Vikan


Vikan - 12.11.1981, Blaðsíða 40

Vikan - 12.11.1981, Blaðsíða 40
henni slíkar kenndir, að henni varð hverft við, Hún leit snöggt undan. — Það sem okkur líkar best við þig, herra forstjóri, er að þú skulir aldrei misnota aðstöðu þína gagnvart okkur undirmönnunum, sagði hún hásum rómi. — Ég er enginn forstjóri. Ég er bara ómenntaður ruddi með óbeit á fíni- mannsleik. — Ef þú færir þig ekki frá á stundinni, neyðist ég til að segja nokkur vel valin orð, hvæsti hún, og augu hennar loguðu af reiði. — Fyriralla muni! — Jæja! Þú baðst um það. Reyndu ekki að finna Katarinu. Hún er frátekin fyrir hinn upprennandi mála- færslumann. Jonas hvítnaði upp. — Veit hann um Katarinu? — Hvað heldurðu? — Veit hann þetta, sem þú hefur ekki viljað segja mér? Þetta, sem henti Katarinu? — Hér fer ég úr vagninum. Jonas tróðst með henni út úr vagninum. Hann þreif um handlegg hennar, þegar þau komu út á götuna. — Veit hann það? Hefur þessi slétt- greiddi pappírsbúkur fengið hlutdeild í Katarinu minni? — Slepptu mér! Þú hagaðir þér rudda- lega í strætisvagninum, ég get aldrei fyrirgefið þér það. — Þú hefðir aldrei reiðst svona yfir því, nema af því að þú fannst til þess sama og ég. Öll svipbrigði þurrkuðust burt úr andliti hennar, það var eins og hún hefði læst sálardyrunum. — Láttu mig í friði, Jonas. Þú þreytir mig. Stundarkorn fannst honum hann ætla að springja úr reiði. Svo andvarpaði hann og sleppti henni. Svipur hans lýsti vonbrigðum og uppgjöf. — Eins og þú vilt. Ég skal látaþig í friði. Nú er heldur ekkert eftir handa mér. Ég vil ekki deila feimnu, hlýju Katarinu með neinum. Hafir þú gert þennan pappírsbúk að trúnaðarmanni þínum, hef ég ekki meira aðsegja i því máli. Svipur hennar breyttist. — Á ég ekki að hjálpa þér með íbúðina? spurði hún hikandi. —Ég orka ekki að slást meira við þig. Þú skalt halda áfram að lifa hamingjusömu lífi í þinum fílabeins- turni. Vertu sæl, Katja! — Æ, þú ert nú meiri þrjóskuhausinn, sagði hún vinsamlega. — Það munar ekki um það, tautaði hann. — Þú rausar alltaf um Katarinu, eins og hún og ég séum tvær manneskjur. Göran veit mest lítið um fortíð mína af þeirri einföldu ástæðu, að hann hefur engan áhuga á henni. Hann hefur aldrei komið á bernskuheimili mitt. Og ég fór ekki þaðan af því að eitthvað sérstakt hefði komið fyrir. Og hvernig ætti ég þá að geta sagt einhverjum frá því, sem ekkert er? — Katja, engillinn minn! hló Jonas og vafði hana örmum á miðri gangstéttinni. — Og ég sem var kominn á fremsta hlunn með að skora pappírsbúkinn á hólm. Sagðirðu, að hann héti Göran? Ég fyrirgef honum. Nú máttu fara og ég skal ekki ónáða þig, ef þú vilt ekki sjá mig. Boltinn er hjá þér, ef þú vilt hitta mig aftur. Ég verð jafnkurteis og hlé- drægur og kaupfélagsstjórinn í þorpinu þínu. — Slepptu mér, apakötturinn þinn, sagði hún hlæjandi. — Ég hef ekki minnstu trú á, að kaupfélagsstjórinn hagi sér svona við viðskiptavinina. — Er ég nú búinn að rugla hár- greiðsluna? Leyfðu mér að laga hana. Nei, heyrðu, það er farið að dökkna i rótina. Kominn tími til að fá sér fegrunarbað. Katja hnykkti til höfðinu. — Þú ert óforbetranlegur, sagði hún, en hann heyrði, að hláturinn sauð i henni. — Mig minnir, að þú nefndir eitthvað um hlédrægni rétt áðan. — Þarna kemur vagninn, sem ég þarf að taka, sagði hann. — Hérna hefurðu nýja heimilisfangið mitt. Þú getur sturtað þessum miða niður í klósettið, ef þú vilt, eða þú getur rammað hann inn og hengt á besta stað í litlu, sætu íbúðinni þinni. Þakka þér fyrir mörg og góð rifrildi. Þau hafa haft afskaplega góð áhrif á mig. Hann rétti fram höndina, og hún tók í hana. — En Jonas . .. Hann varð að stökkva upp í strætis- vagninn. Svo sneri hann sér við. Hún hafði komið í humátt á eftir honum og allt í einu minnti hún svo sterkt á stúlkuna, sem hann hafði fyrst séð við hliðgrindina. Hann var ekki viss, en honum fannst hann lesa af vörum hennar: „Hjálpaðu mér, Jonas!” 1 sömu svifum lokuðust dyrnar á vagninum, og hann horfði á hana gegnum gluggann, þessa glæstu heims- dömu með svolítinn bréfsnepil i hendinni og i augum hennar las hann neyðaróp. „Hjálpaðu mér, Jonas!” Hafði hún í raun og veru sagt það? Eða hafði hann aðeins ímyndað sér það? Nei! Hún hafði sagt það. Hún hafði beðið hann um hjálp. Katja? Jonas fór út á næstu stöð og hljóp á harðaspretti til baka. En hún var farin. Og hvernig sem hann leitaði í næsta ná- grenni, fann hann hana ekki. 5. kafli. H ANN hélt loforð sitt í tvo daga. Svo gat hann ekki stillt sig lengur. Hann hringdi. — Katja Francke, svaraði hún með óaðfinnanlegri röddu einkaritarans. — Ég er alveg i vandræðum með gluggatjöldin. — Jonas? sagði hún og glaðnaði við. — Mældu lengd og breidd. Ég skal koma með einhver sýnishorn. — Fínt! Helst með myndum af górillum í moldarbrúnum lit. Það er LYKILLINN trmi Bilasprautun sf. Auóbrekku 53 Kópavogi Sími 44250 Alhliða bílasprautun Lakkbökun Almálun Blettun Vönduð vinna unnin af fagmönnum 40 Vikan 46. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.