Vikan


Vikan - 25.09.1980, Page 35

Vikan - 25.09.1980, Page 35
hugmynd, birtum viö hér nokkrar teikningar at útsaumssporum. Talsvert framboðer af fallegum vefjarefnum, sem henta vel til út- saums, t.d. indverskt silki, sænsk og írsk hörefni, finnsk bómullar- efni, íslensk ullaráklæöi og ullar- jafi. Ættu því flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og skemmt sér við að spreyta sig við mynsturgerð og val á útsaums- sporum, auk þess að liti og efni er þá auðveldara að samræma híbýlum og húsbúnaði. Engin ástæða er til að einskorða sig við eina saumgerð, heldur eykur það líf og fjölþreytni að sauma margar gerðir i einn og sama hlutinn. Tvær sessurnar eru skreyttar skorningi eða bótasaum, það er að segja klippt eru út mynsturform úr öðru efni (og má þá nota hvaða afgang sem er) og lögð á sessu- borðiö, síðan má festa þau niöur á ýmsan hátt. T.d. með þéttu varp- spori, tunguspori, klóspori, snúnu lykkjuspori eða eins og hér refil- saum. Er bótin þá fyrst vörpuð niöur með tvinna og síðan lagður þráður af útsaumsgarni við brún- ina og saumað yfir hann meðfínni þræði. Fer það eftir, hvaða efni er í bótinni, hvort brjóta þarf inn af brúnunum eða ekki. Utanvið bæturnar er svo skreytt með fræ- hnútum, refilsaum og tungusþori. Þriðja sessan er líka gerð úr mislitum bótum, en á svolítið annan máta. Klippt eru út sexhyrnd pappaform og utanum þau eru bæturnar strekktar. Best er að hafa svipuö efni í öllum bótunum. Þær eru síðan varpaðar þétt saman frá röngu hver við aðra og mynda mynsturbekk eftir endilöngum púöanum bæði í bak og fyrir. Þessi bótabekkur er svo felldur ofan á grunninn og lagt niður við i höndum. Púðinn er úr finnsku bómullarefni í bláum og grænum litbrigðum, nema blómið er í rauðum litum. Nokkrir fræhnútar og línur eru saumaöar til skrauts. Tehettan er saumuð í súkkulaði- brúnan hessian. Skornings- mynstrið er úr sterkbláum og grænum bómullarefnum, einu röndóttu og öðru köflóttu. Nokkrir grófir þræðir eru lagðir til að tengja þetta allt saman. Hankinn er myndaður úr nokkrum tré- perlum. Klóspor Rúmenskt spor Krosshnútur Heimilisiðnaðarfélagið — V. Pálsd. 39. tbl. Vikan 35

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.