Vikan


Vikan - 12.11.1981, Blaðsíða 41

Vikan - 12.11.1981, Blaðsíða 41
uppáhaldsliturinn minn. Hvernig hef- urðu haft það? — Jú, takk, taugarnar eru farnar að róast. — Taktu leigubil, svo að þú þurfir ekki að leita að húsinu. Ég skal borga. — Ég veit, hvar þú býrð. — Ertu viss? — Alveg viss. Ég stóð þarna á gang- stéttinni á móti í hálftíma í gærkvöldi og horfði upp i gluggann þinn, eins og litla stúlkan með eldspýturnar, sem fraus í hel, meðan hún horfði inn i ljósadýrð- ina. Það munaði minnstu, að færi eins fyrir mér. Það varð þögn. Innileg gleði fyllti brjóst hans. — Hvers vegna komstu ekki upp? spurði hann lágt. — Það var dimmt hjá þér. — Alveg rétt, ég var hjá lögreglunni. Komdu strax, Katja! Komdu í kvöld! — Jonas! Það hefur ekkert breyst. — Það gerir ekkert til. Mesta ánægja mín er að reyna að hafa síðasta orðið. — Þar erum við þó sammála. Heyrðu annars, ég held það sé best, að ég mæli gluggana sjálf. Ég treysti ekki pipar- sveinum í þeim efnum. — Fínt! Komdu bara strax. Og heyrðu, fyrirgefðu, hvernig ég lét við þig í strætisvagninum. Ég skal aldrei framar beita þig þrýstingi. — Þú kannt að velja réttu orðin, tautaði hún. — Allt í lagi, þér er fyrir- gefið. Jonas tók á móti henni á götunni framan við húsið. Fyrsti desembersnjór- inn sveif hægt til jarðar og mætti örlögum sínum á regnvotri götunni, þar sem tignarlegir snjókristallamir breyttust samstundis I vesæla vatnsdropa. Snjó- flygsurnar sátu í hári og á herðum Jonasar. — Hæ! Sem klippt út úr Harper’s Bazaar, eins og venjulega. — Þetta hefurðu nú lesið einhvers staðar, þú hefur áreiðanlega aldrei svo mikið sem flett Harper’s Bazaar. Hann opnaði garðshliðið fyrir hana. — Takk, sagði hún elskulega. Hún var klædd fallegri, hlýrri vetrarkápu, en Jonas gerði sér grein fyrir, að þetta var ekki fyrsti veturinn, sem hún þjónaði eiganda sínum. Hann fylltist umhyggju og fann til löngunar að gefa henni nýja kápu. En það var víst ekki hans mál. — Þetta er nýtt og fallegt hús, Jonas. Þú hefur dottið I lukkupottinn. — Já, ég get þakkað eiturætunum það. Hvernig hefur pappírsbúkurinn það? — Hann er búinn að biðja mín, sagði Katja. Þau voru á leiðinni upp í lyft- unni. — Og hverju svaraðir þú? spurði Jonas fullur eftirvæntingar. — Að þitt æðsta takmark væri að verða eiginkona málafærslumanns? — Ég sagði honum sannleikann: Að ég vildi ekki verða eiginkona eins eða neins. — Ekkieinusinnigórillu? — Síst af öllu! — Hvers vegna? — Það hélt ég þú hefðir lesið i síðasta bréfinu mínu. Ertu annars að biðja mín? — Nei, fyrir alla muni, plastveröld er ekkert fyrir mig. Ég var bara að æfa mig. — Með eitthvað sérstakt í huga? spurði hún eftir augnabliks þögn. Hann svaraði ekki, fyrr en þau stóðu fyrir ut- an dyrnar að íbúðinni hans. — Ég ætlaði að vita, hvernig það væri að fá hrygg- brot. Ég vissi, að ég mátti treysta því, þegar þú ert annars vegar. — Og ef ég hefði sagt já? — Ekki hræða mig. Ég hefði fengið taugaáfall. Hann bauð henni að ganga inn. Hún horfði hrifin í kringum sig. — En skemmtileg íbúð, Jonas! — Já, hún er auðvitað dálítið tómleg ennþá. Húsgögnin, sem ég átti, voru ónothæf eftir síðustu kurteisisheimsókn, og ég get ekki keypt allt I einu. Framhaldssaga — En spennandi! Ætli ég gæti pant- að innbrot í mína íbúð? Ég gæti vel hugsað mér svona i staðinn. En fallegt sófasett! Varstu að kaupa það núna? — Já, finnst þér það fallegt? sagði hann hreykinn. Það var ekki litils virði að fá hrós frá hinni smekkvísu Kötju. — Sannarlega! En hamingjan góða, þetta eru þrjú herbergi. Hvað ætlarðu að gera við þetta allt saman? Ætlarðu að stökkva milli herbergja og munnhöggv- ast við bergmálið? i _ Framh. i næsta bladi. i_J 46. tbl. Vikan 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.