Vikan


Vikan - 13.08.1981, Page 28

Vikan - 13.08.1981, Page 28
Ég hætti ekki sjómennsku þótt ég væri hættur á þessum skipum. Ég fór iðulega út i Reynishverfi að fá mér róður þegar leit vel út. Ég reið þá að heiman að kvöldi og náði í róður að morgni. Ég átti alltaf visst skiprúm hjá frænda minum Finnboga Einarssyni I Presthúsum. Hrifnastur var Gísli af þeim utanferðum þegar höfð var viðkoma f Skotlandi. Kveðst hann hafa lært þar margt og mikið um nýjustu búskaparhætti. Fyrsti maður sem ég hitti í Skotlandi var aldavinur föður míns, Helgi Helga- son smiðameistari. Hann hafði flutt snemma til Aberdeen í Skotlandi og hafði lært húsa- og mublusmiði. Þó var hann aðallega við skipasmíðar i Skotlandi. Helgi fór með mig í skoðunarferðir þegar ég kom við i Skotlandi. Ég skoðaði mig mikið um erlendis en sérstaklega lærði ég margt um búnaðarhætti i Skotlandi. Það var einkum verið að sýna mér skepnurnar og ég varð sérstak- lega hrifinn af svarthöfðafénu, mér þótti það svo fallegt. Ég hef alla tíð haft gaman af fé. Skotar voru á undan okkur í öllu. Vinnubrögð voru allt önnur en hér hjá okkur, það var allt miklu fullkomnara. Þar var vélvæðingin byrjuð en hér kom hún ekki fyrr en með stríðinu. Hér voru að vísu komnar hestavélar, þeir voru fleiri sem áttu þær en ekki. Ég byrjaði búskap fyrir alvöru árið 1927 og þá var það bara orfið og hrífan. Þegar ég kom að jörðinni hérna gaf túnið af sér 20 hesta og búið. Snöggur blettur — það var tæplega yfir daginn fyrir mig að slá það. Ætli ég hafi ekki • verið með eitthvað nálægt 50 ám og tvær kýr. Siðustu búskaparárin mín, á meðan ég bjó fyrir alvöru — ég bý nú ennþá hérna á Leiðvelli, eyðijörð hér fyrir ofan sem Landgræðslan á og hef haft hana i 16 ár — ætli ég hafi ekki verið með um 600 fjár hér á jörðinni undir það að ég hætti búskapnum. Og þá varég með 10 kýr. Ég var með marga hesta þvi að ég var með tvær sláttuvélar áður en ég fékk traktorinn. Tvær hestavélar, þær standa hér ryðgaðar og lélegar úti á túni. En svo keypti ég gamlan Ferguson- traktor með bensínvél árið 1952, keypti hann með 20-diska herfi, plógi og sláttu- vél. Og þá var nú ekki okkar gamla lélega króna því það kostaði ekki nema 52.000 allt saman. Vélin gengur eins og klukka, traktorinn er hjá mér upp frá hjá fjárhúsunum. Þar læt ég hann þegar ég er hættur heyskap og svo stendur hann við fjárhúsvegginn þangað til ég ætla að h fara að nota hann við sláttinn. Og hann er venjulega ekki kominn nema svona tíu metra þegar hann rýkur í gang. Svo gengur hann eins og klukka úr þvi. Þetta eru alveg ódrepandi vélar. Einu sinni kviknaði eldur í nýbyggðu húsinu á Sandaseli í Meðallandi þar sem ég var til heimilis. Það var ofsa- veður og það svo mikið að það kviknaði i rörunum í húsinu. Ég hentist upp I sót- svart kabyssið og þar var allt fullt af sokkadóti sem var verið að þurrka á rörunum sem lágu upp i mæninn I húsinu. Eg var oft skjótráður, eða gat verið það. Ég skipaði kvenfólkinu að hella vatni á gólfið, svo setti ég upp drullublauta vettlinga og tók öll rörin glóandi og setti allt saman niður á eldhúsgólfið í vatnið. Þar með bjargaðist allt, húsiðogallt. En svo þurfti að fara út og gera við og þá kom þessi visa: Úti er hrið og ofsaveður. Enginn veit hvað núna skeður. eftir lita ýmsu þarf Þeir, sem er . mikill þróttur léður. þeim veikari fari meður, velsvo þeirra virki starf. Kveðskapur Gísla Tómassonar hefur birst í bókinni Laufskálar sem út kom árið 1964. En við rekum einnig augu í Ijóð sem tileinkað er Gísla .. . Þegar ég varð áttræður, fyrir fjórum árum, samdi Eggert Loftsson þetta: Enn stendur Gísli ofar jarðvegi albundinn trúnni á kraft Leiðvallar. Áttræður hefur ofsa i veðri Ægis við dætur dansinn stigið. Jafnvígur varst á jarðar öll vopn járnkarla, ljái, pál og reku. Stórhöggur löngum i Stóraflóði störina ósmáa skára gerðir. Frá upphafi vega öll þín saga ævintýra tengist glansi. Dægrum saman I dölum afréttar dökka þokan smalann tafði. Forðum daga fangbrögð áttir flugvötn við I Gvendaráli, lá ekki við að lausar úr reipum lækju klyfjar né röknuðu hnútar. Ekkert sem hefur dagana á drifið dró úr þér kjark né setti hljóðan. Áfram lifir ókomna tíma við orðstír þinn sem góðan gast þér. Með þessum orðum um Stóraflóð er átt við þegar Kúðafljót flóði yfir bakka þannig að ég stóð í vatni að mitti við sláttinn. í Sandaseli sló ég þá 50 hesta upp úr flóðinu. Sandasel stendur á bökkum Kúða- fljóts og ég var alltaf að fylgja fólki yfir, 28 Vikan 33. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.