Vikan - 13.08.1981, Síða 51
Draumar
Einstök barns-
fæöing
Kæri draumráðandi!
Ég hef nú aldrei skrifað til
þín áður en læt verða af því
núna. Mig dreymdi eftirfarandi
draum fyrir löngu og
situr hann svo stíft í mér. En
hann er þannig: Ég og
vinkona mín er við köllum A
vorum að labba niðri í miðbæ.
(Ég er ekki viss hvort það var í
heimabæ mínum eða Rvk). Við
sjáum þá að önnur vinkona
okkar er við köllum B. kallar á
okkur út um glugga á annarri
hæð í gömlu húsi. B. segist
vera byrjuð að fá hríðirnar
(var ófrísk). Við A fórum inn
til B. og lætur hún mig fá
appelsínugula vekjaraklukku úr
plasti til að taka tímann milli
hríða. Svo stöndum við þarna
inni í herberginu. sem var ekki
mjög stórt en með mikið af
gömlum húsgögnum og var
frekar dimmt inni í herberginu.
Við erum að horfa út um
gluggann en úti var fullt af
fóíki. Rekum við B. þá augun
i ungan mann, sem horfir upp í
gluggann til okkar og segjum
við báðar I einu: „Sjáðu augna-
ráðið. ” í því hleypur maðurinn
inn niðri og segir þá B. við mig
að ég skuli fara og ná í
lögregluna. Ég hleyp út og
mæti þá manninum í stiganum,
en yrði ekkert á hann. Síðan
hleyp ég út og er þar fullt af
fólki (ungu). Sé ég þá lögreglu-
konu standa við hvítt VW
rúgbrauð (bíl). Og er þar stelpa
að selja teikningar. Teikning-
arnar eru allar eins en mis-
stórar og eru með brúnum
kastala á. Ég segi konunni að
koma með mér (hún var
miðaldra) og gerir hún það.
Síðan fórum við tvær upp í
herbergið og um leið og ég kem
inn labba ég að manninum og
hræki framan I hann. Síðan
sest lögreglukonan I stól á móti
manninum og byrjar að tala
við hann. Þá sé ég að vinkona
mín B. er alveg komin að því
að eiga. Bið ég þá manninn að
hringja á sjúkrabíl og segist
hann gera það. Á meðan missir
B. legvatnið og segi ég henni
að liggja kyrr því það sé
hættulegt fyrir barnið ef hún
fari að labba um. En það
ætlaði hún sér og þverneitaði
að vera kyrr. Þá spyr ég
manninn hvort hann hafi ekki
kallað á sjúkrabíl og lítur hann
þá ósköp kœruleysislega á mig.
í því fyllist herbergið af fólki,
sem B.þekkir ekki (I raun og
veru). Fólkið er með fullt af
gjöfum og á ég ferlega erfitt
með að tala við það því plötu-
spilarinn var á fullu og spiluð
einhvers konar sinfóníulög.
Síðan ætla ég að fara að
hringja sjálf á sjúkrabíl, en finn
þá aldrei rétta símann. Allt I
einu eru komnir margirsímar
en enginn þeirra líkist síma
nema einn og á ég ósköp erfitt
með að ná I hann. Svo erum
við allt I einu komnar I vestur-
bæinn í Rvík, erum að labba
fram hjá Hótel Sögu á leið með
B. á sjúkrahúsið (allt fólkið sem
kom inn I herbergið er með).
Þá mætum við líkfylgd. Allir í
henni voru mjög dökkklæddir
og keyrði fremst svartur sendi-
bíll. Hann er með opnar
afturdyrnar og á eftir honum
labbar dökkklæddur ungur
maður. Hann var skítugur og
sjúskaður og fólkið á eftir
honum var einnig skítugt en
drukkið. Við töluðum eitthvað
við fremsta manninn, en ekki
man ég orðaskiptin nema hann
sagði: „Hvað er þetta? Sjáið þið
ekki, að þetta er líkfylgd?"
Síðan löbbuðum við áfram og
vorum komin að Hringbraut-
inni, þá lít ég aftur fyrir mig og
sé þá B. sem er grátandi og
sveitt. Hún er klædd I brúna
þykka kápu og sagðist ekki
geta labbað meira því barnið sé
að koma. Þá legg ég hana á
gangstéttina og held I höndina
á henni. Hún biður mig að
vera viðstadda fæðinguna.
Segist ég ætla að gera það,
biður hún mig þá að hringja í
kærasta sinn daginn eftir.
Síðan vaknaði ég.
Ég vonast eftir að fá
ráðningu á þessum draumi.
Með fyrirfram þökkum.
Guðrún
Draumur þessi táknar fleiri en
einn atburð og mun líklega
koma fram á nokkuð löngum
tíma. Einhverjar miður
skemmtilegar fréttir verða til
þess að breyta áætlunum þínum
og ýmislegt á eftir að koma þér á
óvart á næstunni. Ferðalög og
skemmtanir munu setja svip sinn á
eitthvert tímabil og í sambandi
við ferðalagið geturðu átt von á
nokkurri úrkomu. Ýmsar
breytingar munu einnig snerta
þessa vinkonu þína (B) og eru
þær bæði góðar og slæmar. En
þegar til lengdar lætur verða
breytingarnar ykkur báðum til
góðs. Gifting er þarna mjög
ákveðið tákn, en ekki hægt að
segja til um hvor ykkar verður
þar í aðalhlutverki eða jafnvel
þið báðar á svipuðum tíma.
TRÉKÓ
eldhús
TRÉKÓ
baðinnréttingar
TRÉKÓ
fataskápar
frékó
TRÉSMIÐJA KÓPAVOGS HF
AUÐBREKKU 32 KÖPAVOGI SÍMI 40299
33. tbl. Vikan 51