Vikan - 28.12.1978, Page 63
Skemmtilegustu
krakkarnir í
hennar bekk
Hæ Póstur!
Ég les Vikuna oft og mér
finnst hún skemmtileg. Jæja,
það er best, að ég snúi mér að
efninu. Við erum hérna tvær
vinkonur og erum jafngamlar,
en við erum ekki í sama bekk
og okkur langar til að vera
saman í bekk. I bekknum hjá
annarri okkar eru skemmti-
legustu krakkarnir (sérstaklega
strákarnir), en svo leiðinlegir í
hinum bekknum. Skólastjórinn
vill ekki láta breyta, að við
höldum. En við hættum ekki
fyrr en við getum verið í sama
bekk. Hvað eigum við að gera?
Góði segðu ekki „þið verðið að
hafa þetta svona," því það
viljum við ekki heyra.
Vertu blessaður og við vonum
að þetta birtist.
Dagga og Linda
Því miður hefur Pósturinn lítil
völd i þessu máli. Bréfadálkur
getur ekki flutt börn milli
bekkja, og ef ykkur er einhver
alvara, neyðist þið til að snúa
ykkur til skólastjórans og
komast að hans skoðun á
málinu. Ef til vill hafið þið nú
þegar skipt um skoðun og finnst
nú, að einmitt hinn bekkurinn sé
sá langskemmtilegasti. Öll svona
mál eru fremur erfið viðfangs,
og ef látið væri undan vilja
nemenda, gæti það kostað
algjört öngþveiti í skólanum.
Jólabakstur —
leiðrétting
Að sjálfsögðu eru allir löngu
búnir að baka til jólanna þetta
árið og sennilega búnir að borða
kökurnar líka. En það eru jól á
hverju ári, og þar sem búast má
við, að kökuuppskriftirnar í 48.
tbl. verði oftar teknar fram,
viljum við koma á framfæri
leiðréttingu við eina uppskrift-
ina. Prentvillupúkinn er
sennilega hin mesta sykuræta,
því að hann hefur gjörsamlega
rænt 250 gr af sykri úr
uppskriftinni að gyðingakökum
á bls. 48 í 48. tbl. Við hérna á
Vikunni komumst að raun um,
að okkar árlegu jólabaksturs-
uppskriftir eru mikið notaðar,
því hingað hringdi fjöldi manns
til að spyrja, hvað þarna hefði
fallið niður. Við vonum
einlæglega, að þessi meinlega
villa hafi ekki komið að sök.
Meinlegar
nafnabreytingar
i Jólablaðlnu urflu matnlagar nafna-
breytingar I vifltali vifl Pól
Andrésson, flugumajónarmann í
Luxemburg, um afl detta i lukku-
pottinn, en þar er hann ranglega
nefndur Gunnar Andrésson. Einnig
er rangt farifl með föðurnafn
eiginkonu hans Ólínu, hún er
Jónasdóttir, en ekki Einarsdóttir.
Við bifljum Pál margfaldrar
afsökunar ó þessum mistökum, um
leifl og vifl viljum þakka honum
ónœgjulegt spjall. J. Þ.
Gleyminn
Póstur
Kæri Póstur!
Þegar ég var að lesa gamla
Viku, rakst ég á bréf, sem
stelpa sendi Póstinum. Þar gaf
hún upp heimilisfangið hjá
Nick Nolte og ABBA. En eftir
það hafa tvær eða þrjár
manneskjur spurt um heimilis-
fangið hjá Nick Nolte, en þú
hefur alltaf svarað að þú hafir
ekki hugmynd um það. En hér
er heimilisfangið, og ég vona,
að þú munir það næst: Nick
Nolte, c/o I.C.M. 8899,
Beverley Blud, Los Angeles.
U.S.A.
Ungfrú Dreki.
Æ, æ — þar komst laglega upp
um Póstinn. Hann veit nefnilega
sáralítið um leikara og
hljómsveitir, og allt þess háttar
virðist fara inn um annað eyrað
á honum og út um hitt. Þakka
þér ábendinguna, allt slíkt er vel
þegið, og nú ætlar Pósturinn að
reyna að muna framvegis hvar
Nick Nolte á heima.
I þessari sögu um litla stúlku
jafn fágæta og fallega,
á sinn hátt
og bláa rós
er boðskapur um ást
til allra.
BÓKIN:
DAUÐUR
í 45 MÍNÚTUR
rósin
Banvænt æxlið á mænu Donalds stækkaði og stækkaði
þangað til uppskurður var óhjákvæmilegur. En tilþess að
hann tækist, urðu læknarnir að stöðva starfsemi hjarta
hans og heila — gera hann að lifandi líki.
BÓK f BLAÐFORMI
Ævisaga séra Jóns Steingrímssonar er eitt með merkarí
rítum, sem við eigum. Hér er rætt ofurlítið um þessa
merkilegu rítsmíð og grípið niður í hana hér og hvar.
DAGLEGT LÍF
Á ÍSLANDI Á ÁTJÁNDU ÖLD
Sttbl. Vlkan 63