Vikan


Vikan - 12.11.1981, Blaðsíða 63

Vikan - 12.11.1981, Blaðsíða 63
Pósturinn Jane Christensen, Vesterhavsvej 105, 9491 Pandrup, Danmark, 15 ára, langar aö eirgnast pennavini á líkum aldri af báðum kynjum. Helena Káradóttir, Birkivöllum 33, 800 Selfossi, 12 ára, óskar eftir pennavinum á svipuðum aldri, stelpum og strákum. Áhugamál: íþróttir og margt flerira. Kristin Sigurðardóttir, Túngötu 19, 625 Ólafsfirði, Kristin Sigurgeirsdóttir, Hiíðarvegi 65, 625 Ólafsfirði og Lilja Bára Ómarsdóttir, Túngötu 15, 625 Ólafsfirði, óska eftir að skrifast á við 10- 14 ára gamla stráka. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er og þær svara ekki öllum bréfum en vona að margir sætir strákar skrifi þeim. Bréf frá Svíþjóð Hæ. Fyrir nokkrum dögum var ég að skoða auglýsingabækling og þar var stór auglýsing um ísland. Eftir að hafa skoðað hana uppgötvaði ég allt í einu Minnimáttarkennd út af bflveiki v . / - - Halló Póstur. Ég er hérna einn kappi (ég er sum sé fær um að skrifa bréfið einn, sé að oft þurfa tveir eða þrír að peppa hver annan upp til að skrifa, þú skilur) og mig langar að koma með eina spurningu. Þannig er að ég er ferlega bílveikur. Það er oft skolli erfitt sérstaklega í skólaferðalögum eða þegar ég þarf að fara með krökkunum í rútu upp í Bláfjöll (á skíði meina ég). Það skal alltaf einhver deli þurfa að reykja og það þoli ég ekki, verð um leið bílveikur. Og það er svo hryllilega hallærislegt, alveg eins og ég sé mígandi fullur eða eitthvað. Svo horfa allir æðislega vor- kennandi á mann, aumingja greyið, voðalega er hann barnalegur að æla sig svona allan út. Og þegar ég kemst ekki út úr rútunni þá fer þetta stundum yfir mig allan og það er ekkert gaman að vera kannski angandi í fjandans ælustybbu allan daginn. Mig langar að spyrja hvort ekki sé hægt að lækna þetta einhvern veginn. Helst myndi ég vilja fá svarið strax svo éggetifarið í skíðaferðir í veturán þess að verða mér til skammar. Einn í kerfi. Ja, ljótt er að heyra. En Pósturinn getur huggað þig með því að þú ert ekki sá eini sem ert bílveikur. Það má segja að flestir séu bílveikir sem litlir krakkar en yfirleitt eldist þetta af fólki, bara mismunandi fljótt. Þar sem þú nefnir ekki hvað þú ert gamall getur Pósturinn ekki sagt til um hvort vandamál þitt sé mjög alvarlegs eðlis. En yfirleitt hjálpar það til að sitja við opinn glugga þar sem gustar. Ef þú ert i bíl þar sem hægt er að halla sætinu þá getur það oft hjálpað. Svo er um að gera að horfa beint fram, ekki að njóta útsýnisins, cg hugsa um eitthvað allt annað en gu .., þú veist. Það er alveg sjálfsagt að biðja fólk sem reykir um að sleppa því í langferðabílum. Þú átt umsvifalaust að segja því hvursu illa þér líður og Pósturinn ábyrgist að samferðafólk þitt mun taka tillit til þess. Sumir segja að það sé óbrigðult að drekka kók við bílveiki. Aðrir mótmæla því harðlega og segja að það ýti bara undir. Athugaðu sjálfur hvað þér finnst. Nú, ef allt annað bregst þá eru náttúrlega til pillur við þessu eins og öllu öðru. Þær fást í lyfjabúðum, ein tegund af sterkum til að sofa af og ein af veikum til að láta fólki líða vel. — En allar pillur eru hálfgerður óþverri, ef þeirra er neytt í of ríkum mæli. Því skaltu endilega reyná allt annað áður en þú gríður til slíkra örþrifaráða. að ég vissi eiginlega ekkert um ísland. Það er ef til vill ekki svo hættulegt að vita ekki neitt um lönd í öðrum heimshlutum. En það versta var að ísland er jú eitt af Norðurlöndunum. Hvað um það, þá ákvað ég að reyna að eignast bréfavin frá íslandi. Það skemmtilegasta sem éggeri er að skrifa bréf og þar sem mig langar til að vita meira um Island þá finnst mér ég þar með geta slegið tvœr flugur í einu höggi. Ég hefði kannski átt að byrja á að segja það sem ég ætla að segja núna, nefnilega að ég er 16 ára gömul, sænsk stúlka. Áhugamál mín eru bréfa- skriftir, lestur bóka og margt fleira. Ef svo vel tekst til að þið getið útvegað mér pennavin er bara eitt vandamál eftir. Og það er tungumálið. Ég er hrædd um að ég skilji ekki mikið í íslensku en eftir þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér þá lærið þið dönsku í skólunum. Og þar sem ég bý svo ná/œgt Danmörku skil ég dönsku nokkurn veginn. Og ég held að þeir sem kunna dönsku skilji líka eitthvað í sænsku. Annars get ég skrifað á ensku, en mjög lítið á frönsku, ef hitt gengur ekki. Nú hef ég ekki meira að skrifa um en ég vona að ég fái einhver svör. Kveðjur, Marie. Þetta bréf barst okkur í hendur nýlega og þar sem Póstinum fannst það svo persónulegt og skemmtilegt ákvað hann að birta það í heilu lagi. Og svo er bara að vona að einhver af lesendum Póstsins sjái sér hag í þvi að skrifast á við þessa skemmtilegu ungu stúlku frá Svíþjóð. — Heimilisfangið sem fylgdi bréfinu var: Marie Kristensson, Nejlikegatan 3, S—253 Hálsingborg, Sverige. ... og segðu pabba þínum að ég kunni ekki að hvíla á rósabeði... 46. tbl. Vikan 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.