Vikan


Vikan - 21.08.1980, Side 4

Vikan - 21.08.1980, Side 4
Vikan og innanstokksmunir ... minntist einhver á máfastell? Fyrir réttum eitt hundraö árum, eða nánar tiltekið árið 1880, var opnuð verslun i húsinu sem telst núna Vestur- gata 6 i Reykjavik. Húsið byggði hinn landsþekkti Geir Zoega og hann var einnig eigandi búðarinnar. Núverandi eigendur eru þrjú eftirlifandi böm (ieirs og verslunarstjóri er barnabarn hans, ]>óra Magnúsdóttir. Liklega hafa fáar verslanir verið jafnlifseigar hérlendis. Í upphafi var þarna uni eins konar krambúð að ræða en smáni saman breyttist svo verslunin þar til aðal vörurnar urðu leirtau og styttur. Þessi búð ber líklega ábyrgðina á þvi að hér á árum áður voru dönsk postulinsstell ómissandi stöðutákn, likt og litsjónvörp og rafmagnstæki urðu síðar, t>egar minnst er á máfastell eru allir með á nótunum. Nafnið eitt er orðið samheiti hinna ýmsu gerða postulínsstella. og i bókmenntum er það ósjaldan notað til þess að gefa lesendum til kynna ákveðn ar manngerðir. punkturinn yfir i-ið i mannlýsingunni. Postulinið barst hingað til Evrópu frá Kina og i upphafi voru Kínverjar einir um að þekkja leyndardóma postulins- húðarinnar. Eftir að hinunr þýska J. E. Bottger hafði svo tekist að uppgötva galdurinn um 1710 spruttu upp verk smiðjur um alla Evrópu. Danir stofnuðu Hina konunglegu postulinsverksmiðju og allir þekkja postulinið frá Bing og Gröndahl. Kosturinn við postulinsstellin er einkum sá að alltaf er hægt að fá nýtt i staðinn fyrir það sem brotnar. Verksmiðjan hefur 25 ára framleiðslu ábyrgðog með þessu móti hafa hlutirnir ólíkt meira gildi en ella. Fyrsta stellið sem Bing og Gröndahl framleiddu er einmitt máfastellið tittnefnda og siðan eru liðin hvorki meira né minna en 127 ár. En þctta er ekki eina stellið frá verksmiðjunni. gerðirnar eru fjölmargar og mynstrin ólík. Hér á síðunum sýnunt við myndir af einni gerð. en mörgunt ntynstrum. Þarna er unt að ræða sömu hlutina i grunnuppbyggingu sent siðan eru málaðir og gylltir á ýmsa vegu. Máfa- Máfurinn: Kaffisett: Bollapar 21.235. Kökudiskar (sama verö á hverjum um sig) 25.715. Sykurkar 22.835. Rjómakanna 14.500. Bakki 21.600. Kertastjaki 7.500. Úskubakki 8.610. Konfektskál 42.000. Matarsett: Vasi 31.675. Sósuskál 46.695. Djúpur diskur 12.960. Grunnur diskur 14.560. Tarina 122.000. öskubakki 9.750. 4 Vikan 34. tbl. \

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.