Vikan - 13.08.1981, Síða 31
Opnuplakat
Knattspyrnufélagið
FRAM
„Það hefur víst löngum
tíðkast hér í bæ, að strákar í
ákveðnum bæjarhverfum og á
líku reki héldu hóp og léku sér
saman.
Þeir voru að jafnaði baldnir
og fyrirferðarmiklir. Fullorðna
fólkið kallaði þá götustráka.
Til eins slfks hóps má rekja
stofnun Knattspyrnufélagsins
Fram.
Þessir strákar áttu flestir
heima í miðbænum og í grennd
við hann. Þó að miðbærinn sé
enn í öllu verulegu með sama
sniði sem þá, er þó að einu leyti
mikil breyting á orðin. Þá var
íbúð í hverju húsi að kalla og
margir krakkar uxu þar upp.
Við þennan miðbæjarkjarna
bættust svo ýmsir' skólafélagar
úr næstu hverfum.
Á þessum árum mátti heita,
að bærinn væri einn samfelldur
leikvöllur. Fjaran var ekki síst,
það voru víst ekki margir
dagar, sem strákar blotnuðu
ekki í fæturna. Tún um allan
bæ og opin svæði önnur,
Tjörnin og Melarnir. Loks
voru göturnar, og raunar aðal-
leikvangurinn. Þá var enginn
bíll og fá reiðhjól.
Leikir voru margvíslegir,
þönglastríð í fjörunni, gengið á
stultum, skoppað gjörðum,
útilegumannaleikur, feluleikur,
síðastaleikur, að hverfa fyrir
horn og loks boltaleikur og að
kasta bolta á þak eða í vegg.
Það hét „strik og sto”. Svo var
klink og stikk og fleira.
En suður á Melum voru eldri
strákar og ungir menn að
sparka bolta. Oft var labbað
suður eftir og horft með
undrun og aðdáun á þennan
nýstárlega leik. Það var ekkert
undanfæri, þetta varð að
reyna, og svo var ákveðið að
stofna félag.
Félagið okkar hét Fótbolta-
félagið Kári, stofnað 1. maí
1908. Svo er skrifað skýrum
stöfum á titilblaði fyrstu
fundarbókarinnar. Það er
býsna merkileg bók, það er
fyrir þá, sem lifa upp
skemmtilegustu ár ævinnar við
að blaða í henni. Nafni
félagsins var breytt á næsta
ári.” (Úr Fram 50 ára, 1958)
„Götustrákana” í miðbæ
Reykjavíkur 1908 hefur vafa-
laust dreymt um að félagið
þeirra yrði stórt og öflugt.
Sennilega hafa þeir samt ekki
rennt grun í að það ætti eftir að
verða það stórveldi sem raun er
á. Knattspyrnufélagið Fram
hefur 15 sinnum orðið íslands-
meistari í knattspyrnu, fyrst
1913 og siðast 1972. Bikar-
meistari fjórum sinnum á 11
árum, árin 1970, 1973, 1979 og
1980. Fram var sigurvegari í
meistarakeppni KSÍ árið 1974
og nú í ár. Félagið hefur
margoft orðið Reykjavíkur-
meistari í knattspyrnu.
í sjöunda sinn á tíu árum
tekur Fram í haust þátt í
Evrópukeppni í knattspyrnu.
Fyrst lék Fram í Evrópu-
keppninni árið 1971, gegn
Hibernians frá Möltu. Raunar
varð Fram fyrst íslenskra liða
til að vinna leik í keppninni
þegar það sigraði Hibernians á
Möltu í öðrum leik félaganna,
með 2:0.
Fjölmargir leikmenn Fram
hafa verið valdir í úrvalslið og
landslið á liðnum áratugum.
Núverandi fyrirliði Fram og
íslenska landsliðsins, Marteinn
Geirsson, hefur leikið fleiri
landsleiki en nokkur annar
íslendingur, alls 54 leiki.
Unglingastarf Fram hefur
löngum verið öflugt og
margþætt. Reglulegar æfingar
eru nú í knattspyrnudeild fyrir
2., 3., 4., 5. og 6. aldursflokk
og að sjálfsögðu tekur félagið
þátt í öllum opinberum mótum
í þeim flokkum.
Knattspyrnuskóli Fram er
víðkunnur. Eru þar haldin
hálfsmánaðar námskeið í júní,
júlí og ágúst. Undirstöðuatriði
knattspyrnunnar eru kennd og
æfð og þátttakendum gefst
kostur á að ljúka prófi í
knattspyrnuþrautum KSÍ. Með
5. flokk er farið í æfingabúðir
við Laugarvatn og fyrr í sumar
fóru 30 drengir i 4. flokki í
hálfsmánaðar ferð til fimm
Evrópulanda.
Unglingaráð og stjórn
knattspyrnudeildar kappkosta
að fá reynda og hæfa
knattspyrnumenn og íþrótta-
kennara til starfa sem þjálfara
fyrir yngri flokka félagsins.
Öflugt unglingastarf undan-
farinna ára er nú að bera ríku-
legan ávöxt hjá Fram. Útlit er
fyrir að allir yngri flokkar
félagsins komist í úrslitakeppni
íslandsmótsins í sumar. Margir
leikmenn úr 2. aldursflokki eru
nú komnir í hóp meistara-
flokksleikmanna.
íþróttasvæði Fram er í Álfta-
mýri í Reykjavík. Nú er unnið
við gerð nýs grasvallar félagsins
við hlið eldri grasvallar og
malarvallar. Undirbúningur að
byggingu íþróttahúss félagsins
stendur yfir. Verður það mikið
mannvirki og dýrt. Félags-
heimili Fram er löngu fullnýtt
fyrir ýmiss konar starfsemi.
Framarar líta björtum
augum til framtíðarinnar. Bætt
og aukin íþróttamannvirki í
Álftamýri gera kleift að efla
starfsemina til muna. Getur
félagið þá væntanlega tekið við
enn fleira æskufólki til leikja
og starfa. Að mati Framara er
þó mest um vert að starfa
áfram í þeim jákvæða félags-
anda sem einkennt hefur
starfið liðna áratugi.
Sjá næstu opnu
33. tbl.Vikan 31