Vikan


Vikan - 13.08.1981, Qupperneq 19

Vikan - 13.08.1981, Qupperneq 19
Framhaldssaga „Já. Ég held að þeir hafi alltaf verið aðspyrja aðþví.” „Sögðu þeir hvað þeir hétu?” „Ekki minnist ég þess.” „Nefndu þeir mig á nafn?” „Ég held það. Einn var risastór. Hann hló djúpum hlátri.” Zurotov var feginn að muna þetta. „Hann sagði mér sögu um skjaldböku. Ég man ekki núna hvernig sagan var. Hún var um skjald- böku i Afríku og mann þar sem talaði um ... „Skjaldbakan skiptir engu máli núna,” sagði Nogronsky. Zurotov hafði þegar sagt honum nóg til að sanna að Haggai Godin var kominn í spilið. Verra gat það varla verið. „Nefndu þeir nöfn á götum og hótelum?” „Já. Já, auðvitað. Þeir töldu upp hótelin og göturnar og ég svaraði með borgunum. Rétt!” sagði Zurotov. Ef til vill voru áhrif lyfsins að dvína. Ef til vill. „Þeir nefndu mörg nöfn. Bíddu, bíddu, ég ætla að rifja þau upp.” Nogronsky hlustaði. „Victoria Avenue,” stamaði Zurotov æstur. „Dorchester Road, Stanley Avenue ... bíddu, bíddu!” Nogronsky gat ekki á sér setið. „Minntust þeir á Niagara Road? Nefndu þeir Niagara Road nr. 10 á nafn, Zurotov? Hugsaðu maður, hugsaðu!” En Zurotov gat ekki hugsað lengur. Hugur hans hafði reist sinn varnarmúr til fulls. Zurotov var meðvitundarlaus. Nogronsky lyfti augnalokum Zuro- tovs. Hann vissi að hann var sigraður. Nogronsky var sannfærður um það innst inni að Zurotov hefði ekki sagt mönnunum neitt sem að gagni mætti koma. Kannski hafði honum skjátlast í áliti sínu á þessum manni. Kannski var hann hörkutól. Hann reis á fætur. Hann leit yfir herbergiö. Hann slökkti á olíuvélinni. Hann gætti þess að ekkert lægi á glám- bekk. Svo gekk Nogronsky til Zurotovs. Hann tók upp byssuna. Hann skaut einu skoti. Kúlan fór beint milli augnanna á Zurotov. Nogronsky slökkti á lömpunum og fór. Mason og Godin heyrðu skothvellinn. „Svo það er Niagara Road nr. 10,” tautaði Mason. 4. HLUTI Klukkan var átta fjörutíu og þrjú þegar Mason, Godin og Cooper komu inn á lögreglustöðina. „Það er Niagara Road nr. 10,” sagði Mason og gekk beint að borgarkortinu á veggnum. „Það er skammt frá brúnni, Rainbow Bridge.” Cooper sagði að loftskeytamaðurinn og Clansey væru í hinum bílnum og fylgdust með Nogronsky á búgarðinum. Þeir höfðu ekki látið til sín heyra enn. Um leið og Mason kom inn hringdi hinn símritinn i Washington. „Þeir eru á línunni,” sagði hann og rétti Mason gula símann. „Takk,” sagði Mason vélrænt og tók við tækinu. Hann var að igrunda næsta leik. Nogronsky hlaut að fara fljótlega af bænum en þeir vissu þó núna hvar þeir stóðu. Mason létti við það. Hann leit á Haggai Godin sem hafði aftur fengið sér sæti við ofninn. Hann var þungbrýnn. Hvað er eiginlega að honum? hugsaði Mason. Við erum komnir á fyrsta sporið frá því að við byrjuðum á þessu og hann er biksvartur á svipinn. Hann er skrýt- inn, hugsaði Mason. Hann ætlaði að spyrja hann spjörunum úr þegar hann hefði talað við Washington. Klikk heyrðist í símanum. „Ég er að gefa samband,” sagði karl- mannsrödd. Aftur heyrðist klikk í sím- anum, síðan heyrði Mason rödd forstjór- ans. „Ertu einn?” spurði forstjórinn fyrst. „Nei, sir,” sagði Mason undrandi. „Hér er liðþjálfinn og ...” „Losaðu þig við þá. Rektu þá út. Hafðu engan nema Godin hjá þér. Segðu hinum að fara.” Raddblærinn var slíkur að Mason kom ekki til hugar að mótmæla. Hann hafði aldrei heyrt yfirmann sinn tala í þessum tóni. „Flýttu þér, Mason,” skipaði hann. Mason leit í kringum sig. „Fyrirgefið, strákar,” sagöi hann og hélt fyrir trektina. „Haldið þið að við Godin getum fengið að vera hérna einir smástund? Mér skilst aö eitthvað mikið sé á seyði.” Liðþjálfinn leit á Cooper. „Sjálfsagt,” sagði hann og þeir risu á fætur, fóru út og lokuðu á eftir sér. Loft- skeytamaðurinn fór inn til sín og lokaði. Godin leit spyrjandi á Mason en gekk síðan að borðinu og settist. „Það er hræðilegt að heyra til hans,” hvíslaði Mason að Godin. „Það hefur eitthvað ógurlegt komð fyrir.” Svo fjar- lægði hann höndina af trektinni og talaði við forstjórann. „Nú erum við einir inni, sir,” sagði hann. „Og er stillt á „ruglarann”?” „Já, sir.” „Aðgættu þaðaftur.” Mason leit á ruglaratakkann á guta Allt á verðandi mæður Anorakur Buxur Verd kr. 3 70 Veró kr. 248 Bulur Verðkr.61 Skokkur Bolur Buxur Bolur Buxur Mussa Buxur Mussa Skokkur Bolur Verðkr.329 Verðkr.94 Verðkr.345 Verðkr.53 Verðkr.248 Verðkr.349 Verðkr.248 Vcrðkr.220 Vcrðkr.320 Verðkr.88 Kjóll Verðkr.390 Buxur Mussa Verðkr.248 Verðkr.295 Skokkur Bolur Verð kr. 394 Verð kr. 88 Kjóll Verðkr. 496 Skokkgalli Bolur Sett Bolur Verðkr.636 Vcrðkr.61 Verðkr.445 Verðkr.53 Draumurinn Kirkjuhvoli— Sími 22873 ATH! Breyttur opnunartími: Virka daga kl. 12-18 33. tbl. Vikan 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.