Vikan


Vikan - 13.08.1981, Side 14

Vikan - 13.08.1981, Side 14
Texti: Jón Baldvin Halldórsson Þeir sem guðirnir elska deyja ungir, segir einhvers staðar. Vel má vera að svo sé þó það bendi frekar í þá átt að fáir séu í náðinni hjá almættinu. En það er líka aldrei að vita hvað í fari mannanna er guðum þóknanlegt. Sumt í fari Bobs Marley gæti hafa verið þannig að guðunum líkaði, annað ekki. Á móti sérstaklega skapandi anda barðist eitrið sem að lokum sigraði. Bob Marley, þessi mikli konungur reggae-tónlistarinnar, féll fyrir ljánum þann 11. mai síðastliðinn í sjúkrahúsi á Miami. Þar með er hann kominn í flokk þeirra fjöl- mörgu popptónlistarmanna sem hafa kvatt þennan heim i blóma lífs síns en jafnframt skilið eftir hjá aðdáendum ódauðlega minningu og merk tónlistarverk. Dauði Marleys kom fáum á óvart. Vitað var að hann gekk með ólæknandi krabbamein sem myndi fyrr eða síðar draga hann til dauða. Þó alltaf sé erfitt að tala um orsakir og afleiðingar þegar sjúkdómar eru annars vegar má fullvíst telja að í tilfelli Marleys hafi eiturlyfin valdið krabba- meininu. Hann hafði i mörg ár verið háður mjög sterkum lyfjum og gat raunar ekki án þeirra verið einn einasta dag. Þau voru því smám saman að éta líkamann upp og um leið deyfa sköpunarmáttinn. Ör- lögin urðu ekki umflúin. Bob Marley var borinn til grafar þann 22. maí 1981 i heimalandi sínu Jamaica. Og BOB það var engin venjuleg jarðar- för. Heimurinn hefur sennilega aldrei séð neina með því sniði sem jarðarför reggae-kóngsins var. Sérstæður maður var líka kvaddur, einn af þessum mönnum sem óafmáanlegan stimpil hafa sett á ungt fólk um allan heim. En hann hafði gert meira og fyrir það komu lands- menn hans til að þakka. Marley hafði verið rödd Jamaica út á við meira en nokkur annar maður fyrr eða siðar og hann hafði talað máli þjóðarinnar í gegnum tónlistina. Líkami Marleys var fluttur frá Miami til Kingston á Jamaica. Eftir athöfnina þar var hann síðan færður 90 kílómetra leið til staðar sem kenndur er við heilaga Önnu. Þar hafði sérstakt grafhýsi verið útbúið nærri þeim stað þar sem Marley átti heima fyrstu árin eftir að hann giftist. Daginn fyrir jarðarförina lá líkami Marleys á viðhafnar- börum í stórri íþróttahöll sem byggð var fyrir bresku samveldis- leikana í Kingston árið 1962. En þó höllin væri stór dugði hún ekki fyrir öll þau ósköp af fólki sem vildi koma til að votta Marley virðingu sína. Milu langar biðraðir mynduðust utan við húsið og til smávægi- legra átaka kom í þeim þegar fólk reyndi allt til að sjá ,,guð” sinn þó ekki væri hann lengur lífs. Lögreglan þurfti á tímabili að beita táragasi á mannfjöld- ann. Eftir sérstaka fjölskyldu- kveðjustund í eþíópísku 14 Vikan 33. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.