Vikan


Vikan - 21.08.1980, Síða 51

Vikan - 21.08.1980, Síða 51
gjörólíku mönnum. Annars vegar guð- fræðingur af gamla skólanum og fræði- maður og hins vegar skáld og spiritisti sem mjög lagði sig fram um að kynna Islendingum það nýjasta i sálar- rannsóknum samtímans. En þrátt fyrir gjörólík sjónarmið í mörgum málum var gaman að sjá hversu vel fór á með gömlu mönnunum í þessari fermingar- veislu sameiginlegs frænda. IV. Um margt var Hannes sérkennilegur maður. Minni hafði hann svo frábært, að ég hef aldrei kynnst öðru eins. Það var engu líkara en hann myndi allt sem hann hafði einu sinni lesið eða honum verið sagt frá. Minni hans virtist vera fullkomið. Enda átti það sinn þátt í því með hve undursamlegum hætti hann komst til mennta, eins og ég gat um í upphafi. Einu sinni á ári bauð hann fjölskyldu okkar í bíltúr uppí sveit og hlakkaði ég jafnan mjög til þess. Þá lék Hannes við hvern sinn fingur og sá var nú ekki i neinum vandræðum að rekja ættir bænda og presta á bæjum þeim sem við fórum framhjá eða stöðvuðum við. Fylgdu stundum bráðskemmtilegar frásagnir af skritnum mönnum og konum sem þarna höfðu búið endur fyrir löngu. Þótt örlögin höguðu því þannig, að Hannes gerðist fyrst guðfræðingur og síðan um alllangt skeið ritstjóri og virkur stjórnmálamaður, var hann þó fyrst og fremst hinn fæddi fræðimaður. í ættfræðirannsóknum hans koma fram bestu kostir hans, rökföst sundurgrein- andi hugsun, þolinmæði, þrautseigja og næstum óbrigðul nákvæmni. Kom þetta þegar fram hjá honum meðan hann var í skóla. Þannig dirfðist þessi fróði skóla- piltur til dæmis að gera athugasemdir og leiðrétta villur í rithöfundatali Jóns Borgfirðings og lögfræðingatali Magnúsar Stephensens, og þótti slíkt eigi alllítil dirfska, enda kostaði það ritdeilur, sem hann þó vann. Hannes var óbrigðull þjónn sannleikans, eins og hann þekkti hann i þessum efnum. Ekkert var honum eftir- sóknarverðara en staðreyndir og þekking, og ekkert var honum hvimleiðara en villur, ósannindi og fáfræði. Uppgötvunarþrá og þekkingar- þorsti knúðu hann til verka. Hann var forvitinn, athugull, stálminnugur og víðfróður. Honum skeikaði ekki nákvæmnin þegar ættfræðin var annars vegar. Þar var hann einnig hugvits- samur og ráðagóður um úrlausnir ef aðrir leituðu til hans, sem var afaralgengt. Þegar vandvirkni Hannesar er höfð í huga virðast afköst hans næstum óskiljanlega mikil. Yfir 80 bindi handrita liggja á þjóðskjalasafni eftir þennan atorkumann. Engan bið ég að skilja þessa lýsingu mína á hugljúfum frænda svo, að ég hafi talið hann gallalausan fremur en aðrir. Sumum þótti hann til dæmis úr hófi gagnrýninn og jafnvel þröngsýnn. En hafi svo verið hefur orsökin áreiðanlega verið ást hans á staðreyndum. Slíkum mönnum hættir stundum til þess að telja það eitt vera til, sem þeir geta rannsakað og falla stundum í þá freistni að afneita þeim möguleikum sem þeir hvorki geta sannað né afsannað (eins og fram kom í afstöðu hans til spiritism- ans). Veldur þessu að nokkru óttinn við að leggja trúnað á það sem þeir telja líklega rangt. Slíkur maður getur virst ókunnugum kaldur, fáskiptinn og einrænn, en ekkert hrjáir hann meira en að gera sig sekan um villur eða draga rangar ályktanir. En hvað sem þessu líður var Hannes hvorki fáskiptinn, einrænn né kaldur þeim sem þekktu hann best. Hann var þvert á móti hjartahlýr, gjafmildur og göfuglyndur, enda þótti mönnum því vænna um hann sem þeir kynntust honum betur. Ekkert var fjær skapgerð hans heldur en að láta á því bera þegar hann rétti einhverjum hjálparhönd, en þeir voru ófáir sem þess nutu. Hannes Þorsteinsson, sem var fæddur að Brú í Biskupstungum, lést í Reykja- vik árið 1935 sjötiu og fimm ára gamall. I endurminningunni er mynd hans björt og fögur. Auk þess sem ég á honum að þakka nafnið sem ég ber, því þegar ég var skírður nafninu Ævar, endurvakti Hannes það i íslensku, en það hafði enginn maður borið á íslandi i 8 eða 9 aldir, þegar ég var skírður. Ég er því elstur allra Islendinga sem í dag bera nafniðÆvar. □ 34. tbl. VikanSl

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.