Vikan


Vikan - 12.11.1981, Blaðsíða 46

Vikan - 12.11.1981, Blaðsíða 46
eiginlega þaö, sem kallast má hamingju- söm? — Við höfum rætt þetta allt saman áður, Carla. Ég held, að við höfum verið hamingjusöm í að minnsta kosti eitt ár. Alvegþangaðtil.... — Einmitt, greip vinkonan þurrlega fram í. — Þangað til þú komst að því, að hann hélt við aðrar konur og það jafnvel I stórum stíl. Fyrst og fremst var það þessi... þessi... — Susanne Iversen? sagði Louise. — Einmitt, hjákona eiginmannsins númer eitt. Og svo voru þaðallar hinar. — Ég hefði kannski getað fyrirgefið allarhinar, en ... — Einn viski i viðbót, bað Carla. — Ég virðisl hreinlega vera búin með þennan. Úff, hvað það er heitt i dag. Þakka þér fyrir. Já, þú hefðir kannski getað fyrirgefið hinar, en ekki Susanne Iversen. Og hvers vegna ekki? Einfald- lega vegna þess, að þegar hún kom til. var búið að gera þig að hógværri heima- frú í millavillunni hans, konu, sem var bara núll og nix í tilveru eiginmannsins. Þannig var staða þín orðin, meðan herra Eigil naut lífsins án minnsta samvisku- bits ásamt hinni glæsilegu fylgikonu sinni. Sem vel að merkja kemst ekki í hálfkvisti við þig i útiiti. en er liu sinnum frekari og ágengari. Louise, þetta er það, sem ég vil fyrst og fremst óska þér til hamingju með. Einnig með ibúðina, en fyrst og fremst með þá ákvörðun þína að fara frá honum. Heyrðu annars ... — Já? Vinkonan kramdi sígarettuna grimmdarlega í öskubakkanum. — Hann borgar þér vonandi skikkan- legt meðlag? Hefurðu séð til þess. að hann opni budduna almennilega? Ég meina svo að um munar? Louise brosti dauflega. — Það fer nú líklega eftir því, hvernig á máliðer litið. — Já, það datt mér í hug, hnussaði i vinkonu hennar. — Hann situr sem sagt í þessari millavillu sinni og nýtur lífsins með Susanne, meðan þú ... Louise lyfti hendinni í mótmælaskyni. — Bíddu nú aðeins. Hann á auðvitað húsið, en engin millavilla er það nú. Og hvað mig snertir . . . ja, ég hef fengið þessa indælu íbúð og hef hugsað mér að reyna fljótlega að fá mér vinnu. Ég sé um mig ... Hún kerrti höfuðið. og Carla leit rannsakandi á hana. — Louise. ég vona. að þú scrt hæll allri vitleysu. Engar fleiri svefnpillur eða því líkt? — Góða Carla, ég var búin að segja þér það, þetta var óhappaverk og ... Vinkonan hristi höfuðið. — Óhappaverk var það áreiðanlega ekki. Þú vildir komast i burtu frá þessu öllu, kjáninn þinn litli. En til allrar hamingju varstu ekki nægilega vand- virk. ef svo má segja. En vonandi detlur þér ekkert slíkt í hug framar, eða hvað? Ég skal svo gjarna hjálpa þér á allan hugsanlegan hátt. Lifið er svo yndislegt og... Hún dró andann djúpt. — Já, hvað er frekar að segja? Lífið er yndislegt, Louise. Nú gleymir þú þessum kapítula með Eigil, þú átt eftir að kynnast manni, sem er miklu meira virði. og þakkaðu fyrir, að þið Eigil eignuðust ekki börn. Það hefði gert allt svo miklu erfiðara. Louise þagði. Hún sal og skoðaði á sér hendurnar og beit á vör. Loks rauf hún þögnina: — Carla, þú ert besta manneskja, sem ég þekki, og ég veit, að þú vilt hjálpa mér. En einmitt núna get ég ekki... Hún þurrkaði sér um augun með vasaklút. Vinkona hennar var samstundis við hlið hennar. — Hættu þessu undii einsl í öllum bænum, hættu að vorkenna sjálfri þér, Louise. — Það var bara þetta, sem þú sagðir um... — Sei, sei, sagði Carla hressilega. — Þú hélst, aðég ætlaði að þvinga þig til að lofa að gera ekki nýja sjálfsmorðs- tilraun, ekki satt? Við skulum ekkert vera að fara I kringum hlutina. Ég vil bara, að við gleymum öllu um þessar Ford Tounus árgerð 1962 Ford Taunus árgerð 1982 er kominn á markaðinn Við bjóðum eftirfarandi gerðir: Taunus 1600 GL Taunus 1600 GL sjálfskipting Taunus 2000 Ghia m/vökvastýri Taunus 2000 Ghia m/vökvastýri og sjálfskiptingu verð 115.000 verð 120.000 verð 141.000 verð 150.000 Ford Taunus, þýskur bíll í efsta gæðaflokki Hafið samband við sölumenn okkar og tryggið ykkur bíl úr næstu sendingu SVEINN EG/LSSON HF SKEIFUNNI 17 SIMI 85100 REYKJAVÍK 46 Vikan 46. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.