Vikan


Vikan - 21.08.1980, Síða 43

Vikan - 21.08.1980, Síða 43
fjölskyldu sina. Þegar Hans kallaði hana júðavin sem hefði kallað skömm yfir fjölskyldu sína skvetti hun úr bjórkrús framan i hann. Míiller og Hans skelli- hlógu. Inga rauk ut og svaf um nóttina inni hjá móður minni og systur. Þær voru í raun fangar á vinnustof- unni. Síðustu bankainnistæður mömmu höfðu verið gerðar upptækar en hun átti dálítið af peningum sem hún faldi í kápufóðri. Ógerlegt var að fá læknis- hjálp. jafnvel hjá kristnum læknum sem höfðu þekkt pabba. Enginn lyfti fingri til að hjálpa gyðingum. Inga man að [regar hún kom inn I vinnustofuna var verið að leika verk eftir Bach i útvarpinu i tilefni kvöldsins. „Sebastian Bach, Inga," sagði mamma. Hún var enn að skrifa pabba. Hann fékk fæst bréfanna. Nasistarnir i svonefndri „yfirstjórn" Póllands gerðu upptækan póst til fátækrahverfanna. „Skyldi einhver leika á píanóið okkar nú?” sagði Anna hljóðlega. Mamma leit upp. „Á gamla Bech- steininn? Það get ég ekki ímyndað mér. Þessi voðalegi læknir sem tók að sér læknastofuna virtist ekki mikill tónlist- arunnandi." „Hann stal stofunni,” sagði Anna. „Ég vona að þau brjóti á sér fingurna ef þau reyna að leika.” Þegar ég hugsa til þessara ára get ég ekki annað en litið á píanóið sem ein- hvers konar akkeri, keðju sem hlekkjaði okkur við Þýskaland. Það veitti okkur falska öryggiskennd. Fyrir nokkrum árum hitti ég tékkneskan tungumála- kennara hér í samyrkjubúinu. Hann sagði mér að einnig hann hefði átt gott pianó í Prag. Þeim hjónum hefði alltaf fundist sem ekkert illt gæti hent fólk sem ætti flygil. Mamma lokaði umslaginu. Inga sá að bréfið var stílað á dr. Jósef Weiss, Gyð- ingasjúkrahúsinu I Varsjá. Hún kyssti mömmu. „Það sakar ekki að reyna,” sagði mamma. „Það verður kannski betra, árið sem er að byrja.” „Það er alveg rétt, mamma,” svaraði lnga. „Við megum ekki gefa upp von- ina.” Hún sat andspænis mömmu i dimmri stofunni, tók um hendur hennar og sagði: „Þér er kalt, mamma.” „Mér er alltaf kalt. Jósef var vanur að segja að það gerði bláa blóðið I æðum mínum.” Anna leit upp úr bók sinni. „Um hvað var fjölskylda þín að rífast?” „Ekkert merkilegt. Hans er fullur.” „Þau vilja fleygja okkur út,” sagði Anna. Mamma sagði: „Kannski vill einhver af sjúklingum Jósefs leyfa okkur að vera." „Mamma,” sagði Anna reið. „Sjúkl- ingar pabba eru allir horfnir, komnir i fangelsi, flúnir eða bara horfnir." „Við getum samt reynt það, Anna mín.” Anna hækkaði röddina. Hún var orðin sautján ára, há og lagleg eins og mamma og hún hafði hlotið sömu fest- una. En mamma var tekin að bugast og Anna var nógu ung til að geta látið í Ijós reiði sina. „Þetta er vonlaust mamma, alveg vonlaust. Karl er i fangelsi og pabbi i Póliandi og nú eru nasistarnir einnig komnir þangað rétt eins og þeir séu að elta hann. Rúdí er hlaupinn að heiman. Við sjáum engan þeirra framar.” Móðir mín þagði. „Þú lætur sem þetta sé einhver leikur, mamma, eins og ekkert illt hafði komið fyrir okkur í alvöru. Þú skrifar bréf og talar um sjúklinga pabba eins og einhver þeirra sé hér.” Inga reyndi að róa hana. „Það sakar ekki. Anna.” Anna hlustaði ekki á hana. „Þú hefur alltaf þóst svo sérstök. Svo fín og vel menntuð..Þú kenndir okkur að vera eins og þú. Nasistarnir myndu aldrei gera þér eða börnum þinum mein. Sjáðu hvernig er ástatt fyrir okkur!" „Þetta er ekki móður þinni að kenna, Anna,” sagði Inga. Hún gekk til systur minnar, faðmaði hana að sér og reyndi að hindra að hún færi að gráta. „Gamlárskvöld," sagði Anna grát- andi. „Ekkert okkar lifir til næsta gaml- árskvölds!” Inga talaði blíðlega við hana. Mamma sat með lokuð augu og spennti greipar á enni sér. „Skilurðu ekki hve vænt móður þinni þykir um þig, Anna?” spurði lnga. „Og hve vænt henni þykir um föður þinn og bræður? Hún skrifar bréf, talar um þá og reynir að halda í vonina til að gleðja þig.” „Nei. Ég hlusta ekki á þetta. Tómar lygar!” Inga sagði: „En stundum þarf fólk að heyra lygar svo að það lifi til næsta dags." „Ekki ég! Ég vil fá pabba, Karl og Rúdí. . .” „Gráttu ekki, barn,” sagði mamma. „Rúdí myndi ekki vilja það og hann var I mestum metum hjá þér.” Hún virtist komast i geðshræringu þegar henni varð hugsað til mín. Hún setti aftur á sig gler- augun og tók að blaða í gömlum bréfum frá þeim dögum er allt lék í lyndi. „Ég veit að við eigum eftir að heyra i Rúdi,” sagði hún. „Ég veit að hann getur hjálpaðokkur." Anna spratt upp af sófanum og sópaði bréfunum af borðinu. „Nei! Meiri lygi. Ég vil ekki hlusta á ykkur. Ég ætla lika aðfara!” Það var nístingskuldi þetta kvöld. 34. tbl. Vlkan 43

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.