjaldnast nokkuð um næringargildið.
Farðu aftur og aftur til húðsjúkdómalæknisins, hann er að
þreifa sig áfram um, hvaða meðal hentar þér best, og það
finnst að lokum, ef þú auðsýnir næga þolinmæði. Fæðuval
þitt getur líka haft sitt að segja í sambandi við húðina, og því
gæti húðin lagast, ef þú færir í góðan megrunarkúr. Hertu þig
bara upp og gangi þér vel!
Vonandi hefur móðir þin skipt um skoðun um innkaup á
Vikunni, svo þú lesir þetta svar, sem því miður gat ekki birst
fyrr. Vikan hefur reyndar hækkað, en alls ekki meira en allir
aðrir hlutir þetta haustið, og því má heldur ekki gleyma, að
hún hefur stækkað um heilar átta síður sem vegur upp á móti
hækkuninni.
62 Vlkan 52. tbl.