Vikan


Vikan - 12.11.1981, Blaðsíða 35

Vikan - 12.11.1981, Blaðsíða 35
( h sem alltaf skilar öllu sem þú færð lánað.” Og svo hættu þau að heilsa og segðu krökkunum sínum að leika sér ekki við Benna og hann færi að leggja bílnum sínum þannig að ég kæmist varla út úr bílskúrnum. Ég held ég þekki það. Nei, maður verður að umgangast nágrannana eins og ósoðin egg ef maður . . . Ég þagnaði. Larsen kom upp að limgerðinu. Hann reykti vindilinn sinn af áfergju og siðan sagði hann: — Jæja, þú ert að grisja sírenutréð? — Einhver verður að gera það! Á meðan ekki er búið að finna upp sírenurunna sem klippa sig . . . — Já, það er víst rétt. Ef þú vilt get ég lánað þér greina- klippurnar mínar. Ég rétti klippurnar upp. — Ég kemst af með þessar, sagði ég, en þakka þér samt. — Þú veist að þú getur alltaf komið til mín ef það er eitthvað sem þú vilt fá lánað, hélt Larsen áfram, eins og góðum nágrönnum sæmir, og hann bætti við og þóttist aldeilis fyndinn: — Það er að segja ef það er þá ekki fimmhundruð- kall eða eitthvað svoleiðis! — Maður gæti nú notað nokkur stykki af þeim, sagði ég og þóttist líka fyndinn. Svo sagði Larsen ha! ha! og hélt áfram að verkfæraskúrnum sínum með greinaklippurnar minar. Ég hélt áfram með sírenurunnann. — Þarna fékkst þú tæki- færið, sagði Maríanna. — Hvaða tækifæri? — Þú hefðir getað sagt að þú ættir greinaklippurnar og þú þyrftir ekki að fá lánaðar þínar eigin klippur. En þú vildir gjarnan fá þær aftur því þér fyndist hann í hreinskilni sagt hafa haft þær nógu lengi. . . — Hamingjan forði mér frá því! Þú heyrðir víst sjálf að hann sagðist eiga klippurnar, eða hvað? Heldur þú að ég vilji verða mér úti um óvin ævilangt út af einum greinaklippum? Ég var að verða búinn með sírenurunnann þegar Krums- berg, andbýlingur okkar, birtist. — Ef þú ert búinn að nota þessar, sagði hann og benti á klippurnar, þá vildi ég gjarnan Þýð.: Anna fá þær aftur. Ég þyrfti helst að nota þær. — Fá þær aftur? Hvað áttu við með þvi? — Þetta eru klippurnar mínar. Þú fékkst þær lánaðar fyrir mörgum árum. — Einmitt? Ég man ekkert eftir því. Maríanna! Komdu hérna snöggvast. Keyptum við þessar klippur ekki um leið og við keyptum garðsláttuvélina? — Jú, það held ég. Hvers vegna spyrðu? — Krumsberg heldur því fram að hann eigi þær. Maríanna sendi honum augnaráð sem hefði látið hann sökkva niður í jörðina ef hann hefði ekki staðið á steyptu hellunum. — Þetta stenst bara ekki, herra Krumsberg. Ég veit fyrir víst að við keyptum þær um leið og við . . . — Mig hlýtur þá að hafa misminnt, flýtti Krumsberg sér að fullyrða um leið og hann gekk afturábak yfir garð- flötina. — Afsakið, sagði hann og leið greinilega illa. — Það var ekkert, sagði ég og var dálítið stuttur í spuna. Við höfum ekki heilsað honum síðan. Við höfum ekkert á móti því að lána öðrum eitthvað af garðáhöld- um og okkur er líka nokkuð sama þó við fáum þau ekki aftur. En að vera sökuð um að skila ekki annarra manna áhöldum, það kunnum við ekki við. Ég ætla al!i v“ga ekki að kjósa Krumsberg næst þegar stjórnarkjör í íbúasam- tökunum fer fram. Það er alveg áreiðanlegt. Það er ekki nóg með að ég sé hundrað prósent öruggur um að við keyptum klippurnar um leið og garðsláttuvélina heldur man ég líka að ég skar nafnið mitt í handfangið til öryggis og það sannar að . . . augnablik! Ég lagði þær hérna frá mér á skrifborðið, já, hérna eru þær. Ég get lesið nafnið fyrir ykkur. Það stendur hér skýrt og greinilega: Krum . . . æi, nei . . . . . það er ekkert að marka, skaftið er orðið svo slitið hvort eð er, en það skiptir líka minnstu máli. Það er alltaf gott að eiga fyrsta flokks klippur. Og svo tölum við ekki meira um það. l! Stjörnuspá llrúlurinn 2l.m;irs 20.afiril Þú hefur alltaf haft töluvert álit á eigin hæfileikum og ekki veitir af. Þér verður falið að leysa úr erfiðu •vandamáli og mjög mikilvægt er að þú gerir það eins vel og mögu- legt er. kr.'iihinn 22.júni J.Ljuli Næsta vika verður fremur tilbreytingarlaus og því sennilega heldur leiðinleg. Notaðu tæki- færið til að hvila þig því allt virðist benda til þess að meira fjör færist í leikinn á næstunni. Viulið 21.;ipriI 2l.mai Ýtni þín og þrjóska kemur sér vel þessa dagana. En til þess að þú skapir þér ekki óvin- sældir ættirðu að reyna að vera dálítið léttari í lund og umgengnislipr- ari. Helgin verður skemmtileg. l.jóniO 24..júla 24. áifú«l Svartsýni og skapvonska einkennir vikuna. Hafðu hemil á hvorutveggja. Það er engin ástæða til svona bölsýni og innan tíðar fer allt að ganga mun betur. Ttíburarnir 22.mui 21. júni Þú hefur skemmt þér nóg undanfarið og kominn tími til að sinna alvöru lífsins. Reyndu að skipuleggja tilveruna aðeins betur svo allt fari ekki ævinlega í algjöra vitleysu þegar eitthvað smávegis bregður út af. Manneskja af gagn- stæðu kyni kemur tals- vert við sögu þessa vikuna. Líklega kanntu ekki að meta hana strax í byrjun en brátt breyt- ist álitið og málin taka nýja stefnu, þér til mikillar ánægju. Þú munt taka töluverða áhættu í sambandi við mál sem hefur verið þér mikið hjartans mál undanfarnar vikur. Allt bendir til þess að þú hafir heppnina með þér að þessu sinni. Athafnasemi þinni eru lítil takmörk sett en gættu þess að halda fast um budduna ellegar þú verður von bráðar gjald- þrota. Reyndu því að veita athafnaseminni út- rás á sem ódýrastan hátt. Sporótlrckinn 24.okl. 2.Vnó«. Margir virðast eiga sitthvað vantalað við þig og þú þarft að snúast mikið fyrir aðra. En í heildina ætti vikan að vera fremur skemmtileg, einmitt vegna þess hve þú hefur gaman af að gleðja aðra. \alnsl>crinn 2l.jan. l'Uthr. Þú færð skemmtilega hugmynd og hugmyndin fær góðan hljómgrunn hjá þínum nánustu. Komdu henni sem fyrst í framkvæmd. Helgin verður eftirminnileg. Hoifniaóurinn 24.nó«. 2l.úcs Þessi vika verður sérlega góð. Margt gerist sem lifgar upp á tilveruna og um að gera að njóta þess. Samskipt- in við hitt kynið verða með besta móti, ef til vill lendirðu í smá- ævintýri í því sambandi. Fiskarnir20.fcbr. 20.mars Heilsan og skapið er ekki upp á það besta. Taktu lífinu með ró og reyndu að hvíla þig eins vel og þú getur. Einhver reynir að freista þín um helgina en þú ættir helst að leiða það hjá þér. 46. tbl. Vikan 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.